Vikan - 01.10.1970, Blaðsíða 15
Bananar og flesk
4 bananar
4 sneiðar flesk eða skinka
salt, pipar
Bananarnir flysjaðir og kryddaðir
með salti og pipar. Rúllið flesksneið
utanum hvern banana og festið með
tannstöngli. Setjið síðan bananana í
eldfast fat og steikið við 200° þar
til bananarnir og fleskið er orðið
gulbrúnt (ca. 20 mín.).
Bananasalat með osti
6 bananar
2 epli
2—3 bollar ostateningar
sósa:
2 hl vínedik
4—5 hl olía
salt, pipar
Bananarnir skornir ! litla bita.
Sömuleiðis eplin. Blandið saman
ásamt ostateningunum í fallega gler-
skál. Setjið saxaða steinselju yfir og
hellið sósunni yfir og látið bíða góða
stund á köldum stað.
Bananaís
'/4 I rjómi
2 egg
3 msk. sykur
saxaðar hnetur eða möndlur
ca. 1 msk. kakóduft eða kaffi
5 bananar
Þeytið rjómann og setjið kakó-
duftið í. Þeytið egg og sykur mjög
vel og blandið þessu vel saman.
Bananasneiðar settar ! ásamt hnet-
unum. Frystið. Skreytið síðan með
bananasneiðum og rifnu súkkulaði.
Ilmsión:
Dröfn H.
Farestveit
hósmæOrakennari
Hawaii-bananar
4 bananar
lítil ananasdós ! bitum
2 msk. sykur
2 msk. brauðmylsna
smjör
Smyrjið eldfast fat og setjið an-
anasbitana og bananana sem skornir
eru að endilöngu ! lögum. Stráið
brauðmylsnu og sykri yfir og setjið
nokkra smjörbita yfir. Hellið dálitlu
af ananassafa yfir og þá má gjarn-
an blanda dálitlu af konjaki, romm
eða sherry í ef það er fyrir hendi.
Bakið í ca. 15 mínútur við 180—
200°. Berið fram heitt með þeyttum
rjóma.
14 VIKAN 40 tbl
Yfirleitt eru bananar
borSaSir hérlendis eins
og þeir koma fyrir.
Bananar, bornir
fram sem grænmeti,
þaS er tiltölulega
nýtt. VíSa erlendis
hefur þaS tíSkast lengi.
ReyniS einu sinni aS
breyta til og bera
fram steikta banana.
Sannið til að það
verður vinsælt. Þannig
má bera þá hvort
heldur er með fisk-
eða kjötréttum.
Heit bananasamloka
2 brauðsneiðar
smjör
1 banani
1 skinkusneið
1 ostasneið
dálítið sellerísalt
Smyrjið brauðsneiðarnar og leggið
kjötsneiðina á. Þá er sett þétt lag af
niðursneiddum banana, ostasneið og
dálítið sellerísalt og hin brauðsneið-
in sett yfir. Steikið í smjöri, eða
grillið þar til osturinn er bráðinn.
Þennan smárétt er gott að bera fram
t.d. eftir leikhús- eða bíóferð, á
salatblaði og skreytt með tómat og
steinselju.
Bragðið af steiktum
bönunum er mjög
frábrugðið bragðinu
af þeim nýjum.
Jamaica-pottaréttur
1 kg kindakjöt
4 bananar
1 rauð paprika
1 pk. djúpfrystar baunir
2 dl rjómi
Skerið kjötið ! litla bita og hafið
sem minnst af beinum. Veltið því úr
hveiti blönduðu salti og pipar og
steikið það vel brúnt í potti. Hellið
vatni á þar til það hylur kjötið og
sjóðið það við hægan hita þar til
kjötið er meyrt. Bætið þá skornum
bönunum ! paprikuhringjum og
baunum. Látið sjóða í smástund og
bætið rjómanum !. Bætið ekki neinu
sérstöku kryddi ! þennan rétt, þv!
þá hverfur fína bragðið sem banan-
arnir gefa. Saltið eftir smekk og
berið fram með laussoðnum hrís-
grjónum.
Bananasalat frá
Flórída
2 grapealdin
vínber ca. 1 bolli
3—4 msk. sykur
2 msk. valhnetukjarnar
4 bananar
Grapealdinið skorið í tvennt og
innmaturinn skorinn innanúr og
brytjaður í bita. Bananarnir skornir
að endilöngu og síðan í sneiðar.
Vínberin skorin ! tvennt og hnetu-
kjarnarnir saxaðir.
Blandið þessu öllu saman og
setjið aftur í grapealdinhýðið og
stráið sykri yfir. Látið standa á köld-
um stað dálitla stund áður en það
er borið fram.
Þetta má bera fram sem salat eða
ábætisrétt.
...
4o. tbi. VIKAN 15