Vikan


Vikan - 10.09.1970, Blaðsíða 43

Vikan - 10.09.1970, Blaðsíða 43
^Hvitlaukuí hræðlr burtu \l ) blóösugur og varúlfa, sé Jiann hengdur i knippi. X Bókin heldur frara að hvítlauk- ur fæli burtu varúlfa og blóðsugur' (^VarúlfarT? Af hverjur hring^j ir pú ekki i meindvra-. ejói borgarýinar?^ Distributcil by Kíiik Keaturrs Syndicatc. Ég veit- ekki hvort þaí (fælir burtu varúlfa—enl varönd eins og mig fælir þaö örugglega.. Ef þér bjargið syni mínum Framhald af bls. 33 inn, sem Pia var í, var bæði hlýralaus og mjög stuttur. Maðurinn stóð upp, hann var bæði fullur og þrútinn í framan. — Hvert í heitasta . .. Út með þig! Út, segi ég! Hann gekk í áttina til Enricos, reiðilegur á svip, en Enrico lyfti aðeins olnboganum og maðurinn flaug út í horn. Pia stóð hægt upp, starði á Enrico, eins og hún hefði séð draug. Farðu snöggvast niður, Vittorio, sagði hún. — Fáðu þér eitthvað að drekka á barnum. Hann laumaðist út. — Hvaðan kemurðu, Enrico? sagði hún lágt. — Hvernig stendur á því að þú ert hér? — Ég strauk. — Þú getur ekki verið hér! Þeir leita þín fyrst hér. — Ég veit það. Vertu róleg, — ég fer eftir tvær mínútur. Ef allt fer að óskum, verð ég kominn úr landi á morgun. Ég tek með mér tvö hundruð milljónir líra og skrifa þér svo. Hún gekk til hans og lagði armana um háls honum, en hann ýtti henni frá sér. — Ekki núna. Ég hélt að þú yrðir mér trú, en ég sé að þú hefir fengið þér huggun. — En Enrico, ég verð að vinna fyrir mér! — Það er hægt að gera það á annan veg. En við skulum ekki tala um það nú. Ég er með dreng með mér, son fangelsisstjórans. Þú verður að hringja til hans, hann heitir Silva, — og segja honum að hann geti sótt drenginn hingað. Berðu honum kveðju mína. En hringdu ekki fyrr en klukkan sex. — Barnsrán? Hefir þú rænt drengnum? Hún var skelfingu lostin, en Enrico brosti til hennar. — Þvert á móti, ég bjargaði drengnum. Ætlarðu að hjálpa mér? Þú verður að hafa drenginn hérna til fyrramáls, svo ég geti komist undan. — Enrico — ég vil ekki láta blanda mér í þetta mál! — Jæja, þá veit ég hvar ég hef þig. Hann sneri sér snögglega við, gekk að símanum og fletti símaskránni. Silva svaraði strax. — Þetta er Enrico Rocca. Þér getið sótt drenginn eftir klukkutíma. Eigum við að segja á Piazza della Signoria? Standið við kirkjuna, þá kemur Tino einn yfir torgið. Enrico lagði á, áður en Silva náði því að svara. Síðan gekk hann til dyra. — Enrico! hrópaði Pia og hljóp á eftir hon- um, en hann ýtti henni frá sér og hljóp niður stigann. í fatageymslunni var Sandro að hafa ofan af fyrir Tino. — Heyrðu, drengurinn segir að fangelsis- stjórinn sé faðir hans. Passar það? — Já, og ég er móðir hans, svo þú getur séð hvernig lífið er í fangelsunum núna. Enrico opnaði dyrnar og gægðist út, en hann var ekki lengi að loka þeim aftur, því að hann hafði strax þekkt Luigi Fantoni, sem stóð hinum megin við götuna. — Passaðu drenginn fyrir mig í tíu mín- útur! Án þess að bíða svars, gekk hann út um dyrnar. Hann leit ekki í áttina að Luigi, en vissi samt að hann fleygði sígarettunni strax frá sér og hóf eftirförina. Og hann skyldi fá að finna fyrir því! Enrico þekkti vel umhverfi Bogota. Þeir myndu vara sig á að gera honum mein, fyrr en þeir vissu hvar peningarnir væru niðurkomnir, hugsaði hann biturlega. En síð- an .. . Jæja, það var bezt að sjá til! Hann gekk rösklega yfir Via Marese og skauzt inn í húsasund, vel þess vitandi að Luigi væri í hælum hans. Hann þekkti húsin þarna eins og vasa sinn. Það voru allt þriggja til fjögra hæða hús, voru með flötum þökum og voru öll byggð utan um port eða bakgarða. Þetta hverfi var allt eins og refagreni. Hann hljóp hratt upp stiga og beið við dyr á efsta lofti. Hann heyrði að Luigi lædd- ist á eftir honum. Þá smeygði Enrico sér inn um dyrnar og náði því að klifra upp stiga, sem lá að þaklúgu. Hann hljóp léttilega yfir þakið, komst inn í skugga frá reykháfnum og beið þar. Hann sá að þakhlemmurinn opnaðist, mjög var- lega og Luigi teygði höfuðið upp, gáði vel í kringum sig, áður en hann skreið upp á þak- ið. Enrico ákvað að leika sér svolítið að hon- um. Hann hélt sig í skugganum, meðan hann læddizt yfir að þakinu á næsta húsi og stökk léttilega yfir múrbrúnina á milli húsanna. Þar flýtti hann sér líka bak við reykháfinn og beið. Hann brosti með sjálfum sér, þegar hann sá Luigi koma á eftir sér. Enrico notaði skuggana yfir þökunum, sem hann þekkti svo vel. Hann kom í ljós, þegar Luigi átti sízt von á honum og skauzt svo undan. Nokkrum sinnum stóð hann rétt hjá Luigi og heyrði að hann var orðinn and- stuttur. Hann yrði bráðlega uppgefinn og utan við sig. Þá ætlaði Enrico að skjóta sér niður um þaklúguna, meðan Luigi héldi áfram að elt- ast við skuggana ... Framhald í næsta blaði. 37. tbi. VIKAN 43

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.