Vikan - 01.10.1970, Blaðsíða 19
16 ára konungur.
Faruk 16 ára. Þessi mynd cr tekin af honum í London, þar
sem hann gekk i einkaskóla. Nokkrum dögum síðar Iézt
faðir hans.
Mjög vinsæll.
Faruk var glæsilegur í klæðaburði og hann var
mjög vinsæll á fyrstu árunum eftir að hann varð
konungur, en það stóð ekki lengi.
Öhamingjusöm brúSur.
Fyrri kona hans var Farida Zulficar, dóttir
háttsetts lögmanns. Þau giftu sig árið 1938
en hjónabandið var mjög óhamingjusamt.
»TI FARAÓINN
drengurinn skyldi settur í svelti, hann mætti
aðeins fá lágmarksskammt af vatni. Litli
krónprinsinn neyddist þá til að læðast á
næturnar til haremsins, þar sem móðir hans
bjó og hún bjó líka vel með vistir í nýtízku-
legum kæliskáp.
Konungur 16 ára.
Konungurinn sá um að dagskipan þeirra
feðganna var bæði löng og ströng. Þegar
Faruk var fimm ára var vinnudagur hans
tólf stundir, frá klukkan sex á morgnanna
til sex á kvöldin.
Hálfan sólarhringinn varð hann að stunda
íþróttir, reiðmennsku, skilmingar, tungu-
málanám (ensku, frönsku og arabisku), trú-
arbragðasögu, þar sem hann varð að læra
marga kafla úr kóraninum utan að, stærð-
fræði (!) og veraldarsögu.
Faruk var ekki sérstaklega greindur, en
hann var heldur ekki heimskur. Einu tók
hann fljótt eftir, hann sá að faðir hans var
álitinn gamall maður (52 ára við fæðingu
sonarins) og að hann sjálfur yrði fljótlega
konungur.
Hann gekk því upp í því að hafa í hótun-
um við kennara sína, hirðfólk og þjónustu-
menn, sagðist ætla að þjarma að þeim, þeg-
ar hann væri kominn til valda, ef þeir færu
ekki að vilja hans. Það voru sérstaklega eldri
hirðmenn, sem tóku hann trúanlegan, því að
þeir vissu að hnn átti ætt til að standa við
slíkar hótanir. Ættingjar Muhameðs Ali, for-
föður hans, voru þekktir fyrir harðstjórn og
hefnigirni.
En enska kennslukonan hans, Ina Naylor,
skeytti ekki um hótanir hans og hún varð
bezti vinur hans. Það var hún sem reyndi að
vekja hjá honum réttlætiskennd, en hann
gleymdi fljótlega hollum ráðum hennar. En
honum þótti vænt um „Ninzi“, enda var hann
nokkuð hlýðinn við hana.
Faruk var í Englandi (hann átti að stunda
nám við herforingjaskólann) þegar faðir
hans dó. Nýi konungurinn var þá aðeins 16
ára gamall. Föðurbróðir hans fór með stjórn,
meðan hann var ómyndugur. En samt hlaut
Faruk konunglegar móttökur, þegar hann
kom heim til Egyptalands. Hundruð þús-
undir manna streymdu til Alexandríu til að
taka á móti konunginum unga.
Fólkinu fannst hann mjög geðfelldur.
Hann var laglegur og kunni að klæða sig.
Hann vissi líka hvernig hann átti að koma
sér vel. Hann brosti vingjarnlega, en svo-
lítið angurblítt (faðir hans var nýlátinn),
heilsaði jafnt fátækum sem ríkum og var
mjög einlægur og virðulegur um leið.
Það mátti segja að ferðin til Kairo hafi
verið sigurför. Útvarpið í Egyptalandi, sem
þá var nýstofnað, sagði frá því dag og nótt,
hvernig þjóðin hyllti þennan unga þjóðhöfð-
ingnja, og það var einmitt í útvarpsræðu,
sem Faruk gerði mestu lukkuna. Hann lof-
aði endurbótum á öllum sviðum og talaði
um sjálfan sig á mjög hlédrægan hátt.
En það sem vakti mestu hrifninguna, var
að konungurinn talaði arabisku, tungumál
sjálfrar þjóðarinnar. Forfeður hans höfðu
aldrei lært arabisku, þeir töluðu alltaf tyrk-
nesku, leifar frá þeim tímum auðmýkingar-
innar, þegar Egyptaland var innlimað í
ottomanska stórveldið.
Faruk lét líka í það skína að hann ætlaði
að vinna að því öllum árum, að hann ætlaði
að losa Egypta við hina yfirgangssömu Breta
og gera þjóð sína að herraþjóð.
En hann var auðvitað með bundnar hend-
ur þá, sökum æsku sinnar, föðurbróðir hans,
Ali Muhamed, var ríkisstjóri.
Sjúkrabílar í kjölfarinu.
En Faruk komst fljótlega að því að hann
var nú orðinn frjáls, sinn eigin húsbóndi.
Hann hafði erft ótrúleg auðæfi, fimm stórar
hallir og tíunda hluta af ræktunarhæfri jörð
landsins, lystisnekkjur, einbýlishús hingað
og þangað og 100 bíla, þar á meðal Rolls
Royce bíla.
Bílakstur varð því fyrsta æðið sem hann
lagði sér til. Hann lét mála alla bílana rauða
og bannaði öðrum bíleigendum í landinu að
nota þann lit á ökutæki sín. Með því vissi
lögreglan alltaf þegar konunglegur farkost-
ur var á ferðinni og gat þá séð um að ryðja
honum braut. Það var sagt í Kairo að ef
40. tbi. VIKiAN 19