Vikan - 10.09.1970, Blaðsíða 5
Nunnur fylgja líka tízkunni
Já, nú er svo komið að nunnur
vilja líka klæða sig eftir tízkunni.
Tvær kaþólskar nunnureglur
fengu tízkumeistara til að teikna
nýja búninga, og hér sjáum við
þrjá af þeim. Til vinstri er stutt-
ur skyrtublússukjóll með rúllu-
kraga, mjög hentugur vinnukjóll
og hikar meistarinn ekki við að
sýna fótleggi nunnunnar. í miðið
er hvít skikkja, sem nota á til
altarisgöngu, en síðan klæðist
nunnan stuttu slái og svörtum
höfuðbúnaði.
Kennarinn sá þrisvar sinnum tvöfalt
Sex ungar stúlkur komu kenn-
ara sínum í mestu vandræði. Þær
eru þrennir tvíburar og eru á
námskeiði fyrir bankastarfsmenn
í Braunschweig í Þýzkalandi.
Forstöðukonan stynur og segir
að tvíburarnir séu svo líkar að
það sé eingöngu hægt að þekkja
þær sundur á sætunum. — Við
vildum láta þær koma sitt á hvað,
en það vildu stúlkurnar ekki.
Stúlkunum þykir gaman að
láta sjá sig saman og segja að það
sé hægt að gera ýmislegt til
skemmtunar með þvi. Til dæmis
þykir þeim gaman að láta kenn-
arann nefna sig með röngu nafni
og þá liggur í augum uppi að
hann fær ekki svar.
• vísur vikunnar
Heiðló syngur sumarið inn,
semur forlög gaukurinn,
áður en vetrar úti er þraut
aldrei spóinn vellir graut.
I austri ununar gaukur
í suðri sæls gaukur
í vestri vesals gaukur
í norðri náms gaukur.
Uppi er auðs gaukur
niðri er ná gaukur.
Þjóðvísur um fugla.
Á myndinni er Michael í inn-
kaupaferð með mömmu sinni.
Þetta er síðasta myndin, sem hef-
ir verið tékin af þeim saman.
Mömmudrengurinn
skal verða að manni
Michael, uppáhaldssonur Liz
Taylor, fær að heyra sitt af
hverju frá stjúpföður sínum, Ric-
hard Burton. Michael er orðinn
sautján ára og þeim Burton hef-
ir komið vel saman fram að
þessu. Burton þrumar yfir
stráknum: — Ég er af fátæku
fólki kominn, við vorum tólf
systkinin, öskrar námumanns-
sonurinn frá Wales. — Faðir
minn var fátækur, en ég hefi
engan áhuga á því að verða fá-
tækur á ný.
Þessa ræðu hélt hann í tilefni
af því að Michael fann að lifnað-
arháttum þeirra hjóna.
— Þessir demantar og Rolls
Royce bíllinn, sem þú ert að gefa
mömmu, er hreinlega viðbjóðs-
legt. Þú ættir heldur að gefa
skólafélögum mínum eitthvað af
þessum peningum. Við erum að
leggja upp í mótmælagöngu gegn
mengun, og þá væri ekki ama-
legt að geta tætt í sundur einn
Rolls Royce ... öskraði Michael
og hljóp á brott. Liz varð alveg
eyðilögð, en Burton huggaði
hana: — Strákurinn er eitthvað
ringlaður, hann lærir fljótlega að
meta lífsins gæði. Og síðar sagði
Burton, sem sjálfur missti móð-
ur sína tveggja ára og varð að
byrja að vinna fyrir sér, þegar
hann var sjö ára: — Mömmu-
drengur skal verða að manni!
Viðskiptavinurinn
hefur rétt fyrir sér
Fyrir þremur árum síðan
slitu Bandaríkin stjórnmálasam-
bandi við írak, og síðan hafa yf-
drvöld þar eystra staðið fyrir
geysilegri „anti-American“ her-
ferð. Það nýjasta sem er að frétta
af því, er að nýlega gaf innanrík-
ismálaráðuneyti íraks út tilskip-
un um að spánný sendiráðsbygg-
ing Bandaríkjanna í Bagdað
skyldi seld, en undanfarin þrjú
ár hafa Belgar haft aðsetur í
byggingunni. Tilskipuninni fylgdi
sú skýring að það yrði að vera
„authorized“ kaupandi — en þeg-
ar til kom var það ríkisstjórn
íraks ein sem gat kallað sig það.
37. tbi.
VIKAN 5