Vikan


Vikan - 01.10.1970, Page 18

Vikan - 01.10.1970, Page 18
Nú er að koma út á ensku ævisaga Faruks, síðasta einvalds Egypta. Þar er sagt frá lífi hans frá barnæsku, sagt frá því þegar hon- um datt í hug að stjórna sjálfur herjun- um í stríðinu við Israef í maí 1948, fékk þannig Nass.er það vopn í hendurnar, sem hann þurfti, til að velta konunginum úr hásætinu . . . Einangraður. Faruk 9 ára að leik í garði Kubbah-hallarinnar, þar sem hann óx upp, eiginlega alveg einangraður frá heiminum. Sænsk kennslukona. Ungfrú Sjöberg var ein af mörgum útlenzkum kennslu- konum, sem áttu aö sjá til þess að krónprinsinn lærði „evrópska“ menningu. FARUK - SÍÐAÍ Kvöldið 11. febrúar 1920 kallaði Fuad, kedivinn af Egyptalandi, í skyndi á ráðherra sína og hraðaði sér með þeim til Abdinhall- arinnar, þar sem Nazli drottning lá í fæð- ingarhríðum. Þeir urðu þar vitni að því að hún fæddi Fuad son, eina soninn sem hann eignaðist. Þetta tiltæki hans var vegna þess að sögur höfðu verið á kreiki um að Fuad hefði verið búinn að gera ráðstafanir til þess að hafa nýfætt sveinbarn tiltækt, ef drottningin fæddi ekki sveinbarn og erfingja. Fuad var að rifna af stolti og ánægju og lét skíra drenginn Faruk, sem er arabiskt nafn og þýðir „Sá sem kann skil á réttu og röngu“. Það getur verið að Faruk hafi vitað eitthvað um rétt og rangt, en honum hætti við að gleyma því, þegar hann sjálfur átti í hlut. Nafnið Faruk kemur líklega til að marka, um tíma og eilífð, það tímabil í sögu eg- ypzka konungdæmisips, þegar lágkúruskap- ur, leti, nautnasýki, lygar og þjófafaraldur gengu hvað mest yfir landið. Sá Faruk, fyrrverandi konungur Egypta, sem féll dauður niður á veitingahúsi í Róma- borg 45 árum síðar, var hlægileg goðsögn, sem allur heimurinn hafði að háði. Algerlega stefnulaus. Menn eru fyrir löngu búnir að gleyma því að Faruk var einu sinni „efnilegur ungling- ur“, von og traust milljónaþjóðar, sem hélt að hinn ungi konungur myndi gera líf þeirra bærilegt og hreinsa til í hinum rotna hópi stjórnmálamanna, sem kúguðu þjóðina. Menn gleyma því líka, án éfa, að Faruk var alvara, þegar hann talaði í fyrsta sinn til þjóðar sinnar, þá nýorðinn konungur, 16 ára gamall, og lofaði henni bættum lífskjör- um. Ræðan var einföld, einna líkust ræðu á skátafundi, en hann skrifaði hana sjálfur og hefur eflaust verið einlægur, enda segja það allir, sem þekktu hann þá. En sannleikurinn er þó líklega. sá, að Far- uk vantaði allt sem til þurfti, til að verða annað en það sem hann varð í raun og veru. Hann var strax algerlega á vaidi hirðklík- unnar, sem vissi hvernig átti að stjórna hon- um. Myndin af Faruk, sem varnarlausu fórnar- dýri hirð- og valdaklíkunnar, er skýrt dregin í þessari fyrstu ævisögu Faruks. Það er rit- höfundurinn Hugh McLeave sem skrifaði hana og kallar hana: „The Last Pharaoh, The Ten Faces of Farouk". McLeave hefur verið mjög nákvæmur með að afla sér réttra upplýsinga, hann hefur tal- að við hundruð manna, egypzka, brezka og arabiska sérfræðinga, ættingja Faruks og alla sem voru líklegir til að geta sagt eitt- hvað um líf hins landflótta konungs. Það er ófögur mynd, ef maður leggur eitt- hvað upp úr siðmenningu. En þessi mynd verður aumkunarverð, þegar fram í sækir, mynd af unglingi sem var eyðilagður af uppeldinu, ungum manni, sem viljasterk ill- menni höfðu að leiksoppi og var algerlega ófær um að gagnrýna sjálfan sig. 400 herbergi. Kubbah höllin, norð-austan til í Kairo, var æskuheimur Faruks. Höllin var umkringd háum múrum og var einna líkust fangelsi. Faruk og systur hans fjórar (Fawzia, Faiza, Faike og Fathia) fengu ekki að fara út fyrir hallarmörkin, nema með örfáum undantekn- ingum. En þau þurftu ekki að hafa innilokunar- kennd, því nóg var húsrýmið. Það voru 400 herbergi í höllinni, skrautlegir salir, skrúð- garðar með gosbrunnum, gervitjörnum og sundlaugum. Fuad, sem gerður var konungur árið 1922, var harðstjóri í þess orðs fyllstu merkingu, jafnvel hans nánustu óttuðust hann. Börn- in hans tóku til fótanna og földu sig, þegar þau heyrðu rödd hans, sem var með ein- kennilegum málmhljómi (hann hafði fengið byssukúlu í barkann einu sinni þegar hon- um var sýnt banatilræði). Ef Faruk varð eitthvað á, varð hann að hlusta á skammarræðu föður síns liggjandi á gólfinu, bókstaflega talað. Fuad tók fljótlega eftir því að drengurinn var feitlaginn. Hann gaf því skipun um að 18 VIKAN «■ tw.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.