Vikan


Vikan - 10.09.1970, Blaðsíða 22

Vikan - 10.09.1970, Blaðsíða 22
Næsta morgun sagði ég frú Mede að ég yrði kyrr. — Þér eruð hugrökk, sagði hún einfaldlega. —- Eiginlega ekki. En ég vil ekki gefast upp. — Savalle er hættuleg, — gleymið því aldrei, sagði frú Mede með ákafa. Þegar ég var úti að verzla hitti ég Tessu. — Hvernig líður þér? spurði hún. — Mikið betur. Sagði Liam þér frá því sem skeði á High Trees? Hún kinkaði kolli. — Þetta er ótrúlegt, þetta er morðtilraun. Ef til vill hefur þetta verið brjálæðiskast. Það er ekki hægt að treysta Savalle. É'g veit að Roake læknir var mjög feginn að losna við hana sem sjúkling. Það er ekki eingöngu að hún er á góðri leið með að verða drykkjusjúklingur. Tessa þagði. — Hún er ekki lengur í sjúkl- ingahópi Roakes, svo það gerir ekkert til nú þótt ég segi þér þetta. Roake læknir talaði um þetta við Nicholas og sagði honum að Savalle þyrfti að fara í afvötnun, vegna þess að hún væri orðin drykkjusjúklingur. Hann sagðist hafa komið henni inn á hjúkrunarheimili í Lond- on, en hún strauk þaðan daginn eftir og að hann gæti ekki feng ið hana til að leita læknis. En það er ekki eingöngu drykkju- skapurinn, sagði Roake læknir, hún vildi láta hann skaffa sér Hve lengi gat þetta gengið svona? Savalle varff stöðugt hættulegri, - það voru ekki takmörk fyrir því sem hún fann upp á. Og ef hún mætti ásökunum, setti hún upp sakleysissvip, eins og skilningsvana barn, neitaði öllu ... SJÖUNDI HLUTI eiturlyf.en hann neitaði því. ... — Savalle — eiturlyfjaneyt- andi? sagði ég undrandi. Ég hefði auðvitað átt að vita það fyrir löngu. Stóru sjáöldrin, eirðarleysið — og svo tímabilin, sem hún lokaði sig inni og drakk, líklega til að komast yfir von- leysið eftir eiturlyfjaneyzluna. — En ef hún nær ekki í eitur- lyfin, hvað þá? sagði ég. — Hún nær í þau, einhvers staðar frá, Savalle er alveg á barmi glötunar. En hvað getur hún eyðilagt margt fólk áður? Liam er mjög áhyggjufullur út af þér, honum finnst þú eigir að fara frá High Trees. Ég kom við hjá Liam á leið- inni heim. Hann sýndi mér leir- krús, sem hann var búinn að gera handa mér, alveg eins og þá, sem Savalle braut. — Þú getur drukkið kaffi úr henni hér, sagði hann. — Hvern- ig líður þér í dag? — Þetta var eins konar mar- tröð, viðurkenndi ég. Hann studdi sig við vinnu- borðið og hristi höfuðið. -—- Já, Savalle er lúmsk. Hún vill eyði- leggja fólk, hún vill hafa vald til að gera það sem henni sýnist. Hún hefur aldrei fyrirgefið Ni- cholas að hann lætur ekki að stjórn hennar! - - Þú varst ástfanginn af henni einu sinni, var það ekki? Já, ég var það. Þó nokkuð lengi, jafnvel eftir að hún var trúlofuð Nicholas. Þá fór ég að komast að einu og öðru. Hún hló upp í andlitið á mér, þegar ég sagði að mér fyndist það glæp- samlegt af henni að giftast Ni- cholas, og hún hefur fengið hefnd. Rétt eftir að þau voru gift, sagði Savalle honum að ég væri ennþá ástfanginn af henni, og að hún hefði ekki frið fyrir mér .. Nicholas trúði henni auðvitað, — lengi. Þangað til hann fór líka að sjá í gegnum hana. En skaðinn var skeður. Það hefur tekið okkur Nicholas langan tíma að vinna traust hvors annars aftur. Ég vissi hvað Savalle hafði á prjónunum á næstunni. Hvenær sem tækifæri gafst reyndi hún að koma því að að eitthvert sam- band væri milli mín og Nichol- as og breiddi það út eftir beztu getu. É'g varð vör við það hvar sem ég kom. Ef ég kom í bank- ann eða á pósthúsið, horfði fólk forvitnislega á mig. Enginn sagði neitt, en ég fann að allt þetta fólk vorkenndi vesalings ungu læknisfrúnni. Ég fór að finna Stuart á skrif- stofu hans. Hann sat þar einn, með haug af bréfum fyrir fram- an sig og hann spratt upp, þeg- ar ég kom inn. —- Góða Serena! Mér þykir leitt að ég hef ekki hitt þig und- anfarið eða haft samband við þig! Þessi orð voru ekki einlæg. Ég sneri mér beint að erindinu, ég gat ekki verið með kurteisis- formála. — Þú varst hjá Savalle eina nótt fyrir stuttu! — Ég! Hann var greinilega á verði. — Þér skjátlast. — Nei, Stuart. Ég heyrði rödd þína greinilega. Þú hittir hana eins oft og þú getur komið því við. — Og hvað um það? Hann var hrokafullur á svipinn. — Hún er eiginkona Nicholas Mede. — Já, vesalingurinn! Hann fleygði pennanum á borðið. — Hún er gift manni, sem tekur ekki minnsta tillit til hennar. En hann ber þinn hag fyrir brjósti, það er greinilegt! —- Þú hefur fengið nákvæmar upplýsingar! sagði ég, fokvond. —■ Savalle hugsar ekki um ann- að en lygar og svik, hún er for- skrúfuð, — sjúk. .. .! Ég sagði honum hvernig hún hefði reynt að drekkja mér, en hann tók ekkert mark á mér. — Þetta er hættuleg ásökun, Serena! Það hefur einhver ætlað að spauga með þig og þú hefur haldið að það væri Savalle! sagði hann. — Nei, ég er alveg viss . . . hann tók fram í fyrir mér. — Serena, ég hef mjög mikið að gera. Getum við ekki talað um þetta síðar? Ég vissi að ég hafði engu áorkað. — Það verður ekkert síðar milli mín og þín, Stuart. Við höfum ekkert sameiginlegt, að minnsta kosti ekki meðan þú ert alveg á valdi Savalle. Stuart fylgdi mér að dyrun- um. — Þú hatar Savalle, sagði hann biturlega, — hatar hana vegna þess að hún veit um sam- bandið milli þín og Nicholas Mede. — Það er ekkert að vita á því sviði. Ef þú hefðir einhvern tíma verið raunverulega hrifinn af mér, myndir þú trúa mér núna, sagði ég. — En þú vilt fá Sa- valle, er það ekki rétt? Hann svaraði ekki. Mér þykir alltaf gott að fá mér hressingargöngu, áður en ég fer að sofa, sérstaklega á sumr- in. Ég var að koma heim eftir slíka göngu, þegar ég sá ljós- merki úr glugga Savalle. Hún kveikti tvisvar á vasaljósi og á næsta augnabliki sá ég svar- merki frá bryggju Joels Weir. Það var greinilegt að Savalle var að gefa honum merki um að honum væri óhætt að koma. Ég faldi mig á veröndinni — og mikið rétt, hann kom gegnum dyrnar á múrnum og laumaðist upp bakdyramegin. Ég hugsaði um þetta afskekkta herbergi, — stóra rúmið. É'g mundi eftir kitl- andi hlátri Stuarts — og mér bauð við henni. Eftir þetta fór ég að vera á verði. Ég sá merkin oftar og það brást ekki, Joel kom. Nicholas varð að fara aftur til London og frú Mede fór með honum, til að heimsækja kunn- ingja sína. Ég gat ekki verið ein á High Trees með Savalle, svo það varð úr að ég átti að búa hjá Tessu, þessa daga, sem þau voru fjarverandi. Eitt kvöldið ákvað ég að skreppa til High Trees, til að sækja ýmislegt, sem mig vant- aði. Frú Danby var farin. Sa- valle hafði orðið næstum óð, daginn sem hún fór; öskraði framan í Nicholas. En síðan þau fóru til London, hafði ég ekkert séð til Savalle. Lucinda var í afmælisboði og þegar ég var að leggja af stað kom Tessa inn til mín og var mikið niðri fyrir. — Ég hringdi til frú Mercer, sagði hún, — og hún sagði mér að öll börnin væru farin fyrir góðri stundu. Hún sagðist hafa fylgt Lucindu að gatnamótunum bak við High Trees og að Lu- cinda hafi sagt að þaðan gæti hún farið ein. Þetta er aðeins tveggja mínútna gangur og eng- ar hliðargötur. — Það getur verið að Lucinda hafi ætlað að líta til svananna í leiðinni, sagði ég. — Nei, ég er búin að fara nið- ur að klúbbnum, en hún var hvergi í nágrenninu, Serena, - mér lízt ekki á þetta.... Ég fór með Tessu til að leita að Lucindu. Við fundum hana hvergi, hvorki á ströndinni eða við víkina. Tessa var alveg utan við sig. — Hún getur hafa farið til Li- ams, sagði ég. — Henni þykir svo gaman að sjá hann renna 22 VIKAN 37. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.