Vikan


Vikan - 10.09.1970, Blaðsíða 32

Vikan - 10.09.1970, Blaðsíða 32
MINUM FRAMHALDSSAGA EFTIR ROBERT BUCK. - 2. HLUTI — Hvað hefir þú hugsað þér að gera við hann? spurði Teresa. — Það verður mitt mál og kemur þér ekki við, svaraði Carlo. — Jú það kemur mér svo sannarlega við! — Ef strákurinn kemst í hendur föður síns, áður en við náum í peningana, þá fáum við þá aldrei, skilurðu það ekki? — Ef við fáum peningana, þurfum við ekki annað en að hverfa á eftir. Skilurðu það ekki, sagði Luigi. — Ef og ef! Ég held að við fáum aldrei peningana, og þá drepur hann drenginn Luigi. — Vitleysa! sagði Carlo kuldalega. — Hve lengi eigum við að standa hér og eyða dýr- mætum tíma? Ég er búinn að segja ykkur að við verðum að hraða okkur til Florenz. — En hvernig getur þú verið viss um að Enrico fari þangað? spurði Teresa. — Enrico er enginn asni. Hann reiknar með því að fangelsistími hans verði styttur, ef hann skilar drengnum, þótt hann verði tekinn. — Já, það getur verið, sagði Teresa. — En ef han nhringir til Silva og segir honum hvar drengurinn er, þá bíður hann ekki. — Þú þykist vera sniðug! Heldurðu ekki að ég hafi hugsað um það? Jú, stúlka mín, og þessvegna skiljum við nú. Þú kemur með mér og Luigi hefur auga með húsinu þar sem Pia Moretti býr, hún er vinkona Enricos. Hún vinnur við næturklúbbinn Bogota, sem er í sama húsi. Komið nú! Teresa, þú stöðvar ein- hvern vörubíl, þegar við komum út á þjóð- veginn. Það er auðvelt fyrir þig. Svo stökkv- um við Luigi upp á bílpallinn. Þeir höfðu ekki talað saman ennþá. Ro- bertino hélt dauðahaldi um þumalfingur En- ricos. Það var rétt svo að hann gat fylgst með, því að stóri maðurinn tók svo löng skref. Hann hljóp við fót og stundum flaug hann gegnum loftið, þegar Enrico kippti honum til sín Loksins fékk hann að hvíla sig. Það var í litlu rjóðri og þar var bekkur. Þeir settust og augu þeirra mættust. Skær og sakleysis- leg augu drengsins og hörð og köld augu mannsins. Tino starði á manninn, undrandi yfir breytilegum svip hans. Var þetta ekki hetja? Hann hafði bjargað honum. Hversvegna var hann svona reiðilegur á svipinn? Það komu kippir í andlit drengsins og skyndilega gat hann ekki haldið aftur af tár- unum. Enrico lét hann gráta, án þess að reyna til að hugga hann. Hann var reiður út í dreng- inn. Hversvegna þurfti hann að dragnast með þennan strák nú, þegar hver mínúta var dýr- mæt? Nú, þegar honum lá svo á að komast til þess staðar, þar sem peningarnir voru faldir, grafa þá upp og koma sér undan áður en dagur rynni! — Hættu þessum orgum! hvæsti hann. — Það er nógu erfitt að dragnast með þig samt. Tino kyngdi, beit saman tönnunum og þurrkaði sér á skyrtuerminni. — Ég vil fara til pabba míns! — Já, farðu bara. Þú finnur hann örugg- lega. Tino horfði hræðslulega á trén í kringum sig. Svo greip hann í jakkalafið á Enrico og hélt sér fast. — Ó, drottinn minn! Enrico sá ljósin í borginni milli trjánna og sá nú að hann varð að komast þangað með drenginn. — Hvað heitir þú eiginlega? — Robertino, en ég er alltaf kallaður Tino. — Réðust glæpamennirnir á þig? — Nei. Carlo frændi sat í bílnum við gang- stéttina, þegar ég kom úr skólanum. — Það ætti að flengja þig, fyrir að fara upp í bíl hjá ókunnugum manni. Carlo frændi, ekki nema það þó! Enrico stóð upp. — Komdu, við verðum að halda áfram, annars ná glæpamennirnir í þig aftur. Tino greip um þumalfingur hans og hélt sér fast. — Pabbi minn er fangelsisstjóri. — Jæja, er hann það? Þeir nálguðust borgina að norðan. Þegar þeir voru komnir í útjaðarinn, héldu þeir sig í skugga húsanna. Enrico gekk nú mjög hratt og Tino varð að hlaupa, annars dróst hann aftur úr. Ég verð að losna við hann eins fljótt og mögulegt er, hugsaði Enrico. Ég læt Piu taka hann, hún getur þá hringt til Silva og skilað kveðju frá mér. Sjálfur fer ég austur. Veginn til Vicchio. í réttan vinkil frá vegarskiltinu, hundrað og fimmtíu skref frá ánni og tíu skref í áttina til stóru trjánna. Þar eru pen- ingarnir grafnir, peningarnir og kylfan, sem hann sló vörðinn niður með. Þegar hann hugsaði um bankaránið, gat hann ekki látið vera að brosa, þótt það hafi ekki gengið vel. Mér skal heppnast, já það verður að heppnast! Hann tók ekki eftir að drengurinn var Enrico var reiður út í litla drenginn, sem hljóp við hlið hans og hnaut í hverju spori. Hversvegna þurfti hann að dragnast með þennan krakkaskratta? Nú, þegar hver mínúta var dýrmæt! Það beið hans taska með tvö hundruð milljón lírum og þrír samvizkulausir glæpamenn voru á hælum hans... 32 VIKAN 37. tbL

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.