Vikan


Vikan - 10.09.1970, Síða 7

Vikan - 10.09.1970, Síða 7
Nú eru góð ráð dýr. Kannski fóstra þínum sé svo farið, líkt og mörgum öðrum reykingamönn- um, að hann eigi mjög erfitt með að vera án tóbaksins. Hann lítur efalaust svo á að hann eigi ský- lausan rétt á að reykja sígarett- ur, sem hann kaupir fyrir eigin peninga, að minnsta kosti í eig- in húsum. Og auðvitað hefur hann rétt á að horfa á sjónvarp- ið eins og þú. Gætirðu ekki reynt að fá að horfa á sakamálamynd- imar hjá einhverjum kunningja þínum, ef fóstri þinn er ófáan- legur til að koma til móts við þig, hversu vel sem þú ferð að houm? Jú, sígarettureykingar eru skaðlegar, mikil ósköp, og taldar valda krabbameini og mörgu öðru slæmu. Grein um skaðsemd þessarar nautnar birtist í Vik- unni, 14. tbl. þessa árangs. Hins vegar er þeim, sem ekki ryekja, varla neinn voði búinn að völd- um sígarettureyks sem aðrir blása út úr sér, þótt mörgrum þeirra geðjist illa að lyktinni og þeirri breytingu á loftslagi í hús- næðinu, sem reykingum fylgir. Skriftin er skýr en dálítið við- vaningsleg ennþá. En hún er of ómótuð til að rétt sé að reyna að lesa nokkuð ákveðið út úr henni. Þessi einhliSa ungdómsdýrkun Kæra Vika! Mér líkar ljómandi vel við þig. Þú hefur alltaf svo margt að segja. Mér fannst skoðanakönnunin hjá unga fólkinu athyglisverð og fróðleg. Þú ættir að gera slíka könnun meðal fleiri aldurs- flokka, hjá fólki frá tuttugu og tveggja ára og eins hátt upp eft- ir og hægt er. Það hafa fleiri skoðanir en unglingarnir, hvað sem D.Þ. segir. Þessi einhliða ungdómsdýrkun, sem nú tíðkast, verður leiðinleg til lengdar. Það er ágætt að ungt fólk deilir á lífskjarakapphlaupið. En það er líka ósköp auðvelt að segja að peningar skipti engu máli, þegar pabbi og mamma sjá manni fyr- ir öllum þörfum og vel það. Eða gera gys að frystikistum og þvottavélum, ef maður hefur al- drei þurft að borða úldinn og myglaðan mat, eða standa tím- unum saman við þvottabaia með auman hrygg og sárar hendur. Stundum hefur eldra fólkið ' áhyggjur af því, að unga fólkið hugsi aðeins um peninga og vilji bara „hafa það gott.“ Hvorki ungir né gamlir virðast vera for- dómalausir í hvors annars garð. Samt held ég, að innst inni þrái allir það sama. Frið á jörðu og frið í sálinni. Eða er það annars ekki? Manneskjan er undarleg skepna, eirðarlaus og uppstökk, vill bæði halda og sleppa. Það getur enginn ráðið lífsgátuna fyrir aðra, hver og einn verður að glima við hana sjálfur. Nei, nú var ég nærri farinn að hugsa í alvöru og þá heldur fólk alltaf að maður sé bilaður. Lestu eitt- hvað úr skriftinni? Með ástarkveðju. Halla. Sú hugmynd að Vikan Iáti fara l'ram skoðanakönnun meðal full- orðnari aldursflokkanna er vel þess virði að hún sé tekin til at- hugunar. Auðvitað hafa þeir fullorðnu líka skoðanir, enda hefur dþ varla þvertekið fyrir það, þótt hann hrósaði ungling- unum eitthvað fyrir þeirra mein- ingar. Skriftin ber einna helzt vott um dugnað og raunsæi. Bjöggi Mig langar til að spyrja þig hvar Björgvin Halldórsson á heima, hvenær hann á afmæli og hvað hann er gamall. Ég hef al- drei skrifað þér áður, og vona að ég fái svar i næsta blaði. - Vikan er mjög gott blað. Bless, elsku Póstur. Björgvin Halldórsson á heima á Álfaskeiði 36, Hafnarfirði, og er fæddur í apríl 1951. Því miður tókst okkur ekki að grafa upp hver afmælisdagurinn er, en við- tal við Björgvin er í þætt- inum „Heyra má“ í þessu tölu- blaði, og er trúlegt að þar komi fram sitthvað um manninn sem þér kann að þ.vkja forvitnilegt. Ljónið Kæri Póstur! Ég er ein af þeim mörgu sem fylgzt hafa með brennandi áhuga með öllu því sem skrifað hefur verið í Vikuna um stjörnumerk- in. Mig langar til að biðja þig að gefa mér upp helztu einkenni fólks sem fætt er í ljónsmerkinu. Og hvernig á það saman við fólk í vatnsberanum. Ein í ljóninu. Greinaflokkur um stjönuimerk- in birtist í Vikunni ekki alls fyr- ir löngu. Hvað ljónið snertir er það lielzt að segja að það er eld- merki, og fólk í því er stolt, kjarkmikið og metnaðargjarnt, eins og dýrið' sem merkið er kennt við. Það verður stundum hrokafullt, drottnunargjarnt og gefið fyrir pr.iál. Líkamlega séð er það yfirleitt kraftmikið, en talið er að því sé tiltölulega hætt við hiartasiúkdómum. — Ljónið og vatnsberinn eru andstæður í flestu; ljónið er heldur eigin- gjarnt, en vatnsberinn fórnfús. Þeim kemur því sjaldnast vel saman nema því aðeins að vatns- berinn láti í einu og öllu að vilja ljónsins. Winther bríhiíl fást í þrem stærSum. Einnig reiShjól í öllum stærSum. flllup skólafatnaOup á drenoi oo unolinoa HERRADEILD - SÍMI 23349 37. tw. VIKAN 7

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.