Vikan


Vikan - 10.09.1970, Blaðsíða 34

Vikan - 10.09.1970, Blaðsíða 34
Otakmarkaðir tengimöguleikar við Soundmaster Stereo-viðtœkið SOUNDMASTER 50, sambyggt viðtæki með 6 byigjum og 2x25 watta stereo magnari. Finstilling á stuttbylgjurnar * RUMBLE og SCRATCH síur Innanhústal- kerfi (með magnara fyrir hljóðnema) * Tvöfalt kerfi: Hægt er að leika samtlmis útvarpið og plötuspilara eða segulband * Innbyggður formagnari O. fl. o. fl. * Tónsvið 20—20.000 HZ 2 db * Stórglæsilegt tæki. ÁRS ÁBYRGÐ GREIÐSLUSKILMÁLAR EINAR FARESTVEIT & CO. HF Bergstaðastræti 10 A Sími 16995 NORSK HÖNNUN NORSK GÆÐI BETRI HLJÓMBURÐUR ATHUGIÐ Ef þú ert að byggja eða þarft að bæta og jafnvel ef þú vilt breyta, þá teljum við það hagkvæmt að líta við hjá okkur, því að sjón er sögu ríkari gagnvart vöruúrvali. Gott verð. LITAVER PSÍSVEQ22-Z4 SIMAR: 30280-322GZ SIJ'O ÍRNÖSPfl^ % Hrútsmerkið (21. marz — 20. apríl): Frítími þinn verður fyrir nokkurri skerðingu sök- um veikinda starfsfélaga þinna. Þú færð í hendur verkefni þar sem þú lætur eiginhagsmunasjónarmið ráða um ákvarðanir þínar. Kvöldgöngur óæskilegar. wW Nautsmerkið (21. apríl — 21. maí): Þú færð fréttir í vikunni sem flestir aðrir en þú myndu leggja aðra merkingu í. Það er hætta á að þetta leiði til nokkurs misskiinings, en þú færð innan skamms uppreisn. Vertu varkár í viðskiptum. Tvíburamerkið (22. maí — 21. júní): Það verður mikið að gera hjá þér þessa viku og hætt við að þú sinnir ekki öllu sem skyldi, reyndu að láta það ganga fyrir sem nauðsynlegt er og láttu það skemmtilegra bíða. Ókunnugur tranar sér fram. Krabbamerkið (22. júnl — 23. júlí): Þú neyðist til að éta ofan í þig orð er þú viðhafðir um vissa hluti fyrir skömmu. Ef þú ert ekki með neina útúrdúra þarf þetta ekki að verða svo erfitt. Þú öfundar félaga þinn vegna góðrar aðstöðu hans. Ljónsmerkið (24. júlí — 23. ágúst): Fyrri hluti vikunnar hefur ekki upp á neitt sér- stakt að bjóða en líkur eru til að vikulokin færi þér verkefni sem þarfnast mikillar yfirlegu og vand- virkni. Laugardagurinn happasæll kvenfólki. kíf* Meyjarmerkið (24. ágúst — 23. september): Einhver óánægja ríkir í sambandi við ferðalag sem þú ferð í, líklega í sambandi við veður eða farkost. Félagar þínir verða mjög vel upplagðir og skemmti- legir; láttu allar hrakspár lönd og leið. Vogarmerkið (24. september — 23. október): Þú verður í góðu skapi og til í allt, enda hefurðu fengið óvenjugóð meðmæli frá persónu sem þú metur mikils. Þú verður að hagræða frítíma þínum dálítið til að allir geti notið réttar síns. Drekamerkið (24. október — 22. nóvember): Það verður fremur lítið um stjórnsemi á vinnustað þínum, yfirmenn þinir verða annaðhvort ekki við eða erlendis. Þú skalt nota tímann vel til að kynna þér gang ýmissa mála. Bogamannsmerkið (23. nóvember -- 21. des.): Einhverjum ákveðnum þætti í þínu daglega lífi lýk- ur.og þú tekur við nýjum verkefnum og gömlum. Þú átt mikið annríki framundan og munt una þér mjög vel við að koma í lag hlutum er aflagast hafa. £ Steingeitarmerkið (22. desember — 20. ianúar): Þú hefur mjög góða aðstoð sem stendur og skaltu nota hana miklu betur en þú gerir og beita stjórn- semi þinni. Þú ferð i ferðalag sem endar fyrr og öðruvísi en skyldi. en færir þér samt tilbreytingu. Vatnsberamerkið (21. janúar — 19. febrúar): Armæðuhjal ættingja þíns fer í taugarnar á þér, en ef þú vilt halda friðinn verðurðu að hlusta þolin- móður á. Þú færð ágæta hugmynd, sem margir munu verða aðnjótandi og þakklátir þér fyrir. Fiskamerkið (20. febrúar — 20. marz); Þú vinnur störf þín mjög vel og hefur ágæta fram- B komu, en það er eitthvað í fari þínu sem er óað- 1 laðandi og þú ættir að kappkosta að komast að því 1 sem fyrst hvað er. Einhver reynir að hlunnfara þig. ■ 34 VIKAN 37. tbi.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.