Vikan - 01.10.1970, Blaðsíða 30
HEYRA MÁ
Cþó íægra Iátíj
OMAR VALDIMARSSON
LOGAR. Frá vinstri: Henry, Ólafur, Guðlaugur, Ingi og Helgi.
ÖLAFUR BACHMAN
MEÐ LOGUM
Ólafur Bachmann, hinn nýi tiommu-
leikari Loga. Hann segist hress yfir
stöðunni.
Eins og við sögðum frá um
síðustu mánaðamót, voru Logar
frá Vestmannaeyjum að gera
heilmiklar breytingar á hljóm-
sveitinni, með því að taka inn
tvo nýja menn. Á síðustu stundu
var hætt við annan, trommu-
leikarann, því Ólafur Bach-
mann, sem áður var með Mán-
um, var til staðar, og er nú far-
inn að leika með hljómsveitinni.
Eftir að Óli hætti í Mánum fór
hann til Reykjavíkur og lagði
hér stund á iðnnám. En þeir sem
einu sinni hafa komizt í tónlist
eiga bágt með að hætta, og því
réðst hann í hljómsveit, og spil-
aði með Haukum í Sigtúni, en
aðmírállinn þar er enginn annar
en Guðmundur Ingólfáson, sá
bráðsnjalli orgel- og píanóleik-
ari.
Svavar Gests lét svo um mælt
ekki alls fyrir löngu, að honum
hefði fundizt Ólafur vera einn
af þeim fáu söngvurum hérlend-
um sem syngju af innlifun og
tilfinningu, og á það getum við
fallizt með ánægju, en viljum
gjarnan bæta við að hann er og
lipur trommuleikari. En eitt er
víst, að Logar eru nú á grænni
grein með þrjá góða söngvara,
þá bræður Inga og Helga Her-
mannssyni og Ólaf Bachmann.
PLANTAN ENDURVAKIN
Það er orðið nærri því heilt
ár síðan hljómsveitin PLANTAN
lék á dansleikjum sem Islend-
ingar hafa aðgang að. Eitthvað
hafa þeir verið að leika fyrir
hernámsliðið á Keflavíkurflug-
velli, en mestan tíma hafa þeir
notað til að æfa, og nú hafa þeir
hugsað sér að svipta hulunni af
þeim leyndardómi sem yfir
hljómsveitinni hefur verið, með
því að hefja leik á ný.
Breyting hefur þó orðið á
hljómsveitinni; í hópinn hefur
bætzt Kristján Erlendsson, saxó-
fón- og klarinettuleikari, og er
hann því fimmta hjól á vagnin-
um. Hinir fjórir eru tvíburarnir
Guðni og Guðmundur Sigurðs-
synir, en Guðni er orgel- og
trompetleikari hljómsveitarinn-
f NÆSTA BLAÐI:
í næsta blaði verður meðal annars
ítarlegt viðtal við John Cosling, pf-
anóieikara KINKS, sem voru hér á
dögunum, og heil opna verður með
myndum og frásögn af hljómleikum
þeirra í Höllinni, þó svo að þeir hafi
verið heldur óspennandi.
PLANTAN: Efstur er Guðni, en frá
vinstri eru Kristján, Viðar, Þórður og
Guðmundur. (Myndina tók Egill Sig-
urðsson, litlihróðir tviburanna).
ar, en Guðmundur leikur á bassa
og syngur. Gítarleikari er Viðar
Jónsson, sem áður var með Örn-
um og þar áður með ýmsum
hljómsveitúm (hann hefur verið
í bransanum í að minnsta kosti
7 ár), og trommuleikari er Þórð-
ur Þórðarson.
Þeir félagar hafa hugsað sér
að njóta góðs af öllu því blás-
araverki sem þeir hafa nú yfir
að ráða, og eru því töluvert inn
á jazz-rock línunni, og er við
litum inn á æfingu hjá þeim
ekki alls fyrir löngu, fannst
okkur þeir gera henni prýðileg-
ustu skil. Sérlega er gaman að
hlusta á Guðmund, því hann er
ekki einasta dágóður bassaleik-
ari, heldur og einn bezti söngvari
sem við höfum heyrt í langa
lengi. Það er hreinasta synd að
ekki skuli hafa heyrzt í honum
meir, og því er það okkar æðsta
von að við fáum að heyra meira
í honum fljótlega.
lillllli
ÍffÉfÉÉ
ill!ll!l!!!l!!l ílllll
.
30 VIKAN 40. tbi.