Vikan


Vikan - 10.09.1970, Blaðsíða 6

Vikan - 10.09.1970, Blaðsíða 6
NÝTT FRÁ DU PONT Með nýja „RALLY"*bílabóninu frá Du Pont má bóna bílinn á aðeins ODPLÖKO 1/2 klst. Reynið„RALLY"*strax í dag. SSo'78 • skrásett vörumerki Du Pont SÁ BEZTI REYNIÐ RUSKOLINE KRYDDRASP FÆST I NÆSTU MATVORUVERZLUN. HEILDSÖLUBIRGÐIR: JOHN LINDSAY H.F. SÍMI 26400 GARÐASTRÆTI 38, R. Gular tennur Sauðárkróki, 12. ágúst 1970. Kæri Póstur! Ég hef ekki skrifað þér áður, en ég les alltaf Vikuna og mér finnst hún mjög skemmtileg. — Jæja, það er þannig mál með vexti að ég er með svo gular tennur. Það er sama hvað ég tannbursta mig oft og hvaða tannkrem ég nota. Eg var hjá tannlækni í vetur og hann var alltaf að rífast í mér út af þessu, en ég get ekkert að þessu gert. Góði Póstur, segðu mér nú hvað ég á að gera, og ekki láta bréfið mitt lenda í ruslafötunni. Bið að heilsa Stínu og Stjána. Með fyrirfram þökk fyrir birt- inguna. G.B. P.S. Hvernig er stafsetningin og er skriftin ekki alveg ólæsi- leg? Hér á víst Við málshátturinn um að góð ráð séu dýr, úr því að þú varst hjá tannlækni og hann gat ekkert við þessu gert, því að væntanlega hefurðu spurt hann ráða gegn tanngulunni. Annars böfum v*ð heyrt fróðar mann- eskiur um heilbrigðismál halda b'ú fram að pnlur litur á tönnum væri oft merki þess að tennurn- ar væru sterkar. En skiljanlegt er að þér finnist þetta leiðinlegt, ef mjli liturinn er mjög áber- andi. Þú ættir að halda áfram að nauða á tannlæknastéttinni; það er aldrei að vita nema hún detti bá fyrr eða síðar niður á eitt- hvað ráð sem hjálpar. Bréfið er ekki villulaust og skriftin viðvaningsleg, en mjög skýr og vel læsileg. Hvernig eiga tvær iómfrúr saman Kæri Póstur! Eg hef aldrei skrifað þér áð- ur, en ætla loksins að láta verða af því. Mie langar mikið til þess að vita hvernig meyjan og meyj- an eiga saman. Með fyrirfram þökk. Ein í meyjunni. P.S. Hvernig er skriftin, hvað getur þú lesið úr henni? Fólki í jómfrúarmerkinu hættir til að vera dálítið smámunasamt og gjarnt á nöldur, og það getur valdið deilum og fjandskap í nánum félagsskap þess á meðal. Þó eiga tvær jómfrúr yfirleitt vel saman; hjónabönd og önnur sambönd þeirra á milli eru yfir- leitt endingargóð, enda láta jóm- frúr sjaldan duttlunga og hug- hrif hlaupa með sig í gönur. Hvað á ég að gera Elsku Póstur minn! Nú er ég í vanda stödd og ætla að biðja þig um gott ráð. Eg var með strák en asnaðist til að segja honum upp. En nú hef ég uppgötvað það að ég elska hann enn. En hann er nú með annarri stelpu. Viltu nú segja mér hvort ég á að halda í hann eða sleppa honum. Svaraðu mér nú skýrt og skilmerkilega. Með fyrirfram þökk fyrir góð svör. Heiðrún. P.S. Hvernig er skriftin og stafsetningin? Halda í hann? Varstu ekki að segja að þú hefðir sagt honum unn? Maður heldu*- ekki í það sem maður hefur sleppt tangar- haldi á, mín kæra. En kannski áttu við hvort þú eigir að reyna að krækja í hann aftur. Nú, ef bi«- langar í hann, eins og þú segir, þá því ekki það? Þú hefur samt sem áður alltaf þá leið opna að segja honum upp aftur, ef þér skyldi snúast hugur enn á ný. Skriftin er nokkuð skýr. en ekki mjög snotur. Stafsetningin er í lagi. Reykineavandamál Kæri Póstur! Ég ætla að biðja þig að ráða fram úr vandamáli mínu. Mér þykir gaman að horfa á sjón- varpið, einkum sakamálamynd- ir, og honum fóstra mínum líka. En sá er gallinn að hann reykir svo mikið að ég þoli ekki við í stofunni og má þó varla missa af góðum myndum í sjónvarp- inu. Ég get fært mig úr stofunni í innri stofuna en mér finnst það of langt og auk þess kemur síga- rettureykurinn inn þangað. Það þvðir lítið að biðja fóstra minn að hætta á meðan sjónvarpið er. 1. Hvað á ég að gera til þess að fá að horfa á sjónvarpið án þess að þurfa að anda um leið sigarettureyknum ofan í mig? 2. Er sígarettureykur ekki skaðlegur og á hvern hátt? P.S. Hvernig er skriftin miðað við fermingaraldur, og hvað lestu úr henni? Einn í vanda. (i VIKAN 37- tbi.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.