Vikan


Vikan - 10.09.1970, Síða 30

Vikan - 10.09.1970, Síða 30
Gott ai bettaer yfirstaOM Á föstudaginn var, 4. september, var eitt ár liðið frá þv! að popphá- tíðin mikla var haldin í Laugardals- höllinni í Reykjavík, og Björgvin Halldórsson var valinn ,,Poppstjarna ársins 1969", um leið og hljómsveit hans, Ævintýri, var valin vinsælasta hljómsveit þess sama árs. Það má með sanni segja að það sem á eftir fylgdi hafi verið hálfgerður hildar- leikur, því að í nokkra mánuði sner- ist allt um „Bjögga". Það gerir það ekki 'lengur, en hann syngur enn, í stöðugri fram- för og vinnur um þessar mundir að upptöku á 12 laga hljómplötu, þar sem hann syngur öll lögin sjálfur, ýmist við íslenzkan eða erlendan undirleik. Björgvin leit hér við á ritstjórninni ekki alls fyrir löngu, og mér þótti til hlýða að spjalla örlítið við hann um það hvernig það er að hafa verið poppstjarna auk ýmissa annarra hluta. — Til að segja alveg eins og er, þá er ég guðslifandi feginn að þetta er allt saman búið, sagði hann. — Auðvitað hafði ég gaman að þessu á meðan þetta var, en á endanum var ég búinn að fá nóg, og var far- inn að neita blaðaviðtölum. Yfirleitt var allt rangtúlkað sem ég sagði, og þar sem það er ekki mitt bezta fag að koma fyrir mig orði, fór það held- ur illa með mig á köflum. Það var eiginlega búið að gera mig að ein- hverskonar tákni fyrir allt það sem vitlaust er of öfugsnúið. — Mér er enn vel tekið á dans- leikjum og ég fæ jafn mikið af bréf- um. Já, öllum svara ég, og hef alltaf gert. Nú finnst mér líka meira um það að það séu eldri krakkar sem eru að hringja í mig og tala við mig. — Ég man einu sinni eftir þvi að ég var staddur upp við Geitháls um nótt, og þá réðist að mér strákur SpjallaS við Björgvin Halldórsson, sem lítur yfir farinn veg - þegar hann var „Bjöggi, poppstjarnan 1969“. Ævintýra á „Vettvangi unga fölksins" í vor. Frá vinstri eru Birgir, Arnar, Björgvin, Sigurjón og Sigurður. Nú vinnur hljómsveitin að LP-plötu, sem verður væntanlcga hljóðrituð í Lond- on eftir áramót, og er ætlunin að allt efni plötunnar verði eftir meðlimi hljómsveitarinnar. Þeir tóku upp tvö lög i London f síðasta mánuði, en i leiðinni heimsóttu þeir Isle of Wight- hátiðina. um tvítugt, vel fullur. Hann var hálf- móðursjúkur og ætlaði hreinlega að rjúka í mig fyrir það eitt að bróðir hans var með sítt hár og myndir af mér upp um alla veggi í herberginu sínu. — Hvurn djöfulann ert þú að gera bróðir minn vitlausan, Bjöggi, bjöggi, bjöggi? æpti hann á mig. — Blessaður slappaðu af, sagði ég. — Ekki á ég að passa bróður þinn! Það var eins og ég væri einhver barnfóstra fyrir allan krakkaskarann, og svo var allskonar fólk að hringja i mig og rjúka i mig hér og þar og skamma mig fyrir hitt og þetta sem krakkarnir þeirra eða þá systkini höfðu gert. Ég vildi bara fá að vera ég sjálfur og sé ekki hvað ég gat gert að því þó einhverjir krakkar úti bæ væru ekki nákvæmlega eins og pabbi og mamma vildu. Það var 30 VIKAN 37 tbi.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.