Vikan


Vikan - 01.10.1970, Síða 46

Vikan - 01.10.1970, Síða 46
inn hennar væri látinn og hún klæddist strax sorgarbúningi, sem hún var rétt nýlega búin að leggja niður. Það var mesta furða hvað hún gat haldið lengi út að ganga í þessari víðu, svörtu kápu, í öllum hitanum í sumar. En hún var nú lítið úti við. Sorgin gerði hana víst mann- fælna. Sara sá aldrei nokkra manneskju koma í heimsókn til hennar. Fyrst í stað komu tengdaforeldrar hennar, en þau voru fyrir löngu hætt þeim' heimsóknum.... Þetta var á móti öllu náttúru- lögmáli. Konan gat ekki verið meira en tuttugu og fimm ára, ljóshærð og ljómandi falleg. Hve lengi ætlaði hún að eyða lífi sínu á þennan hátt, í einmanaleik og sorg? Og var hann í rauninni þess virði? hugsaði Sara í uppreisn- arhug. Og hún hafði ekki litið út fyrir að vera sérstaklega ham- ingjusöm, meðan hann var á lífi. En einni hæð ofar var engin sorg eða hlédrægni til. Samson framkvæmdastj óri hafði búið í húsinu í fimm ár, — opinber- lega einhleypur, en oft gistu ungar stúlkur hjá honum. Hann hlaut að vera að minnsta kosti þrjátíu og fimm ára, en það leit ekki út fyrir að hann væri að hugsa um kvonfang. Sara gat vel skilið konur, sem féllu fyrir honum. Hann var há- vaxinn og glæsilegur, reglulega aðlaðandi maður. Og svo var hann líka mjög ríkur. . . . Blöðin kölluðu hann stundum „fjármálaundrið", vegna þess hve fljótt hann hafði komið und- ir sig fótunum. Tuttugu og eins árs skaut honum upp, enginn vissi hvaðan, og á tveim árum hafði hann grætt það mikla pen- inga að hann gat sett upp ferða- skrifstofu, sem nú hafði útibú um öll Norðurlönd. Það var raunar einkennilegt að hann, sem var svona auðugur, skyldi samt búa þarna á sama stað í Ryttmestergötu, en það var eins og þessi íbúð væri hans lífsakk- eri. Annars virtist hann stefnu- laus eins og barn. Hann gat keypt bíla og hraðbáta af dýr- ustu gerð, en átti þá sjaldan nema nokkra mánuði í einu. Hann skipti um bíla eins og ann- að fólk skiptir um föt. Það var greinilegt að hann átti nóga pen- inga, enda bar hann það utan á sér eins og glitrandi hjúp. Þegar Sara Skopalski var að snúa lyklinum í skránni, kom hún auga á þvottakörfuna. Þetta var ósköp venjuleg tágakarfa með tveim hönkum, svo ljós að hún sást vel í hálfrökkrinu. Sara gretti sig. Þetta var karf- an hennar og hún geymdi hana venjulega í litlum skáp undir stiganum. vegna þess hve lítið pláss var í íbúðinni. Hún hafði beðið Hans að setja hana í skáp- inn, en hann hafði greinilega ekki nennt að ná í lykilinn. Þetta var ekki eini votturinn um ÍÞRÓTTATÖSKUR - INNKAUPATÖSKUR, margar geröir og stærðir. MÚLALUNDUR, öryrkjavinnustofur S. í. B. S. Ármúla 34 (áður 16) - Símar 38400 — 38401 og 38450. Óskilabarnið Framhald af bls. 17. inn fór í febrúar, varð frúin eft- ir heima ,og Sara hafði hugboð um hvers vegna þessi tilhögun var núna. Hún hafði svo oft heyrt rifrildið í þeim, þegar hún gekk fram hjá dyrum þeirra, eða ef gluggarnir voru opnir. Já, í þetta sinn varð frúin eft- ir heima. En' aðeins einn mánuð, þá fór hún líka burt og kom nú fyrir nokkrum dögum. Og ein- hvern tíma í kvöld var von á sendiráðsritaranum. Sara vissi það af tilviljun, því að fyrr um daginn var hringt til hennar frá Þýzkalandi. Það var Seved Sture og hann byrjaði með því að biðja hana afsökun- ar á ónæðinu. Hann hafði reynt að ná sambandi við konu sína, til að láta hana vita að hann kæmi heim, mánuði fyrr en búizt var við. Hann hafði hringt heim til sín, en ekki fengið svar. Þess vegna ætlaði hann að biðja Söru um að reyna að koma skilaboð- um til konu sinnár. Sara lofaði því. Hún skrifaði skilaboðin á blað og stakk því í póstkassa þeirra. Nú vissi hún ekki hvort Elisabeth Sture hafði komið heim og fengið skilaboðin nógu tímanlega. ' Hún hafði heyrt pískrað um aðra karlmenn... . Það var nokkuð á annan veg hjá nábúum Sture-hjónanna. Það stóð reyndar Leo van der Heft á dyrunum, en allir vissu að vesalings unga konan var ekkja, þótt aldrei hefði hún fengið sönnunargagnið í sínar hendur, nefnilega líkið, það hafði ekki fundizt ennþá. Það hafði verið algerlega óskiljanlegt og óskýranlegt flug- slys. Eitt kvöld, síðastliðinn vet- ur, hafði hann farið frá einka- flugvelli í Finnlandi og ætlaði heim til Svíþjóðar. En hann kom aldrei fram og orsökin lá eigin- lega í augum uppi; landið lá allt undir sjó og það skall á einhver versti bylur vetrarins. Hann hlaut að hafa flogið fram og aftur, þangað til hann hefur hrapað til jarðar. Enginn vissi ennþá hvað hafði skeð, því að flakið hafði aldrei fundizt. Það voru ýmsar getgátur á lofti um afdrif hans. Leo van der Heft var alþekkt- ur úr slúðurdálkum blaðanna og þess vegna var skrifað mikið um þetta slys, svo Sara vissi það sama og aðrir. Það var ekki svo undarlegt að hann hefði lagt upp í þessa ferð, vegna þess að þá var bjartviðri og veðurstofurnar spáðu að óveðrið næði ekki til Svíþjóðar, myndi ekki ná yfir Kjölinn. En hvernig gat hann horfið svona algerlega? Vélin hafði blindlendingartæki, en samt hef- ur hún misst stefnuna. Og hvers vegna sendi hann ekki neyðar- merki? Og hvers vegna hafði hann ekki snúið aftur til Finn- lands. Enginn gat svarað þessu og allra sízt Sara. Það litla sem hún vissi, var að Leo van der Heft, sem hafði búið lengi í þessu húsi, var harðgerður maður, það leit jafnvel út fyrir að hann væri mesti ofurhugi. Áður en leitinni að honum var hætt var Sylvia van der Heft fullviss að maður- 46 VIKAN 40. tbi.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.