Vikan


Vikan - 10.09.1970, Blaðsíða 16

Vikan - 10.09.1970, Blaðsíða 16
Gamli maöurinn gat ekki búið einn, nú vildi Margaret losna viö hann. Fjölskyldan átti að samanstanda af foreldrum og börnum, engum öðrum.... SMÁSAGA EFTIR BARBÚRU KNIGHT 'œmm. ^ . , ú <. . • ••■ v///4>:ry.%-Ý:yA i ■ Wmmm : :::;v I V/A/\ ^pr iiig Larissa hélt mjólkurglasinu milli beggja handa og sötraði mjólkina hægt, þurrkaði sér svo um munninn með handarbakinu. Alveg eins og afi. — Þetta er ljótt, sagði móðir hennar kuldalega. Larissa leit undrandi á hana. — Hvað er ljótt, mamma? —■ Andstyggilegt, leiðrétti Margaret Russ- el sjálfa sig. — Það eru andstyggileg þessi hljóð, þegar þú sötrar og svo þurrkarðu þér á handarbakinu. Hvers vegna notar þú ekki munnþurrkuna? Margaret varð að fá útrás, og hún lét það bitna á dóttur sinni, vegna þess að hún þorði ekki að finna að við gamla manninn. Hann sat þarna og japlaði og lét eins og hann tæki ekki eftir neinu. — En afi gerir það. — Það getur verið, en litlar stúlkur mega ekki gera það. — Hvers vegna ekki? — Þú veizt það vel. Það er ljótt að sjá og mér verður flökurt, það er sama hver gerir það. Margaret tók saman diskana og stóð upp. Hún var þreytt, bitur og hafði slæma samvizku. Og allt var þetta tengdaföður hennar að kenna. Aðeins eitt einasta ár af hjúskapartíð sinni, höfðu þau verið laus við hann. Fyrsta, yndis- lega árið, þegar þau Ted voru ein. En þegar Larissa fæddist, skeði það samtímis að móðir Teds lézt, svo þau urðu ekki þrjú, heldur fjögur. Afi flutti til þeirra. Afi stóð upp. Hann vissi vel hvað Marga- ret var að hugsa. Hann skildi hana líka. En hvað átti hann að gera? Margaret var syni hans góð kona og hún var líka einstaklega góð móðir. Hún var líka góð við hann, en það var svo erfitt, þegar hún varð ergileg yfir alls konar smámunum. — Komdu, barnið mitt, við skulum fara út, sagði hann. Larissa greip hönd hans og þau gengu saman út í garðinn. Garðurinn var eins og lítill skógur, hugs- aði Larissa. Trén uxu saman við trén í garði Baldwinfjölskyldunnar og huldu alveg girð- inguna milli húsanna. Svo var líka gat á girðingunni, sem þau Desmond gátu skriðið út og inn um. Desmond Baldwin var hálfu ári eldri en hún. Stundum elskaði hún hann en stundum hataði hún hann líka. Það kom fyrir að hann lamdi hana, en stundum var hann svo góður við hana að hann leyfði henni að koma upp í kofann sinn í trénu. — Desmond er ekki heima núna, afi, sagði hún. — Það gerir nú ekkert til, hann er 16 VIKAN s?- tbi.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.