Vikan - 01.10.1970, Qupperneq 6
c
Dunna
1
framleiðandi
UNDIRFATNAÐAR
y( K v e n - o
u n d i
- og telpu1
n d i r f ö t
Söluumboð:
K. JÖHANNSSON HF.
(Reynir Lárusson — Karl Jóhannsson)
P.O. Box 1331 — S!mi 2-51-80 — Hverfisgötu 82
Reykjavík.
iKJj
VIÐARÞILJUR
í miklu úrvali.
*
Viðartegundir. eik, askur, álmur, beyki, lerki,
fura, valhnota, teak, mansonia,
caviana.
HARÐVIÐUR og þilplötur, ýmsar tegundir.
PLASTPLÖTUR, Thermopal, ýmsir litir.
*
Harðviðarsalan sf.
Þórsgötu 14, símar 11931 og 13670.
Kögunarhóll
Kæri Póstur!
Dag einn vorum við í bíltúr.
Við keyrðum framhjá hól, og
sagði pabbi að hann héti Kög-
unarhóll. Kæri Póstur, viltu
gjöra svo vel að segja mér af
hverju nafnið er dregið.
Hvernig fara vatnsberinn og
krabbamerkið saman? Hvernig
er skriftin og stafsetningin?
Vonast eftir svari fljótt.
G.H.Þ.
Samkvæmt íslenzkri orðabók, út-
gefinni af Menningarsjóði, merk-
ir kögunarhóll hið sama og sjón-
arhóll, útsýnishæð. — Bæði
krabbar og vatnsberar hafa oft-
ast mjög auðugt ímyndunarafl;
þeir skilja því hvor annan vel og
sambönd þeirra verða að jafnaði
ánægjuleg og full með ham-
ingju. Skriftin er skýr, en mjög
svo viðvaningsleg. Bréfið gefur
hins vegar ekki tilefni til að
fundið sé að stafsetningunni hjá
þér.
HúsmæSur grýttar
úr glerhúsum
Kæri Vika!
Þakka þér fyrir skemmtilegt
og fróðlegt viðtal við Vilborgu
Dagbjartsdóttur. Rauðsokku-
hreyfingin er sannarlega merki-
leg og áhugaverð, en að sumu
leyti stendur mér stuggur af
þessum samanbitnu kvenrétt-
indakonum, með alla sína fyrir-
litningu á húsmæðrum og heim-
ilisstörfum. Ég get ekki með
nokkru móti skilið, hvers vegna
konur geta aldrei minnzt á jafn-
rétti, án þess að tala niðrandi um
húsmæður og þeirra störf. Ég
skil heldur ekki, hvernig það
getur verið meira forheimskandi
að ala upp börn og gera alla þá
óteljandi hluti, sem gera þarf á
heimilum, en að sitja við skipti-
borð, eða standa við roðfletti-
vél í frystihúsi. Auðvitað er
margt fleira hægt að gera, ég
tek þetta bara sem dæmi. Það
er meira að segja deilt á hús-
mæður fyrir að eyða frístundum
sínum í meinlausar og arðsamar
athafnir eins og prjóna- og
saumaskap. Reyndar eru það
fleiri en húsmæður sem prjóna,
þessi gagnlega og skemmtilega
tómstundaiðja er iðkuð af kon-
um úr öllum stéttum. Bg held
varla, að heiminum stafaði hætta
af, þótt karlmenn vendu sig líka
á prjónana. „Betra er illt að
gera en ekki neitt“, segir mál-
tækið. Ég hef ekki orðið vör við
að karlmenn sætu með nefið
niðri í eðlisfræðibókum í sínum
frístundum eða væru sífellt að
auðga anda sinn.
Annars er hlutverk húsmæðra
oft misskilið. Það er algengt, að
ungar stúlkur í húsmæðraskól-
um leggi mest upp úr því að
læra fínan kökubakstur og
sauma út í dúka, sem aldrei
verða notaðir. Námsgreinar eins
og næringarefnafræði og vöru-
þekking eru litnar hornauga,
enda ekki eins spennandi. Svo er
uppeldi og umsjá barna ekki alls
staðar nægur gaumur gefinn.
Það hefur verið stagazt á því,
bæði í útvarpi og blöðum, að
störf húsmæðra séu óþarfi og
hégómi. Br ekki ýmislegt fleira
óþarfi og hégómi? Mig grunar,
að húsmæður séu stundum grýtt-
ar úr glerhúsum.
Mig langar aðeins að minnast
á rómantíkina eða flóttann í ís-
lenzku skáldsögunum og ieikrit-
unum. Það er áberandi, að sveit
og rómantík eru samofin hug-
tök í vitund margra borgarbúa.
Margir hafa dvalið sumarlangt í
sveit á bernskuárunum og halda
áfram að líta sveitina barnsaug-
um, eftir að þeir eru orðnir full-
orðnir. Það má að vísu segja að
kvenpersónan í „Kjarnorku og
kvenhylli“ hafi flúið upp í sveit,
en varla þær í Atómstöðinni eða
Dægurvisu. Hjá þeim var tæp-
lega um flótta að ræða. Það er
ekki flótti frá raunveruleikan-
um að fara upp í sveit. Sveita-
fólk liggur ekki í neinum róm-
antískum dvala, síður en svo. Þó
kemur þarna fram viðhorf, sem
mætti breytast. Það væri gott, ef
einstæð móðir væri ekki háð
því, að þurfa að giftast pipar-
sveininum sem hún gerist ráðs-
kona hjá. Það væri líka gott, ef
ógifti bóndinn þyrfti ekki að
giftast ráðskonunni, vegna þess
að hann hefði ekki efni á að
borga henni kaup. En það heyr-
ir nú kannski undir Framleiðslu-
ráð landbúnaðarins.
Að lokum þetta: Kæru kven-
réttindakonur, viljið þið ekki
hætta að vera svona snobbaðar.
Reynið heldur að koma því til
leiðar, að heimilisstörf verði
metin jafnt og önnur störf, hvort
sem þau eru unnin af konum eða
körlum. Þá munu húsmæður í
sveit og borg ganga í lið með
ykkur og byrja að fitja upp á
rauðum sokkum.
Virðingarfyllst,
Lína langsokkur.
Við þökkum Línu langsokk fyr-
ir þetta ágæta bréf. Rauðsokku-
6 VIKAN 4<>- tbi.