Vikan


Vikan - 10.09.1970, Blaðsíða 23

Vikan - 10.09.1970, Blaðsíða 23
leirmunina. Við hefðum átt að láta okkur detta það í hug fyrst! En Lucinda var ekki þar. Li- am horfði á náfölt andlitið á Tessu og flýtti sér úr vinnu- sloppnum. — Ég kem með ykkur, sagði hann, — en ég held að við ætt- um að tilkynna lögreglunni hvarf Lucindu. Tessa hikaði við það. Ég vissi hvernig henni leið, henni fannst að ef hún tilkynnti lögreglunni þetta, þá var hún búin að viður- kenna fyrir sjálfri sér að eitt- hvað hefði komið fyrir Lucindu og hún vildi ekki hugsa til þess. — Ef til vill hefur hún farið heim með einhverju barni, til að leika sér, eða niður að báta- smíðastöðinni, við höfum ekki leitað þar, sagði hún. — Það er ekkert um að vera við bátana á kvöldin, sagði Li- am, — mennirnir eru löngu farnir heim. Hafið þið farið í klúbbinn eða niður í gömlu báta- vörina? Hún hristi höfuðið. — Jæja, þá leitum við þar, sagði Liam ákveðinn. — En ef við finnum hana ekki innan klukkutíma, þá hringjum við í lögregluna. Ég þarf að koma við á High Trees, sagði ég, — en á eftir kem ég heim til þín, Tessa — ef Lu- cinda er þá komin heim. Húsið var hljótt og eyðilegt, þegar ég opnaði dyrnar. Klukk- an í anddyrinu tifaði notalega, annars heyrðist ekkert hljóð. Ég var rétt búin að tína saman það sem mig vantaði, þegar ég heyrði fótatak Savalle yfir höfði mér. Hún gekk í veg fyrir mig, þeg- ar ég var komin að stiganum. — Serena! sagði hún háðslega. Ertu á flótta af hræðslu við mig? Ég hélt í handriðið og sneri mér við, — og tók andköf þegar ég sá hana. Hún var hrífandi fögur — hár- ið var eins og kóróna á höfði hennar, hún var ákaflega vel förðuð, í stuttum kjól úr hvítu brókaði, hælaháum silfurskóm. Hún hélt á hvítum skinnkraga á öðrum handleggnum. Heildar- svipurinn var svo glæsilegur að mér varð á að hugsa að þetta væri nú einum of fínt fyrir Sea- bridge, en því var ekki að neita að hún var glæsileg. -—■ Ég er að fara út með Stu- art, sagði hún mér í trúnaði og kom svo nálægt mér að ég fann ilmvatnsölduna skella yfir mig. — Við erum að fara í mikið hóf hjá Crosbie hjónunum. — Ég vona að þið skemmtið ykkur vel! sagði ég. — Nei, það gerið þér ekki. Þér hatið mig! Þér sögðuð þeim að ég hefði ætlað að drekkja yður, hafið þér gleymt því? — Ég hef engu gleymt, og þér vitið að það er satt! Hún hló. — Serena litla, það ætlar að verða erfitt fyrir mig að losna við yður. Hugsið bara um stigann hérna. Hún leit nið- ur og stjakaði við mér. Ég var næstum búin að missa jafnvæg- ið og greip um handriðið. Hún hló og studdi mig með sömu hendinni og hún ýtti við mér með. — Verið ekki svona hrædd! Ég skal ekki gera yður neitt, en það er ónotalegt að detta niður þennan stiga. Hún horfði hugs- andi niður mjóan, brattan stig- ann. — Það væri hægt að háls- brotna, ef óheppnin væri með. Eða að brjóta nokkur bein. Hvað finnst yður? — Að þér séuð brjáluð! Augu hennar tindruðu í kapp við glitrandi kjólinn. Það var einkennilegt hve mikið dálæti hún hafði á hvíta litnum. — Þér getið verið óhrædd. Ég legg ekki neitt í hættu hér. Það er annað þegar óhapp kemur fyrir fólk á sundi, þá sér enginn til, enginn til frásagnar! — Hvers vegna leggið þér svona mikið hatur á mig? spurði ég blátt áfram. Hún gerði ekkert til að leyna hatrinu, það gneistaði í grænum augunum og lýsti sér í fyrirlitn- ingarsvipnum. — Hvers vegna? hvæsti hún. — Vegna þess að Nicholas elsk- ar yður. Yður! Ómerkilega stelpuskjátu nýskriðna af skóla- bekk, sem setur snörur fyrir hann með sakleysissvip. Haldið þér að ég hafi ekki séð til yðar? Allt þetta elskulega sakleysi. Umhyggjan fyrir tengdamömmu, þetta er dásamleg leiksýning, sem þér leikið fyrir Nicholas, rétt eins og þér grátbiðjið um hylli hans. Ég greip höndunum fyrir eyr- un. Þetta var hræðilegt. Hún strunsaði framhjá mér niður stigann og út. Ég tók hendurnar frá eyrunum og fann til mikils léttis. Ég stóð lengi og hlustaði, ein- hver óhugnaður greip mig. Það heyrðist ekkert nema tifið í klukkunni og brak í þiljum á einstöku stað. . . . Ég gekk niður í eldhúsið, enn- þá með þeirri tilfinningu að eitt- hvað væri athugavert. Þaðan sá ég út á veröndina. Ég sá að borð og stólar stóðu þar úti og mundi þá að það hafði verið spáð regni, svo að ég ákvað að láta húsgögn- in inn í verkfæraskúrinn, eins og venja var að gera. Þá heyrði ég það — óljós högg og greinilegan barnsgrát. — Lucinda! hrópaði ég. — Hvar ertu? Svarið var ógreinilegt en nóg til þess að ég heyrði hvaðan það kom. Ég stökk af stað í áttina til garðhússins. Það var byggt eins og bjálka- kofi, með hlerum fyrir gluggum. Mér hafði alltaf fundizt þetta skemmtilegt hús. En ég hafði aldrei séð það með hlerum fyrir gluggunum. Ég reyndi við dyrnar en þær voru læstar. Þá opnaði ég einn gluggahlerann og gægðist inn. Lucinda hallaði sér upp að dyr- unum og hágrét. — Lucinda! Ég fór úr öðrum skónum og braut rúðuna, tíndi svo lausu glerbrotin úr. — Gráttu ekki, ég næ í þig. — Ég hélt að enginn kæmi! sagði hún vesældarlega. — Ég næ í þig, elskan, vertu róleg. — Sérðu stólinn þarna við vegginn? Reyndu að bera hann hingað að glugganum og farðu svo upp á hann. Já, snökti hún. Hún sótti stólinn og klifraði upp á hann. Ég fór úr jakkanum og lagði hann yfir neðri brúnina á glugga- grindinni. Lucinda var smávaxið barn og glugginn var stór. — Ég næ þér út hérna, sagði ég og rétti hendurnar inn fyrir og tók um mittið á henni. -— Það gengur fljótar að ná þér út svona, heldur en að brjóta upp lásinn. Taktu nú utan um hálsinn á mér. En ef þú hefur borðað of mikið af kökum í afmælisboðinu, þá næ ég þér kannske ekki út um þetta gat! Svona, já, niður með höfuð- ið! Gráturinn endaði með hlátri. Hún hélt fast um hálsinn á mér og ég náði henni út. Ég var gló- andi af reiði út í þá sem höfðu framið þennan glæp gagnvart barninu. Ég setti hana frá mér á jörð- ina. Fíni, hvíti kjóllinn var krumpaður og litla andlitið bólg- að af gráti. Hún ríghélt í hend- Framhald á bls. 41 37. tbi- VIKAN 2H

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.