Vikan


Vikan - 10.09.1970, Blaðsíða 44

Vikan - 10.09.1970, Blaðsíða 44
FRYSTIKISTUR IGINS-djúpfrystirinn gerir yður kleif hagkvæmari matar- innkaup og sparar yður snúninga vegna matarkaupa. Tvöfaldur þéttilisti í loki — hlifðarkantar á hornum — Ijós í loki — færanlegur á hjólum — Ijósaborð með rofa fyrir djúpfrystingu, kuldastilli og 3 leiðbeiningar- Ijósum, „gult djúpfrysting" .— „grænt venjuleg frysting" — „rautt ol lág frysting". — Stærðir Staðgr.verð Afborg.verð 145 Itr. kr. 16.138.— kr. 17.555.— | út + 5 mán. 190 Itr. kr. 19.938j— kr. 21.530.— j út + 5 mán. 285 Itr. kr. 24.900.— kr. 26.934.— -I út + 6 mán. 385 Itr. kr. 29.427,— kr. 31800— J út + 6 mán. RAFIÐJAN VESTURCÖTU11 REYKJAVÍK SlM119294 Viðburðaríkir dagar... Framhald af bls. 25 erfitt að koma sér upp á vegg- inn og taka eftir honum í lá- réttri stellingu, en hitt var miklu meiri erfiðleikum bundið að koma sér óslösuðum niður á gólf- ið aftur. Eg vann með Victor Sjöström við gerð einnar kvikmyndar hans, fyrst sem rafmagnsmaður og síðar sem eins konar þúsund- þjalasmiður. Sjöström var þá þegar orðinn heimsfrægur og ekki laust við að það stigi hon- um til höfuðs. En sjö árum seinna hittumst við aftur í Stokkhólmi. Þá réði ég hann til að leika í kvikmynd minni um Sigrúnu á Sunnuhvoli. Þetta voru lærdómsrík ár. Ég hlaut rækilega skólun í kvik- myndagerð, það er að segja í gerð þögulla kvikmynda. Ennþá áttu eftir að líða nokkur ár unz talmyndir komu á markaðinn. Framkvæmdastjóri MGM í þá daga var Erwin Thalberg, korn- ungur maður, sem síðar kvænt- ist einni af sínum „Baby-stars“, Normu Shearer. Okkur Thalberg kom ágætlega saman og eftir skamma hríð var ég ráðinn til hans í handritadeildina. Handritahöfundarnir höfðu byggingu sér. Þar sátum við eitt- hvað tuttugu rithöfundar, allir önnum kafnir við að skálda og laga til nýjar filmsögur. Þær áttu helzt að vera um fagrar jómfrúr og göfuga menn sem eignuðust hvort annað eftir að hafa slegizt dálítið við skugga- lega skúrka. í hverri kvikmynd þurfti helzt að vera atriði, sem fjallaði um myndarlegan eltinga- leik upp á líf og dauða. Ég reyndi að koma fram með svolítið gáfulegra efni, meðal annars handrit þar sem fjallað var um hjónabandið á táknræn- an hátt. En fyrirtækið varð ekki hrifið. Forkólfar þess þóttust vera búnir að þrautreyna hvað gekk í lýðinn og þegar þeir keyptu rétt til að kvikmynda heimsfræg bókmenntaverk voru þau líka afbökuð í samræmi við þennan meinta almennings- smekk. En ég hafði þrátt fyrir allt ekki ennþá gleymt handritinu að Leifi Eiríkssyni. Dag einn tók ég mér frí og fór til vinnustofu Douglas Fairbanks, sem var þá önnum kafinn við að taka mynd, mig minnir það vera „Þjófur- inn í Bagdað“. Eg hafði hitt hann aðeins einu sinni áður, í New York, og þótti mér nú fróðlegt að vita hvort hann myndi eftir mér. Það var ekki að sjá að hann gerði það. Því að hann gekk framhjá mér, þar sém ég stóð í hópi annarra áhorfenda að upp- tökunni, og sýndi engin merki þess að hann þekkti mig. Hann gekk til eins rafmagnsmannsins og spurði hann einhvers, sneri sér svo að mér og spurði allt í einu á skýrri norsku: „Kyss meg i ræva!“ Rafvirkinn var þá Norðmaður, og Fairbanks hafði beðið hann um að nefna sér einhverja veru- lega ljóta setningu á norsku. Hann hló þegar hann sá hve mér brá. Við urðum góðir vinir, og margan sunnudaginn borðaði ég hjá honum og Mary Pickford, „unnustu heimsins alls“. Ég lék líka oft tennis með Fairbanks og syni hans. Norsk kvikmyndagerð skipulögð Tancred Ibsen komst um síðir að þeirri niðurstöðu að í Banda- ríkjunum fengi hann aldrei að gera annað en happy-ending- myndir af þessari venjulegu sort, og að ef hann ætlaði sér að koma einhverju öðru í verk, þá tækist það öllu frekar í Skandinavíu. Um tækni og framleiðslu í kvik- myndum mátti læra mikið af þeim í Hollywood, en um árang- ur þeirra mátti öllu fremur deila. Hann ákvað að fara heim. — Þú ert hjartanlega velkom- inn aftur til MGM, sagði Erwin Thalberg þegar þeir kvöddust. En ári síðar dó Thalberg. Aður en Ibsen fór heim, heim- sótti hann skólabróður sinn Tor* Folkedal í Phoenix, Arizona. Folkedal var allur í landbúnað- arframkvæmdum í Salt River Valley, og fangaði einnig villi- hesta, sem rásuðu í hjörðum þar um slétturnar. Hestaveiðin fór ekki fram á nálægt því eins áhrifamikinn hátt og henni er jafnan lýst. Menn skiptust á um að elta hest- ana og ekki hratt, en gáfu þeim aldrei frið til að bíta gras eða drekka. Eftir nokkra hríð urðu skepnurnar svo uppgefnar á þessu að hægt var að ganga að þeim og taka þær. — Eg reyndi einu sinni að setjast á bak einum slíkum „bucking horse“, sagði Tancred, sem þá var meistari í reiðskap við aðra upplenzku dragónaher- deildina heima í Noregi. — En ég flaug úr söðlinum næstum áð- ur en ég hafði snert hann. Tancred sýnir tennur Tancred hafði löngun til að gera eitthvað eftirminnilegt að skilnaði, áður en hann yfirgæfi Bandaríkin. í New York hringdi hann í eitt stærsta dagblaðið, þóttist vera sinn eigin ritari og hélt blaða- mannafund í einu fínasta hóteli borgarinnar. Auðvitað var hann ekkert að segja blaðamönnunum að sjálfur hafði hann ekki efni á að búa þar. Þeir birtu svo sam- vizkusamlega það sem hann hafði að segja um bandaríska kvik- myndagerð. — Bandarískir kvikmynda- framleiðendur minna á mat- sveina, sem fá í hendur stykki af safaríku kjöti en búa svo ekki annað til en lapþunnt súpugutl, yfirlýsti hann. Ummæli hans gerðu marga Bandaríkjamenn grama, en aðr- ir urðu hrifnir. — Maður einn bauðst til að hafa mig á kaupi fyrir það eitt að undirrita greinar, sem hann ætlaði sjálfur að skrifa. segir Ibsen frá. En Tancred Ibsen var staðráð- inn í að fara heim. Svo hitti hann aftur Lillebil sína eftir nokkurra ára aðskilnað. Hún hafði unnið nýja listsigra í Eng- — Hvað segirðu, hvað hefurðu- gert í pottinn? 44 VIKAN 37- tw.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.