Vikan


Vikan - 01.10.1970, Qupperneq 4

Vikan - 01.10.1970, Qupperneq 4
Minni hætta á Heklutindi Kunnur náttúrufræðingur ís- lenzkur lét þess eitt sinn getið, að það væri hættulegra að aka um götur Reykjavíkurborgar en að vera við Heklu gjósandi. Hvað sem þessari fullyrðingu líður er víst, að hættan í um- ferðinni er mikil og eykst stöð- ugt. Þegar þetta er ritað hafa umferðarslys verið óhugnanlega tíð. En ástandið er lítið betra í nágrannalöndum okkar. Þessi mynd var tekin í Svíþjóð á liðnu sumri. Ökumaður ætlaði að skjótast milli tveggja spor- vagna, en misreiknaði sig með þeim afleiðingum, sem myndin sýnir. * Otrúleg björgun í lofti 27 ára gamall bandarískur fallhlífarhermaður, Jack Danner að nafni, lenti nýverið í bráðum háska. Líf hans hékk á veikum þræði í bókstaflegri merkingu. En vinur hans og starfsfélagi kom honum til hjálpar og vann ótrúlegt björgunarafrek. í sexhundruð metra hæð yfir Fort Monmouth í fylkinu New Jersey í Bandaríkjunum, fór fram æfing í fallhlífarstökki. Liðsforinginn, sem hét Carson, stökk út úr flugvélinni, opnaði fallhlíf sína og sveif síðan hægt til jarðar. Skyndilega greip hann andann á lofti. Vinur hans, Danner, hafði stokkið úr vélinni löngu á eftir honum, en var samt nærri búinn að ná hon- um. Eitthvað meira en lítið hlaut að vera athugavert við fallhlíf hans. Þegar Danner var kominn í sömu hæð og vinur hans, hróp- aði hann til hans og bað hann að hjálpa sér. Carson sýndi undravert snarræði. Á auga- bragði breytti hann stefnu fall- hlífar sinnar og stefndi í áttina til vinar síns. Þetta var djörf tilraun og hættuleg, en heppn- aðist fullkomlega. Carson hitti beint á vin sinn og tókst að krækja í hann með fótunum. Hlið við hlið svifu þeir síðan til jarðar og lentu heilu og höldnu. Þeir sem urðu vitni að þessari einstæðu björgun, sögðu, að hún hefði heppnazt svo vel, að ætla hefði mátt, að þeir félagar hefðu verið búnir að æfa hana áður. / Nixon er hrifin af Dísu Nixon hefur gert nokkuð af því, síðan hann varð forseti, að bjóða listafólki til Hvíta hússins í heiðursskyni. John F. Kennedy byrjaði fyrstur á þessu og tókst að skapa menningarlegt and- rúmsloft í hinni sögulegu bygg- ingu. En smekkur þeirra er gjörólíkur, og þess vegna býður Nixon stundum heim til sín fólki, sem allir eru ekki sam- mála um að kenna beri við fagr- ar listir. Nýlega heiðraði Nixon með heimboði leikkonuna Bar- bara Eden, sem leikur titilhlut- verkið í sjónvarpsþáttunum um hana „Dísu“. íslenzkir sjón- varpsnotendur kannast vel við hana, því að þættir hennar hafa verið sýndir hér um nokkurt skeið. Nixon sagði við Barböru Eden, að enginn sjónvarpsleik- ari hefði orðið fjölskyldu hans til meiri skemmtunar en hún. ☆ 4 VIKAN 40. tbi.

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.