Vikan


Vikan - 10.09.1970, Blaðsíða 12

Vikan - 10.09.1970, Blaðsíða 12
öskri og Frankeusteingrímu fyrir andlitinu. Hún grét og liljóðaði i heilan klukkutíma, áður en honum tókst að róa hana. Þelta sannfærði hann, imn passaði vel í hlutverkið, sem hann ætlaði henni i kvikmyndinni. Sharon liafði aldrei liitt nokkurn mann honum líkan. Hann var gáfaður, sjálfsöruggur, vissi allt um hluti, sem hún liafði aldrei lieyrt nefnda, liann vissi allt um réttu vínmerk- in, réttu staðina til skíðaiðkana, réltu samtalsefnin, og inn- an tíðar flutti hún heirn til hans. Hún sagði. — Ilverju máli skiptir livort við erum gift eða ekki? Það er aðeins pappírs- sneplar og spurning um framfærslukostnað. Þau gengu samt í hjónaband 20. janúar 1968. Hún var í hvitum mini-kjól ep liann í fötum með sniði frá timum Edwards VII. Þetta virtist vera ágætis hjónaband. Hann liafði yndi af því að tala, hún af þvi að hlusta. En hún varð að venja sig \ið að Polanski var ekki skapaður til að lifa kyrrlátu heim- ilislífi. Hann átti það til að hringja lil vina sinna og segja grátandi frá því að nú væri liann með annarri konu. En hún vildi ekki skilja við hann. Ilún vissi nefnilega að þrátt fyrir allt, elskaði hanji hana eina. En það hreytti lifi þeirra, þegar hún varð bamshafandi. Jerzy Kosinsky, pólskur rithöfundur, sem upplifði hörmung- ar stríðsáranna með Polanski og nú er líka fluttur til Ame- ríku, segir: — Ég varð ekkert undrandi þegar ég heyrði að Polanski ætlaði að kvænast Sharon, en ég varð mjög undr- andi þegar ég heyrði að Polanski væri að verða faðir. Menn með okkar uppeldi eru venjulega mjög hræddir við að gei-a áætlanir fram i tímann. 8. ágúst hafði Sharon verið þrjár vikur á heimili sínu í Ilollywood, eftir að hún lauk við kvikmyndaleikinn í Lond- on, en Polanski varð eftir í Evrópu. Hann álli að taka á móti þau við í síma og hann lofaði að vera lcominn heim fyrir afmælisdaginn sinn, sem var tíu dögum siðar. Eiginlega ætlaði Sharon ekki að vera heima þennan föstu- dag. Hún liafði verið boðin á frumsýningu í Las Vegas, sem átli að fara fram 7. ágúst og hún ætlaði að vera um kyrrt þar um helgina. En hún afþakkaði þetta boð á síðustu stundu. Henni var ekkert um það að fara flugleiðis, svona langt kom- in á leið. Þess i stað bauð hún til sín tólf rnanns í hóf, sem hún ætlaði að halda á föstudagskvlödið. En þegar líða tók á dag- inn, fann hún að hún hafði ekki þrek til að hafa svo marga gesti, svo hún hringdi og bað þetta fólk um að koma ekki. Ef orðið hefði að þessu samkvæmi, hefði þessi hræðilegi glæpur líklega aldrei verið framinn. Það hefði kannske getað afstýrt ef fleira fólk hefði verið þarna statt. Ef Jerzy Kosinsky hefði komið, eins og til stóð. Hann ætlaði að koma fljúgandi frá París þennan dag, en fyrir einhver mistök, var farangur hans sendur til New York, svo hann ákvað að fara þangað og vera þar í nokkra daga. En það voru þrjár manneskjur hjá Sliaron þennan ör- lagarika föstudag. Voityck Frykowski, vinur Polanskis frá Póllandi og vinkona hans, Gibby Folger. Sömuleiðis náinn vinur Sharon, Jay Sebring. Svo var þarna líka þjónustu- stúlka, Winifred Chapman, sem ekki hjó í húsinu, fór heim til sin á kvöldin. Og í litlum kofa í hinum enda trjágarðsins, sat garðyrkjumaðurinn William Garretson og hlustaði á seg- ulband, svo hann vissi ekkert um það sem var að ske. Þarna voru sem sagt þrír gestir, sem fylgdu húsmóðurinni inn í þennan óhugnanlega og tilgangslausa dauða. Hinn 37 ára gamli Voityck Frykowski, sem hafði búið i Ameriku i tvö ár, var mjög furðulegur maður. Ilann keypti fíknilyf, miklu meira magn en liann þurfti sjálfur á að halda. Þegar lögreglan leitaði í húsinu, daginn eftir morðin, 12 VIKAN 37. tbi.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.