Vikan - 01.10.1970, Page 33
MINUM
Tino aat bak við stýrið í bílnum og leit
spyrjandi á hann. Enrico greip skófluna og
kinkaði kolli til drengsins. Síðan skreið hann
aftur inn í kjallarann, stakk skóflunni undir
hurðina og ýtti henni upp. Með því náði
hann lyklinum. Hann stakk honum í lásinn
og opnaði. Hann kom inn á gang með mörg-
um dyrum. Það skein ljós í gegnum eitt
skráargatið. En áður en hann athugaði nán-
ar þetta ljós, rannsakaði hann hin herbergin.
Þar var ekki nokkur manneskja.
Svo opnaði hann varlega síðustu dyrnar á
ganginum og tók fram skammbyssuna, sem
hann hafði tekið af Luigi Fantoni.
Nokkrum sekúndum síðar stóð hann í
svefnherbergi. í rúminu lá sofandi kona. Við
hlið hennar lá opinn bók og ljós var á lampa
á náttborðinu.
Enrico andaði léttar og stakk skammbyss-
unni í vasa sinn.
Þetta var ung kona, líklega rúmlega þrí-
tug, með sítt, svart hár og granna hand-
leggi. Ef hún opnaði nú augun, gæti hún
ekki komizt hjá því að sjá hann.
Hann læddist hljóðlega að rúminu og lyfti
hendinni....
Enrico stóð yfir henni, grafkyrr og beið
eftir því að hún vaknaði. Hann vissi að hún
myndi finna til nærveru hans og opna augun.
Hann sá að augnalok hennar titruðu, þykk
og síð augnahárin lyftust. Og um leið og
dökku augun stækkuðu af hræðslu, lagði
hann höndina yfir munn hennar, svo hún
gat ekki öskrað.
— Þér skuluð ekki vera hrædd! sagði hann.
— Ég skal ekki gera yður neitt. Ég ætla ekki
að ræna yður eða eigum yðar. En reynið ekki
að æpa!
Hann losaði gripið.
Hún sagði ekkert, en andaði djúpt og starði
á hann. Það leið góð stund þar til hræðslan
hvarf úr augnaráði hennar og hún varð róleg.
— Hver eruð þér?
— Ég er á flótta, sagði Enrico snöggt. —
Þér fáið að vita allt um það síðar. Farið á
fætur og gefið okkur eitthvað að borða.
— Ykkur?
— Já, ég er með lítinn dreng með mér.
Hann situr í bílnum yðar í bílskúrnum.
Hann sneri sér við en stóð samt þannig að
hann gat séð til hennar í speglinum. Hún var
í gegnsæjum náttkjól, mjög fagurlega limuð.
Hann sá að hún var fljót að smeygja sér í
slopp og stinga fótunum í inniskó, án þess að
líta af honum.
Hann sneri sér svo aftur að henni.
— Hvernig þorir einstæð kona að búa á
svona afskekktum stað?
— Ég þarfnast einmanaleikans, sagði hún.
— Frá hverjum eruð þér að flýja?
— Lögreglunni.
— Hvað hafið þér gert af yður?
— Framið bankarán og stolið tvö hundruð
milljónum líra.
— Og haldið að þér verðið öruggur fyrir
lögreglunni hér?
— Nei, það held ég ekki. Ég kom hér ein-
faldlega til að sækja milljónirnar mínar. Ég
hefi nefnilega falið þær hér og þér hafið
byggt húsið yðar á þeim stað sem þær eru
grafnar.
Marina stóð við bókaskápinn í stofúnni og
horfði á Tino háma í sig brauð og svínakjöt
með beztu lyst. Enrico gekk fram og aftur,
með brauðsneið í annarri hendinni en tommu-
stokk í hinni, — mældi út og reiknaði.
— Ef taskan hefir ekki verið flutt til, þá
á hún að vera rétt fyrir framan arininn.
Hafið þér teikningu af húsinu?
Hún svaraði ekki. Hún var nú búin að
klæða sig, var komin í svartar, þröngar bux-
ur og var að lagfæra á sér hárið.
— Ég spurði hvort þér hefðuð teikningu
af húsinu! sagði Enrico í ásökunarróm.
Hún gekk að skrifborðinu, opnaði skúffu
og rétti honum teikninguna.
Hann breiddi úr henni á borðið. Svo leit
hann á hana.
— Hvað heitið þér eiginlega?
— Verið ekki að spyrja svona mikið,, sagði
hún kuldalega. — Flýtið yður heldur að finna
töskuna svo þér komizt fyrr af stað héðan!
— Marina Olivi! Hann kipraði munninn og
benti á nafnið, sem stóð á teikningunni. —
Skáldkonan! Þér vinnið þá með heilanum.
Notið hann þá nú og verið ekki að tefja
fyrir mér.
Hún stóð kyrr stundarkorn en sagði svo
háðslega:
— Það stendur á teikningunni. Og þér
virðist kunna að lesa. Það sem ég ásaka yður
aðallega um er að draga drenginn inn í þetta.
Þér ættuð að skammast yðar.
Enrico skoðaði teikninguna.
— Það er ekki hægt að ná í töskuna frá
kjallaranum. Hvað er hér undir gólfinu?
— Það stendur líka á teikningunni. Þarna.
Hún benti á teikninguna. — Það er meters
þykk einangrunarhella.
— Og úr hvaða efni er hún?
Hún horfði á hann þrjóskufullum augum.
— Hvað skeður ef ég segi yður það ekki?
— Það skuluð þér fá að sjá. En ég ræð yð-
ur til að vera samvinnuþýð.
— Innst inni eruð þér aðeins hræddur
strákkjáni, sagði hún, — þótt þér þykist vera
einhver Stálmaður! Neðst er járnbent stein-
steypa, svo asfalt og svo aftur steinsteypa og
efst er fimm centimetra þykk einangrunar-
plata. Hvað gerið þér nú?
— Ég ætla auðvitað að grafa upp töskuna
mína, þótt ég verði að sprengja upp húsið
yðar.
— Hversvegna eruð þér að fást við annað
eins og þetta? spurði hún og hellti meira
kaffi í bollann hans. — Fremja bankarán,
innbrot hjá mér, — og svo þetta með dreng-
inn, ja kannski eitthvað fleira?
— Það er peningagræðgi.
— Það hlýtur að finnast einhver dýpri
ástæða. Hvaða samband var á milli yðar og
móður yðar?
Enrico fleygði frá sér teikningunni.
-- Viljið þér halda móður minni fyrir utan
þetta! Ég vil ekki hlusta á neitt sálfræðilegt
rugl! öskraði hann reiður. — Hvað eigið þér
af verkfærum? Egið þér meitil? Öxi eða sög?
— Hvað ætti ég að gera með það. Ég hefi
ekki hingað tii haft ástæðu til að rífa húsið
niður!
— Ég þarf verkfæri. Þér komið með mér,
Tino, þú bíður hér.
Meðan hann leitaði í bílskúrnum að verk-
færum, spurði hann skyndilega:
32 VIKAN «• tw.
Marina stóð graf-
kyrr og horfði á
hann brjóta upp
gólfið á herbergi
hennar. Það var
aðeins eitt sem
komst að í hug-
skoti hennar:
hvernig gat hún
komið honurn
fyrir kattarnef og
komizt undan
með drenginn? Þá
fékk hún ágæta
hugmynd....
— Eruð þér ekki hrædd við að búa hérna
eins? Hús, sem stendur svona afskekkt, býður
upp á innbrot og glæpi.
— Það skeður margt hrollvekjandi í íbúð-
arblokkum í borgunum. Hvað ætlið þér að
gera við þetta reipi?
— Það er handa yður. Eg þarf verkfæri og
þar sem þér eigið engin, þá verð ég að sækja
þau til Fiesole. En ég verð að vera viss um
að þér finnið ekki upp á neinum kjánaskap.
Ég ætla samt ekki að hengja yður, að minnsta
kosti ekki strax.
— Ef að þér væruð ekki glæpamaður, þá
væruð þér mjög athyglisverður maður, sagði
Marina.
Hann tók í handlegginn á henni og leiddi
hana aftur inn í húsið. Þegar hann kom inn
í stofuna, tók hann undir sig stökk að skrif-
borðinu og reif símann úr höndum Tinos.
Hann greip um axlir drengsins.
— Við hvern varstu að tala?
— Maríu, hún sagði að pabbi væri ekki
heima.
— Hvað sagðir þú við hana?
— Ég sagði að við værum í húsi við ána og
við ætluðum að grafa upp margar milljónir.
— Ó, þú kjáninn þinn ...
Marina lagði hönd sína á arm hans.
— Það eru fleiri þúsund hús við ána.
Hvaða máli skiptir það hvað drengurinn
sagði?
Enrico sleit í sundur símalínuna og fleygði
tækinu út að vegg. Hann nísti tönnum í van-
máttka reiði.
— Þetta var heimskulegt, sagði Marina ró-
lega. — Ef einhver hringir til mín, og ég
svara ekki, þá verður hringt á bilanatil-
kynningar og þeir senda viðgerðamenn hing-
að.
Enrico átti erfitt með að stilla sig.
— Setjist þarna á stólinn.
Hún sá að það var tilgangslaust að þybbast
við hann — og lét hann binda sig, en Tino
horfði undrandi á.
— Hversvegna ertu að binda hana? spurði
hann.
Enrico svaraði ekki.
— Komdu nú, sagði hann. — Við. förum til
Fiesole, ég þarf að sækja svolítið þangað, svo
við getum grafið töskuna upp. Og hlustaðu
nú á það sem ég segi. Meðan við erum í Fie-
sole verður þú að liggja á gólfinu í bílnum,
svo enginn sjái þig. Skilurðu það?
— Ja-á, sagði Tino, ekki vegna þess að
hann skildi hvað hann átti við, heldur vegna
þess að hann vissi að það var rétt sem En-
rico sagði.
Klukkan var að verða fimm, þegar rauði
sportbíllinn rann út úr bílskúrnum og var
ekið á gífurlegum hraða í áttina til Fiesole.
• Enrico sá ekki manninn sem sat við veg-
brúnina til að hvíla sig, en Carlo Cavallo
þekkti manninn við stýrið í bílnum, sem þaut
fram hjá.
Hann stóð fljótt upp til að athuga bílnúm-
erið, endurtók það oft, til að gleyma því ekki.
Svo skellihló hann. Það var ekki útséð um
árangurinn af eltingaleiknum! Hann gat
hringt frá einhverjum veitingastað og fengið
að vita hver ætti bílinn. Og þá gæti hann
fengið eigandann til að segja sér það sem
upp á vantaði. Að minnsta kosti var sjálfsagt
að reyna.
Og ef Enrico hefði verið búinn að ná í pen-
ingana og á leið úr landi, þá gat verið hent-
ugt að láta eiganda bílsins vita um hann. Það
gat verið að hann hefði stolið bílnum og líka
sennilegast.
Þetta var síðasta tækifærið. Hann ákvað að
fara ekki strax upp í fjöllin, heldur halda sig
nálægt Fiesole um hríð.
Hann fór aftur inn í skóginn og fylgdi ánni.
Enrico hafði ákveðið að leggja nú allt á eitt
bretti, það var eini möguleikinn. Hann hafði
ekki tíma til að aka krókaleiðir, svo hann ók
aðalgötuna inn í bæninn. Hann mætti tveim
lögregluþjónum og heilsaði þeim glaðlega.
Þeim gat ekki dottið í hug að maðurinn í
rauða sportbílnum væri Enrico Rocca. Tino
lá í hnipri á gólfinu.
Enrico ætlaði að fara til járnvöruverzlun-
arinnar, þar sem hann hafði á heiðarlegan
hátt keypt verkfærin, sem hann notaði við
bankaránið. Hann ók upp að dyrunum og
stöðvaði bílinn.
— Þú hreyfir þig ekki, sagði hann við
Tino. — Lofarðu því?
Tino kinkaði kolli.
Enrico stökk út úr bílnum og gekk kring-
um húsið og inn í port, þar sem hann braut
rúðu.
Iskrandi hljóðið í lögreglusírenu kvað nú
við i götunni.
Tino reis upp, skelfingu lostinn, en lagð-
ist strax niðurf aftur. Hann hafði einhverja
hugmynd um að Enrico væri að fremja ein-
hvern verknað, sem ekki væri eftir lögunum
og hann var eins hræddur nú, eins og þegar
bezti vinur hans hafði brotið rúðu. Nú var
hann jafn hræddur Enricos vegna, þegar
hann heyrði þetta andstyggilega væl nálgast.
— Flýttu þér, flýttu þér!
Og allt í einu bar skugga á bílinn.
Enrico fleygði verkfærunum upp í bílinn,
smeygði sér í sætið og flýtti sér út á götuna.
Hann tók fyrstu beygjuna á ískrandi hjól-
börðum.
Hann hægði fyrst á sér við næstu þvergötu
og mætti lögreglubílnum eins og hver annar
ökumaður og andaði léttar þegar lögreglu-
bíllinn var þotinn fram hjá.
— Varstu hræddur? spurði hann drenginn.
— Nei, nei! Þarf ég að liggja lengur á gólf-
inu?
— Já.
— Hvað varstu að sækja?
— Verkfæri.
— Ætlarðu að leysa hana þegar við kom-
um þangað?
— Já, strax.
— Hversvegna varstu að binda hana?
— Þú skilur það, þegar þú verður stór.
— Ég var svo hræddur þegar sírenurnar
fóru að væla. Ég var svo glaður þegar ég sá
þig aftur.
Enrico ýfði hárlubbann á kolli drengsins.
— Það var fallegt af þér.
— Ég segi pabba þetta allt saman, þegar
ég kem heim.
— Já, gerðu það. Hann verður glaður.
Tino reis ekki upp af bílgólfinu, fyrr en
þeir voru komnir inn í bílskúrinn. Hann sá
að svitinn bogaði af Enrico, heyrði hve hon-
um var erfitt um andardrátt og skildi að
maðurinn sem hafði bjargað honum, var
Framhald á bls. 50.
40. tbi. viKAN 33