Vikan


Vikan - 10.09.1970, Blaðsíða 19

Vikan - 10.09.1970, Blaðsíða 19
þremur árum áður, og afla nýrra. Til þessa hlutskiptis valdist Ingvar Gíslason. Kom mjög á óvart, er framsóknar- menn á Akureyri tefldu fram svo ungum og óreyndum málsvara, og þótti sýnt, að naumast væri við miklu bú- izt. Ingvar lét sér hins veg- ar tækifærið vel líka og gekk vigreifur fram á orrustuvöll- inn. Jónas G. Rafnar har sig- ur af liólmi, kosinn af 1549 Akureyringum, en Ingvar Gíslason fékk 1327 atkvæði og sýnu fleiri en nolckur ann- ar framhjóðandi Framsókn- arflokksins hafði átt að' fagna i höfuðstað Norður- lands. Hann hreppti svo fjórða sætið á framboðslista flokks síns í Norðurlands- kjördæmi eystra um liaustið sama ár, en hlaut sæti á al- þingi sem varamaður 1961, er Garðar Halldórsson bóndi á Rifkelsstöðum í Evjafirði fram kenndi baiiameins. Ingvar valdist í þriðja sæti framboðslistans 1963 og varð fimmti þingmaður kjördæmisins. Hann hækk- aði ennþá i annað sæti list- ans 1967 og varð þá þriðji þingmaður Norðurlandskj ör- dæmis eystra. Virðist hann faslur í sessi og slaðráðinn að þoka livergi. Ingvar Gíslason telst sæmi- lega máli farinn, þó að hann vinni ekki sigra sína í orða- sennum. Hann er álieyrileg- ur, en dálítið einhæfur í mál- flutningi og beitir sjaldan skapsmunum, fer löngum troðnar slóðir, þegar hann setur fram skoðanir, en tínir dyggilega til lielztu rölcsemd- ir og forðast yfirleitt brígzl og öfgar. Áheyrendur gefa þó fremur gaum björtu yfir- bragði bans og drengilegri framgöngu en því, sem hon- um liggur á hjarta. Hins vegar má hann sín mun meira í umgengni við lcjós- endur en viðleitni sinni að telja þeim trú um hlutverk og úrræði Framsóknarflokks- ins. Óhreytt fólk lítur á hann sem jafningja og félaga. Það undrast heppni hans og vel- gengni, en öfundar hann varla. Leiðtogar Framsókn- arflokksins kunna vel að meta áhuga og lipurð Ingv- ars Gíslasonar og treysta honum gjarnan. Fær hann því iðulega vilja sinn í sam- skiptum við þá, enda þótt lionum sé áfátt um kapp og garpskap. Hann er pólitísk- ur atvinnumaður, sem strit- ar hlýðinn og auðsveipur fyrir mála sinum. Samt á Ingvar til sjálfstæði í við- horfi og afstöðu. Hann er frjálslyndur lýðræðissinni, er kýs gjarnan sér til lianda tildur og þægindi oddborgar- anna, harmar þvi i leynum hugans stjórnarandstöðu Framsóknai’flokksins og girnist völd lians og áhrif eins og þyrstur og göngu- móður eyðimerkurbúi græna vin með tærri lind undir skuggsælum pálmakrónum. Persónulega er Ingvar Gíslason vinsæll, enda geð- þekkur í kvnningu, alúðleg- ur í viðmóti, gi-eiðvikinn, ef hann á þess kost, og góður viðmælis. Hversdagslega er hann stilltur vel, en gerir sér stundum dagamun í vina- liópi og getur þá orðið hýr og reifur. Hann er sléttur ásýndum og fremur varla aðrar svipbreytingar en skipta litum. Eigi að siður er maðurinn viðkvæmur og skapríkur. Hann vill láta taka eftir sér og verða við óskum sínum. Þcss vegna leitar Iiann í fjölmenni. Met- orða er fremur von þar en í einrúmi, og þau nálgast Ingv- ar eins og flugan ljósið, þó að bann reyni að gæta hófs og hljóti oft að lúta að litlu. Framsóknarflokknum hef- ur að því leyti gefizt vel stækkun kjördæmanna, að honum nýtist mun betur fylgi sitt i þéttbýlinu. Þess vegna er til kominn verald- arframi Ingvars Gislasonar og bans líka. Hann gæti naumast farið með umboð veðurbitinna erfiðismanna í fámennu og afskekktu byggð- arlagi, þó að liann sé af slík- um kominn í ættir fram. Ingvar Gíslason telst fulltrúi þeirrar kynslóðar í Fram- sóknarflokknum, sem klifrar upp samfélagsstigann í hrað- saumuðum sparifötum. Lúpus. 37. tbi. VIKAN 19

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.