Vikan


Vikan - 10.09.1970, Blaðsíða 25

Vikan - 10.09.1970, Blaðsíða 25
litkvikmyndir og Lillebil varð aðnjótandi þess heiðurs að ein allra fyrsta litkvikmynd í heim- inum var tekin af henni dans- andi. Eitt af því sérstæða við Eastman var að hann borgaði frægum listamönnum stórfé fyr- ir að skemmta honum með list sinni meðan hann var að borða. Auðvitað voru einnig í vinahópn- um Norðmenn, sem komu vest- ur um haf til að freista gæfunn- ar, menn eins og teiknarinn Jo- han Bull og fiðluleikarinn Kiss Thaulow. Dag nokkurn skýrðu blöðin svo frá að International Film Company væri í þann veginn að byrja á töku stórmyndarinnar Under the Red Robe. Hinn ill- ræmdi sorpblaðakóngur William Hearst var eigandi fyrirtækis þessa. Tancred Ibsen hafði þá þegar ákveðið að gerast kvik- myndari. Hann var þeirrar skoð- unar að réttast væri að byrja að neðan, sem statisti. En það var enginn barnaleikur að komast að sem slíkur, því að hundruð manna voru á biðlista um hvert aukahlutverk. En Kiss Thaulow ætlaði einnig að reyna sig á þess- um vettvangi, og hann vildi fá Ibsen með sér. Hvernig þeir ættu að komast að? „Við tölum við blaðakónginn sjálfan,“ sagði Kiss. Gallinn á þessari ráðagerð var bara sá, að hjá Hearst var erfið- ara að fá áheyrn en hjá nokkr- um þjóðkonungi. En Kiss var of hrífandi persóna til að nokkrar dyr gætu verið honum lokaðar lengi. Með Tancred Ibsen í togi lék hann sér að því að smjúga gegnum heila heri af riturum og varðmönnum alla leið inn í hið allra helgasta hins mikla manns, það er að segja einkaskrifstofu hans. Hearst varð í fyrstu mál- laus af undrun er hann stóð aug- liti til auglitis við þessa tvo ungu Norðmenn, sem höfðu komizt inn í vígi hans, nokkuð sem hann hafði litið á sem ófram- kvæmanlegt afrek. En húmor- laus var hann ekki, og honum fannst ekki nema sjálfsagt að verðlauna slíkan dugnað með því að verða við óskum ungu mannanna. Þeir voru síðan báð- ir dubbaðir upp sem franskir skotliðar með blaktandi fjaðra- skúfa í höfuðfötunum. En þar með voru ekki allir þröskuldar úr vegi. Skotliðarnir urðu að geta setið hest, og Tan- cred var þaulvanur reiðmennsku heiman úr Noregi. Öðru máli gegndi með Kiss Thaulow. Hann hafði aldrei komið á hestbak fyrr og var rekinn fyrsta dag- inn, sem æfingarnar stóðu yfir. Vildi gera kvikmynd um Leif heppna Tancred Ibsen var ekki í nein- um vafa varðandi framtíðar- áætlanirnar. Líf hans skyldi helgað kvikmyndunum. Hann fór nú að sækja New York Public Library, þar sem hann safnaði efni í kvikmynd, sém hann hugð- ist gera um Leif heppná og Vín- landsfund hans. í þeim tilgangi kynnti hann sér fornar bók- menntir norrænar og fræðirit um víkingaöldina. Johan Bull bætti upp á hand- ritið með teikningum og upp- dráttum, og Douglas Fairbanks, einn frægasti leikari heims í þá tíð og jafnframt mikill kvik- myndaframleiðandi, lýsti sig viljugan að fara með aðalhlut- verkið. — Sagan um kvikmynd þessa er út af fyrir sig efni í heila kvikmynd, segir Tancred og and- varpar. — Allrahanda atvik leiddu til að hún var aldrei gerð. Ein helzta ástæðan var sú, að kaþólikkar gátu með engu móti fellt sig við þá tilhugsun að einhver annar en Kristófer Kólumbus hefði fundið Ameríku, og æstu sig því upp úr öllu valdi til að koma í veg fyrir að Leifur yrði aðnjótandi þessa heiðurs. Ég varðveitti handritið í mörg ár, lét prenta það og tryggði mér á því höfundarrétt. Fyrir tíu til fimmtán árum las ég að John Steinbeck ætlaði að gera hand- rit að kvikmynd um Víkinga og sendi honum frumritið að mínu handriti með teikningum Johans Bulls. En ég fékk það aldrei end- ursent. f Hollywood En í upphafi hafði ég góðar vonir um að gera þessa kvik- mynd að veruleika. Eftir að sýn- | Á búgarði nokkrum í Arizona tók Ibsen þátt í að fanga villihesta. Indí- ánar voru meðal verkamanna á hú- garðinum. 4 Tancred Ibsen í Hollywood, meðan hann skrifaði þar handrit fyrir Metro Goldwyn Mayer. ingum lauk á Pétri Gaut varð Lillebil að snúa aftur heim til Noregs. En ég hafði fengið til- kynningu um að peningarnir, sem ég hafði grætt á flugfélag- inu, væru tapaðir, og þar eð mig fýsti lítt að snúa heim sem fá- táekur dragónalautinant, ákvað ég að verða einn eftir í Banda- ríkjunum og fara til Hollywood. í lestinni á leiðinni var stolið af mér öllum þeim peningum sem ég átti eftir, svo að ég átti ekki grænan eyri þegar ég kom til höfuðborgar kvikmyndanna. En ég fékk fljótt vinnu sem raf- virki hjá Metro Goldwyn May-. er, hvað þýddi að ég flutti til lampa og dró til og frá leiðslur meðan á myndatökum stóð. í fritímunum sýslaði ég við hitt og þetta. Eins og fyrr er getið hafði ég kennt hnefaleika ^ Tancred yngri var orðinn stór drengur þcgar Amerikudvölinni lauk og iiktist föður sínum meir og meir. í herskóla og flugskóla, og í Los Angeles gaf ég mig fram í hnefa- leikaskóla og græddi fáeina aukaskildinga sem Sparring- partner fyrir atvinnuhnefaleik- ara. Fyrir kom líka að ég tók þátt í keppnum og fékk þá her- lega barsmíð í aukagetu á kaup- ið. í Venice utan við Hollywood var skemmtigarður, þar sem tveir hjólreiðakappar léku þá háskalegu list að þeysa á bif- hjólum eftir veggjum víðra gangna. Ég var meðlimur bif- hjólaklúbbs lögreglunnar og átti fjögurra strokka Henderson, sér- smíðað. Annar bifhjólakappanna féll eitt sinn niður af veggnum og slasaðist, og mér var boðið að koma í stað hans. Það var alls ekki eins erfitt og í fljótu bragði kann að virðast. Reynsla mín úr fluginu kom hér líka að nokkru haldi. Það var ekki svo Framhald á bls. 44 37. tbi. VIKAN 25

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.