Vikan


Vikan - 10.09.1970, Blaðsíða 13

Vikan - 10.09.1970, Blaðsíða 13
fann hún flugmiða fyrir áætlunarflug milli Kaliforniu og Mexikó. Lögregluþjónarnir flýttu sér á flugvöllinn og gripu flugmann, sem var að koma frá Mexikó með flugvélina fulla af eiturlyfjum. Frj'kowski liafði verið unglingameistari í sundi. Hann var mjög óvenjulega settur í Póllandi, því að liann átti föður, sem var milljónamæringur og hafði grætt auðæfi sin á svörtum markaði. Hann hafði verið kvæntur tvisvar og var sjálfur vel þekktur meðal listamanna í Warsjá. Hann hafði alltaf nóg af peningum og iiafði, meðal annars, lagt peninga í fyrstu kvikmyndir Polanskis. Svo flúði hann frá Póllandi og liafði ekki mikið fé meðferðis. En um þetla leyti var hann aftur kominn á græna grein og það var að þakka Gibby Folger, sem vár milljónaerfingi. Þau höfðu kynnzt í bókaverzlun i New York og það skipti engum togum, þau bjuggu saman upp frá því. Fyrir Gibby var Pólverjinn liið mikla ævintýri. Foreldrar hennar voru skilin, faðir hennar var mjög auðugur og hún hafði alizt upp innan um auðugt hástéttarfólk í San Francisco. Hún reif sig út úr því fangelsi. Lifið beið hennar og lifið var Voityck Frykowsky. Krufning sýndi að þau höfðu bæði tekið inn skammt af LSD, eða einhverju sem líktist því. Það getur verið vegna þess að hún hafði neytt þessa efnis, að hún fór ekki lil að heimsækja móður sina þennan föstudagsmorgun, eins og hún hafði þó ætlað að gera. Hún hafði ln ingt til móður sinn- ar og sagt að liún kæmi daginn eftir, það skipti ekki máli Iiver dagurinn væri. Ln það skipti þvi máli að hún fékk ekki að upplifa laugar- daginn. Og föstudagskvöldið, 8. ágúst, kom Jay Sebring til lieim- ilis Sharon Tate. Hann var 35 ára gamall hárgreiðslumeist- ari, sem líafði hlotið skjóta frægð. Frægustu leikarar Holly- wood, eins og Frank Sinatra og Henry Fonda, voru við- skiptavinir lians, enda kostaði það drjúgan skilding að fá hár silt klippl hjá meistaranum sjálfum. Sharon Tate liafði kynnzt honum, þegar hún var óþekkt í kvikmyndaborginni. Hann bauð henni út og það endaði með því að þau trúlofuðust og trúlofuð voru þau, þegar Sharon fór lil London, til að leika í „Blóðsugunum“ undir stjórn Polanskis. Jay bað einhvern vin sinn að líta eftir lienni í London, en þá var það of seint, hún hafði liitt Pol- anslci. En svo urðu Sebring og Polanski góðir vinir. Meðan Sharon var ein i húsinu við Beverley Hill, liafði Sebring oft heimsótt hana. En 8. ágúst var það hrein tilvilj- un að hann slæddist þangað. Hann hafði, eins og Sliaron, veríð boðinn á frumsýninguna i Las Vegas og hann ætlaði að fara þangað, en gat ekki fengið flugferð nógu tímanlega, vegna verlcfalls lijá flugfélaginu, sem hann ætlaði að fljúga með. Þá datt honum í hug að lieimsælvja Sharon. Og þetta bar upp á föstudaginn, 8. ágúst. Þegar Sharon Tate lézt um kvöldið þann 8. ágúst, — eins og Voityck Frykowsky, Gibby Folger og Jay Sebring, þá hafði hún aldrei náð þeirri frajgð, sem Martin Ransohoff safði spáð henni, en liún var samt þekkt leikkona og hafði fengið drjúgar tekjur. En þennan föstudag var hún ekkert að hugsa um frama á listahrautinni, hún var með allan liug- ann við þann atburð sem framundan var, barnshurðinn. Hún var búin að undirbúa komu barnsins; liafði keypt vöggu og barnavagn í London og birgja sig upp með barnaföt, bleiur og pela. Eftir J)ví sem síðar befur komið fram, voru síðustu orð liennar, þegar hún varð fyrir fyrstu hnífsstungunni. Eg óska þess eins að fá að fæða barnið mitt. . . . ☆ 37. tbi. VIKAN 13

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.