Vikan


Vikan - 10.09.1970, Blaðsíða 39

Vikan - 10.09.1970, Blaðsíða 39
Hljómplötu-gagnrýni Framhald af bls. 31 son, og er heldur leiðinlegur: „Komdu í kvöld til mín/ég kvelst af ást íil þín . . íslenzki hluti upptökunnar er ekki nema rétt sæmilegur. Júdas flytur lagið „Vonleysi" eftir Magnús Kjartansson, við texta eftir Þorstein Eggertsson. Þetta er fyrsta lag Magnúsar á plötu, og er ekki hægt að segja annað en að frumraunin hafi gefizt nokkuð vel. Texti Þorsteins er og nokkuð góður þó hann geti gert betur. Píanóleikur Magnúsar gengur í gegnum allt lagið, og er það góður píanóleikur, en önnur hljóð- færi komast ekki nægilega vel til skila,- á þetta sérlega við um gítarleik Vignis Bergmann og verður það að skrifast á upptöku, sem ekki er í neinum gæðaflokki. Magnús syngur sjálfur og er ekki hægt að kalla það annað en „maggi". „Til hafsins" nefnist einkaframlag Guðmundar Hauks á þessari plötu hressilegt sjómannalag við texta Omars Ragnarssonar. Upphaflega er þetta frá Ameríku og varð nokkuð vinsælt hér í flutningi Glens Campbell, sem kallaði það „Galverston". Undirleikur er erlendur. Guðmundur er nokkuð góður söngvari, en stendur sig ekki vel í þessu lagi: maður hef- ur það á tilfinningunni að hann loki aldrei almennilega munninum. Guð- mundur ræður sæmilega við lagið — en þekkir það tæplega nógu vel. Blues Company er einna þekktast fyrir sjónvarpsþætti sína, sem hafa verið nokkuð tíðir og flestir góðir. Lagið sem þeir flytja er eftir gítarleik- arann, Magnús Eiríksson, við texta trommuleikarans, Erlendar Svarvarssonar, og heitir hvorki meira né minna en „Tilbrigði um rafmagnsorgel no. 1". Það sem einkennir þetta lag er mjög slæm upptaka og slæmur söng- ur, en það er Erlendur sem syngur. Og þegar Magnús tekur undir með honum í millikafla verður satt að segja hörmulegt að hlusta á það. Lagið. sjálft er nokkuð gott blueslag í gegnum hvað flauta er nokkuð áberandi, svo og trompet. Yfirleitt er hljóðfæraleikur góður, en rennur töluvert í eitt. Texti Erlendar er nokkuð nothæfur og skemmtilegur á margan hátt en töluvert vantar upp á að hann sé réttur. Framlag Heiðursmanna sálugu er lag eftir Þóri Baldursson, við texta Þorsteins Eggertssonar, og ber það nafnið „Hamingjuást". Lagið er nokkuð gott og mjög dæmigert fyrir Þóri Baldursson, en einhverra hluta vegna minnir það mig á titillagið úr kvikmyndinni „Valley of the Dolls", þó svo að það sé ekki líkt því. Þórir syngur og gerir það vel, en hljóðfæraleikur Heiðursmanna er heldur slappur. Notið er aðstoðar blásara og strengja- sveitar, og gefur það laginu heilmikið, en það verður um leið dálítfð væmið. Flautuleikur er góður, en gítar er áberandi lítilfjörlegur. Text: er úr fjöldaframleiðslusafni Þorsteins Eggertssonar og upptaka er sæmileg. Það var bandaríski blökkusöngvarinn O.C. Smith sem gerði lagið „Hick- cry Hollers Tramp" vinsælt á sínum tíma, og því er það hæpin ráðstöfun að setja það á íslenzkan markað nú, en það er einmitt lagið sem Jónas R. Jónsson, fyrrverandi söngvari Náttúru syngur á þessari plötu, við íslenzkan texta Birgis Marinóssonar. Heitir lagið „Kantu aS læSast", og er textinn með þeim lélegri á plötunni. Jónas er ýmist að segja frá eða að tala við sjálfan sig — eða þá píuna sem sagan fjailar um. Hugmyndin sem liggur á bak við textann er ekki vitlaus, en illa farið með hana. Sérstök rödd Jónasar nýtur sín vel við brezkan undirleik, en ég hef trú á að Jónas geti gert betur enda hefur hann oft sýnt það. Kvennaraddir sem aðstoða Jónas njóta sín sömuleiðis vel, og er það tjón að við getum ekki átt von á fleiri hljómplötum með Jónasi. B-hlið plötunnar hefst á laginu „Þú gafst mér svo mikla gleði", og er það flutt af Dúmbó & Guðmundi Hauki. Lag þetta er upprunnið frá banda- rísku hljómsveitinni „Blood, Sweat and Tears", og hét þá „You make me so very happy". Textann gerði Ómar Ragnarsson, og er hann vel þokka- legur. I þessu lagi nær Guðmundur Haukur sér mun betur upp en í laginu sem hann söng hinum megin, enda meira við hans hæfi. Hann hefur góða rödd sem fellur vel í jazz-rokkið, og syngur þetta lag af heilmikilli til- finningu. Hljóðfæraleikur er lipur, en það sundurslitinn að hljómsveitin hættir þrisvar sinnum við lagið! Upptaka er annars nokkuð góð. Engilbert Jensen syngur lagið „Heimurinn okkar" (Witchita Lineman), við undirleik brezkrar stúdíóhljómsveitar. Á þessari plötu er Engilbert bezti söngvarinn, og honum hefur farið stórlega fram síðan hann söng með Hljómum í eina (eða tvenna) tíð. Röddin hefur þroskast og dýpkað og hann hefur mjög gott vald á laginu og sjálfum sér. Texti, sem er einn sá bezti á plötunni, er eftir Jóhönnu Erlingsson, og hún spyr, án þess nokkurntíma að reyna að svar: „Hvenær fáum við huggað/þá er höfum við sært?" „Ást við fyrstu sýn" heitir lagið sem Bjarki Tryggvason syngur flámæltur. Það er auðheyrilegt að þetta hefur verið tekið upp í flýti, en undirleikur er erlendur. Bjarki getur gert margfalt betri hluti, og ég skil eiginlega ekkert í honum að láta þetta fara svona frá sér. Textinn er eftir Magnús Benediktsson og íjallar um þetta sígilda efni sem er allt í nafninu, en i textanum kemur fyrir þessi setning: „Er ég leit á þig, þá leizt þú á mig . . ." Upptaka er þolanleg. Það er langt síðan hefur heyrzt frá Pónik og Einari Júlíussyni, en á plöt- Lftið á eigln BARNI, , karl- mennimir! ■ V ___J ÞER ÞURFIÐ EKKI AÐ HAFA SLOPP BRJOST — NOTIÐ ARO-LADY. Hafid þér áhyggjur af lögun og stærð brjóstanna? ARO-LADY gefur yður fullkomin brjóst, brjóst sem yður hefir lengi dreymt um. ARO-LADY er svissneskt áhald, sem með djúpvirkum trtringi hefír áhrtf á iíkamsstarfsemina og styrkir vöðvana. Þér finnið mun eftir tveggja vikna notkun. Látið sannfærast — reyniÖ ARO-LADY strax. Þúsundir kvenna um allan heim ber* þess vott að ARO-LADY gefur góðan árangur. Notið það reglulega l 10—15 mínútur á dag. Hættið tímafrekum æfing- um, slakíð á í góðum stól og látið ARCÍ-LADY fegra barminn. ARO-LADY ER SÉRSTAKLEGA ÁHRIFAMIKIÐ EFTIR FÆÐINGAR OG BRJÓSTAGJÖF. - ATH.: TÆKI ,FYR*R VENJULEGT NUDD FYLGIR. AUKA- ÁHÖLD ÓKEYPIS. ARO-LADY kostar aðeins 140.00 norskar krónur -f burðargjald, með af- borgunum eða staðgreitt. 2 ára ábyrgð. Þagmælsku heitið. YÐAR TRYGGING! RÉTTUR TIL AÐ SKILA TÆKINU INNAN 30 DAGA. PantiS í dag eða biðjið um nánari upplýsingar. IMPORT CO. A/S, Boks 48, Bestun, Oslo Sendið mér sem fyrst stk . : ARO-LADY ineð 30 NAFN ........... daga skilarétti. (Full endurgreiðsla) ................. □ Greiði við móttöku n.kr. 140-oo-r burðargjald. Q Óska cftir upplýsingum. HEIMILISFANG Z. Þér getift greitt i eigin inynt, pósthúsið rciknar npphæðina fyrir yður. unni flytja þeir félagar lagið „Mundu þá mig", sem er raunar gamla, góða lagið „Let it be me". Njóta þeir aðstoðar strengja- og blásturshljóðfæra, sem er vel, því hljóðfæraleikur stendur tæplega fyrir s(nu. Einar er góður söngvari og gerir þessu fallega lagi ágætis skil, en textinn, sem er fullur af rómantík og söknuði er eftir Omar Ragnarsson. Upptaka er nokkuð góð. Þeir eru ekki margir sem hafa staðið jafn lengi í eldlínunni og Rúnar Júlíusson, bassaleikari Trúbrots. Hér syngur hann,, við erlendan undirleik, lagið „Takmörk", við texta sem hann gerði sjálfur í félagi við Þorstein Eggertsson. Þetta er eini textinn sem varpar fram ákveðinni skoðun og þetta er innsta sannfæring Rúnars: „Nágranninn reynir að slá þér/við með sitt hús aða bifreiðalús/Já, frelsið er lakmarkað hjá þér . . ." Persónulega er ég Rúnari algjörlega sammála. Hann hefur aldrei haft svo gott vald á röddinni og viðfangsefni sínu sem í þessu lagi, sem er nokkuð gott og „commercial", og mér segir svo hugur um að það sé Gunnar Þórðarson sem syngur með honum á kafla. Upptaka er góð. Fá lög hafa notið jafn mikillar alþjóðlegrar hylli og lag Bobby Hebb's, ,Sonny", en á þessari plötu er það flutt af íslenzkum hljóðfæraleikurum, sem kallast einu nafni Super Session. Fara þarna saman blásarar, orgel og þessi „klassísku" popphljóðfæri, og er ekki hægt að segja annað en að útkoman sé mjög góð. Lagið er „jazzað" á skemmtilegan hátt, og sú spurning leitar á mann hvort ekki hefði verið hægt að nota þessa frábæru hljóðfæraleikara meira í stað þess að notast við erlent undirspil. Ein ástæðan fyrir því að það hefur ekki verið gert er vafalaust kostnað- arhliðin, og því er maður nauðbeygður til að fallast á það fyrirkomulag sem haft er. Samt er fyllsta ástæða til að endurtaka hamingjuóskir til Tónaútgáf- unnar, og ekki síður til Baldvins Halldórssonar, sem vann einstaklega fallegt umslag, en Baldvin þessi er bróðir Björgvins (þó það eigi ef til vill að vera leyndarmál), Oo platan er þess virði að eiga hana. óvald. 37. tbi. VIKAN 39

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.