Vikan


Vikan - 10.09.1970, Blaðsíða 46

Vikan - 10.09.1970, Blaðsíða 46
 v' sænskf j fvrirmynd <*jjf ;yra foins vand- lioir aq efni og sjúkrahu |mannsiífa g<>tur Mtíð á slikri viirn gegii útijreiðslu eids. ' ; KMvanu'irhmríiir (.KÓPAXA mx viðmkemtdar af Kldvaraareftirlíi.i HHMMME fSLENZKAN IÐNAÐ ■f . j I >essa®rábæru e iihurðir konurnar þar voru allar af vilja gerðar til að hjálpa okkur, svo að þær féllust á að setja hjólin í gang meðan verið var að kvik- mynda. Af því tilefni skrifaði Aftenposten: „Ibsen fikk hjula i gang pá Hjula.“ En því miður stöðvuðust hjólin aftur jafn- skjótt og við höfðum lokið myndatökunni. „Den store barne- c!apen“ sló í gegn Oskar Braaten tók sjálfur þátt í undirbúningsstarfinu af fullum krafti. Upptökurnar voru spilað- ar fyrir hann jafnóðum og þær voru teknar. En hann leit aldr- ei á myndirnar. Hann sat með lokuð augu og hlustaði á text- ann. Hann varð fyrir alla muni að vera eins góður og honum líkaði. Og það varð hann. Þrátt fyrir mikinn tækjaskort (gamall barnavagn var notaður fyrir myndavélarvagn) tókst að ljúka gerð myndarinnar og fékk hún verðlaun 1931. Hún vakti þegar gífurlega athygli. Þetta ár herjaði kreppan Noreg grimmi- legast. Engu að síður gáfu menn sér tíma til að horfa á myndina. Enn þann dag í dag, fjörutíu árum síðar, er Den store barne- dápen sýnd í kvikmyndahúsum um allan Noreg. Þessi góði árangur varð til þess að Svensk Filmindustri bauð Ibsen að kvikmynda met- sölubók Sigrid Boo, Við sem vinnum eldhússtörfin (Vi som gár kjökkenveien) í Svíþjóð. Þar með var hafið heilmikið strit um árabil við gerð sænskra og norskra kvikmynda á víxl. Við sem vinnum eldhússtörfin var aðallega tekin í Rásunda ut- an við Stokkhólm. Unnið var af kappi og enginn slóðaskapur þolaður. Fyrir hádegi var mynd- að. Síðdeginu varði Tancred Ib- sen til klippinga, og um nóttina skrifaði hann svo handrit fyrir upptöku næsta dags. Svíar voru að vísu búnir með handrit sjálf- ir, en það reyndist harla lélegt. Tvö eintök voru gerð af mynd- inni, annað með sænsku tali en hitt með norsku, og í báðum löndunum dró hún að fjölda fólks. En Ibsen varð fyrir vonbrigð- um. Ég hafði gert munnlegt samkomulag við forustumenn Svensk Filmindustri um að fá fimm prósent ágóðans af sýning- unum í Noregi, en þegar til kast- anna kom neitaði félagið að standa við þann samning. Ég varð að sætta mig við fimm þús- und krónur norskar fyrir allt púlið. Það var ekki laust við að ég hugsaði forustumönnum Svensk Filmindustri þegjandi þörfina. Lillebil í aðalhlutverki En Tancred setti þetta mótlæti ekki fyrir sig og hóf þegar gerð nýrrar myndar norskrar, sem hét „Opp med hodet“ og tekin var eftir hans eigin frumsömdu handriti. Lillebil fór þar með helzta kvenhlutverkið. Hins veg- ar var Ibsen óheppinn með leik- arann í helzta karlhlutverkinu, því að hann gerði ósjálfrátt grín úr því, gagnstætt því sem til var ætlazt. í „Opp med hodet“ innleiddi Tancred óhlutlæga myndun í norsku kvikmyndina. Á tjaldinu komu ekki einungis fram raun- verulegir atburðir, heldur og draumar, sýnir, ímyndanir og þankar aðalpersónanna. Leikari horfir fram í sal og sér þar áhorfendur með holdlaus dauð- ingjaandlit. Maður sem settur hefur verið til að gæta hans breytist í bolabít, og svo fram- vegis. Norskir kvikmyndagagnrýn- endur tóku þessu miður vel. þannig á ekki kvikmynd að vera, vildu þeir meina, og sumir létu jafnvel í Ijós efa um að höfund- urinn væri með réttu ráði. Framhald í næsta blaði. Hvað á að gera við afa Framhald af bls. 17 sagði að Larissa ætti að fylgjast heim með sér í þetta sinn. Þetta var auðvitað mjög spennandi, því að Desmond var einn af stærri drengjunum í leikskólan- um. Hún hafði svo margt að segja afa, þegar hún kæmi heim. Allt sem Desmond hafði sagt og gert. Afa þótti gaman af sögum Desmonds. En það var enginn heima, þeg- ar frú Baldwin fylgdi henni inn. — Hvar er mamma? spurði Larissa óttaslegin. — Og afi? — Ég hugsa að þau séu á brautarstöðinni. En 'mamma þín kemur heim rétt strax. Larissa leit á hana með tor- tryggni. — Hvers vegna eru þau á brautarstöðinni? Frú Baldwin kyngdi. — Afi þinn ætlar að búa hjá Ken frænda þínum og Madge um tíma. Mamma þín fylgdi honum á brautarstöðina og pabbi þinn og Ken frændi þinn taka á móti honum á brautarstöðinni í Lond- on. — Hvers vegna ætlar hann að búa hjá þeim? spurði Larissa undrandi. Hún vissi svo vel hvert álit afi hafði á Madge, íbúðinni hennar og vinkonum, sem hann kallaði fífl. - Það verður skemmtileg til- breyting fyrir hann, sagði frú Baldwin varfærnislega. Það verður það ekki, hróp- aði Larissa æst. Hann má ekki fara þangað. Hún sneri við og þaut út á götuna. Hún heyrði frú Baldwin kalia 4fi VIKAN 37. tbi.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.