Vikan


Vikan - 10.09.1970, Blaðsíða 47

Vikan - 10.09.1970, Blaðsíða 47
til sín, en hún neyddist til að vera óhlýðin í þetta sinn. Lestin var rétt runnin af stað, og pallvörðurinn sá hana ekki þegar hún hljóp gegnum hliðið og út á brautarpallinn. Margaret stóð á brautarpallin- um, þangað til lestin var komin úr augsýn. Henni var kalt. Allur líkami hennar var ískaldur. Hann kemur til með að hafa það gott, sagði hún við sjálfa sig. Þau geta gert svo miklu meira fyrir hann en við. Svo þarf ég líka á herberginu hans að halda. Larissa þarf stærra her- bergi, þegar hún fer að lesa lexíur. Við kaupum handa henni lítið skrifborð og leslampa, þá gleymir hún fljótlega að það var herbergi afa. Og litla barnið getur fengið hennar herbergi. Þá verðum við loksins venjuleg fjölskylda, hjón og tvö börn, fjögur.... Þá var gripið í pilsið hennar. — Hvar er afi, öskraði Larissa og barði krepptum hnefunum í hana. — Þú sendir hann burt! Margaret vafði hana örmum og reyndi að skýra fyrir henni mál- ið, sagði henni jafnvel frá litla barninu, sem von var á. — En afa þykir gaman að litl- um börnum, snökti Larissa. —■ Það verður ekki pláss. . . . — Litla barnið getur verið hjá mér, mér er alveg sama.... — En mér er ekki sama. Og svo er herbergið þitt líka of lít- ið fyrir tvo. - Margir byggja herbergi ut- an á húsin. Það gerðu mamma og pabbi Önnu, þegar þau fengu tvíburana. Svo getur afi sofið í borðstofunni, það er betra fyrir hann að vera á fyrstu hæð, þá er hann rétt hjá garðinum. Þá getur hann farið á fætur snemma á morgnana, eins og hann lang- ar alltaf til að gera, en þú verð- ur alltaf svo reið, ef hann vekur þig, svo hann þorir ekki að gera það. Margaret hrukkaði ennið hugs- andi. Byggja stóra stofu, stofu sem morgunsólin gæti skinið inn í á morgnana. Stofu með stórum gluggum. Og afi gæti verið í gömlu borðstofunni. Það var svo erfitt fyrir hann að ganga upp stiga. En. .. . — Hann hefur allt mögulegt fyrir þér, ósiði og svoleiðis. (Hvers vegna fannst henni að hún væri neydd til að verja sjálfa sig fyrir sinni eigin dótt- ur?). - Fjandans smámunir, sagði Larissa og fussaði. Margaret gat ekki að sér gert að brosa. — Honum líður vel hjá Ken frænda þinum og Madge, sagði hún. — Nei, honum líður ekki vel hjá þeim. Hann hefur andstyggð á að vera þar. — Hvernig veiztu það? spurði Margaret undrandi. — Hann hefur sagt mér það. Honum finnst það vera a . . . dauðhreinsað. Honum líður bara vel hjá okkur. Ég veit það. —• Hann hefur aldrei sagt eitt einasta orð í þá átt við mig, að hann kynni ekki við sig hjá Ken. Var það raunverulega satt, að honum hefði liðið illa hjá þeim? Larissa fór alltaf snemma að sofa, en gamli maðurinn var vanur að sitja í stofunni langt fram á kvöld. Þau Ted voru al- drei ein. Ekki fyrr en gamli mað- urinn fór að geispa, lét sem hann væri þreyttur og staulaðist upp stigann. Samt vaknaði hann fyrir allar aldir og þótt hann reyndi að láta ekki heyra til sín, þá vakti hann hana alltaf og hún lá og bylti sér, þangað til tími var kominn til að fara á fætur. Hún hafði talað um þetta við Ted og hann samsinnti henni, enda voru þau í þörf fyrir her- bergið. Eða þá að þau voru neydd til að kaupa stærra hús. Hvers vegna gerðu þau það ekki? Það var vegna peninganna. En þau gátu byggt við? — Mamma, hann verður að koma aftur heim. Hann deyr, ef hann á að vera hjá Madge og öllum fíflunum, sem eru vinkon- ur hennar. Honum líður svo vel hjá okkur. Ef þú ekur hratt, þá geturðu náð lestinni! Náð lestinni? En sú vitleysa. — Flýttu þér, mamma, lestin stoppar svo víða. Við verðum á undan til borgarinnar. Vertu nú góð, mamma.. . Augu Larissu voru full af tár- um. — En það er ómögulegt, elsk- an mín. Við náum því aldrei. — Ef þú vilt það ekki, sagði Larissa og nú gat hún ekki leng- ur haldið aftur af tárunum. Það réði baggamuninn. Mar- garet flýtti sér að ná bílnum út af stæðinu og ók út á þjóðveg- inn. — Settu öryggisólina á þig, sagði hún, án þess að líta af veg- inum. Hún vissi að hún ók of hratt, en hún var þaulvön og vegurinn var góður. Ef hún hefði heppn- ina með sér, myndi hún ná lest- inni í Avonshill. . . . Það var auðvitað hreinasta firra að taka gamla manninn á heimilið aftur, en hún vissi að hún átti ekki á öðru völ. Framhald á bls. 50 37. tbi. VIKAN 47

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.