Vikan


Vikan - 10.09.1970, Blaðsíða 18

Vikan - 10.09.1970, Blaðsíða 18
EFTIR LUPUS ■nn iinsii Áhrifa samvinnuhreyfing- arinnar hefur vist hvergi gælt meira hérlendis síðustu háifa öld en á 'Akureyri. Framsóknarmenn hafa og mátt sín mikils þar allan þann tíma, en þó jafnan far- ið lialloka í alþingiskosning- um, þrátt fyrir drjúga við- leilni málsvara á borð við Vilhjálm Þór, Þorstein M. Jónsson og Kristin Guð- mundsson. Þeim virtist gcf- ast allt, sem þeir kepptu að í höfuðstað Norðurlands, nema þirigmennskan. Séra Bjarni Jónsson vigslubiskup undraðist einhverju sinni, að Matthíasarkirkja á Akureyri skyldi hafa sloppið við KEA- merkið, sem lionum fannst alls staðar fyrir sér. Furðu- legra er þó, livað Akureyri komst oft hjá ]>ví að senda framsóknarmann á þing i keppni við jafn hæglála og svipdaufa andstæðinga og Guðbrand ísberg, Sigurð E. Hlíðar og Jónas G. Rafnar. Samt á Framsóknarflokkur- inn slíkt fvlgi í kaupstaðnum prúða við Eyjafjörð, að Ingv- ar Gíslason tókst þar allt i einu liátt á loft eins og bolti í höndum leikglaðra barna. Ingvar Gíslason fæddist 28. marz 1926 í Neskaupstað, sonur Gísla Kristjánssonar útgerðarmarins þar en síðar á Akureyri og í IJafnarfirði og konu hans, Fannýjar Ingv- arsdóttur. Ingvar varð stúd- ent á Akureyri 1947. Hugðist hann í fyrstu nema norræn fræði við Háskóla íslands og sat í þeirri deild einn vetur. Hinn næsta var hann við há- skólanám í Leeds á Englandi, en hvarf svo heim aftur, hóf að lesa lög við Háskóla Is- lands og lauk lögfræðiprófi 1956. Hann stundaði nokkuð blaðamennsku og ritstjórn á háskólaárunuin, en gerðist að loknu prófi fulltrúi í fjár- málaráðuneytinu i húsbónda- tíð Eysteins Jónssonar. Tngv- ar undi þar þó aðeins nokkra mánuði og réðst skrifstofu- stjóri Framsóknarflokksins á Akureyri 1957. Hefur liann síðan haft bólfestu í höfuð- slað Norðurlands og einkum slarfað að stjórnmálum, en eittlivað fengizt og við lög- fræði, kennslu og ritstörf i hjáverkum. Sögn er, að Ingvar Gisla- son og Jón Skaftason hafi á menntaskólaárum sínum iliugað og skeggrætt, livort þeir ættu fremur að freista gæfunnar í Fi’amsóknar- floklcnum en Sjálfstæðis- flokknum, en látið hlutkesti ráða og lent þannig í Fram- sóknai’flokknum. Þelta mun þó aðeins íslenzk fyndni. Ingvar Gíslason á ekki langt að sækja pólitískar skoðan- ir. Afi hans. Ingvar Pálma- son, var þingmaður Sunn- mýlinga nær tuttugu ár og mektarbokki í Framsóknar- flokknum, en dóttursonurinn ber nafn hans og leggur mik- ið upp úr þeirri fi-ændsemi. Ingvar Gíslason lét sig stjórn- mál æi’ið skipta jafnframt háskólanáminu og átti sæti í stjóm Félags ungra fram- sóknai’manna í Reykjavílc 1956—1957. Var hann fús til liðveizlu, er lionum bauðst erindrelcstur á vegum Fram- sóknarflokksins norður á Akureyi’i og von um póli- tíska atvinnumennsku. Þó hefur hann varla grunað, að hans biði að reyna að afla sér þess frama, senx Vil- hjálmur Þór, Þorsteinn M. Jónsson og Ivristinn Guð- mundsson fóru á mis. Sú varð samt raunin, og kjör- dæmabi’eytingin haustið 1959 reyndist Framsóknarflokkn- um mun skár en foringjar hans ætluðu eða létu í veðri vaka. Hún kom Ingvari Gíslasyni á framfæri, en með aðdraganda, sem þótti vissu- lega fréttnæmur. Hræðsluhandalag Alþýðu- flokksins og Framsóknar- flokksins í alþingiskosning- unum 1956 skaut sjálfstæðis- mönnum á Akureyri skelk i hi’ingu, þar eð Friðjón Skarp- héðinsson felldi Jónas G. Rafnar frá þingmennsku, en aðeins með sautján atkvæða mun. Sú hætta var liðin hjá við fyrri kosningarnar 1959 og Jónas fyrirfi’am öruggur um sigur. Framsóknarmenn voru liins vegar i vanda staddir. Þá vantaði fram- bjóðanda til ]xess að endur- heimta atkvæðin, sem höfðu verið lánuð Alþýðuflokknum 18 VIKAN 37. tbi.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.