Vikan - 01.10.1970, Page 47
Þótt sumri halli hér heima, nýtur enn Nú er tækifæri til a3 sækja sumarauka
sólar og hlýju sunnar í álfu. á hinum lágu haustfargjöldum Loftleiða
á tímabilinu 15. september til 31. okt-
óber. Haustlækkunin nemur frá 22% til
37% eftir áfangastað.
SUmBRBUKI
leti hans. Svo datt Söru í hug
að nafnataflan væri ekki í lagi.
Það hafði komið nýr leigjandi
fyrr um sumarið.
Það væri nú líklega nærri
sanni að segja leigjendur, því
að þau voru tvö, piltur og stúlka,
— en þau voru ekki gift. Þetta
voru unglingar, sem tæplega var
hægt að hugsa sér sem nábúa
sendiráðsfólks og framkvæmda-
stjóra. Stúdentagarður eða þak-
herbergi hefði verið sennilegra.
Pilturinn var síðhærður og
skeggjaður, líklega um tuttugu
og fimm ára. Sara trúði honum
ekki, þegar hann kom askvað-
andi og sagðist vera búinn að
taka íbúðina á leigu, íbúðina við
hliðina á Samson, en þegar hún
hringdi til fasteignafélagsins, var
henni sagt að þetta væri rétt.
Pilturinn sagðist heita Sten
Havel og sagðist stunda nám í
tónlistaháskólanum. Svo kallaði
hann á stúlkuna. Hún var dæmi-
gerð fyrir ungu kynslóðina.
Kastaníubrúnt hárið var sítt og
tekið saman í tagl. Hún var í
loðinni peysu og pilsi, sem náði
rétt niður fyrir rass, svo fótlegg-
irnir komu vel í ljós. Hún hét
Cecilia Caronius og ætlaði að
stunda nám í listaháskólanum
næsta vetur.
Tortryggni Söru hvarf fljótt,
þau voru svo eðlileg og vin-
gjarnleg. Þau virtust ekki hið
minnsta vandræðaleg yfir því að
þau byggju saman, þótt þau
væru ekki gift.
Svo höfðu þau flutt inn með
allt sitt dót, en farangur þeirra
var ólíkur öðru, sem áður hafði
verið borið inn í þetta hús. Þetta
voru aðeins ítrustu nauðsynjar
fyrir utan stóran og illa farinn
flygil og stereofón, ásamt stóru
teikniborði.
Þau höfðu aðeins verið í íbúð-
inni í þrjár vikur, þegar þau
komu til hennar og sögðust ætla
að dvelja í bát í skerjagarðinum
um sumarið op síðan hafði hún
ekki séð þau. En það var líklega
bezt að setja nöfnin þeirra á töfl-
una, þar sem hún þurfti hvort
sem var að ná í lykilinn að
skápnum.
Myrkrið var nærri skollið á
og Sara gat rétt greint tíglana
í gólfinu. Allt í einu hafði hún
það á tilfinningunni að hún væri
ekki ein þarna, en hún sá ekki
nokkra manneskju, hvorki í
ganginum eða stiganum. Hún
kallaði: — Halló, er einhver
þarna? Það gat verið að einhver
stæði í felum og hún fann til
hræðslu.
En hún heyrði ekki nokkurt
hljóð. Sara flýtti sér að rofan-
um og kveikti, en sá ekki neinn.
Hún lagði við eyrun, en það
eina sem heyrðist var tifið í
sjálfvirku klukkunni, sem
slökkti ljósin í stigunum.
Nú jæja, þetta var þá ímynd-
un. Sara tók plaststafina upp úr
svuntuvasa sínum og þrýsti þeim
föstum, einum eftir annan i röð-
ina fyrir ofan nafn Samsons:
STEN HAVEL.
Þá þurfti hún aðeins að skella
körfunni inn í skápinn og Sara
sneri sér við. En þá hætti tifið
og ljósin slokknuðu, en samt
ekki það fljótt að Sara gat séð
að karfan var horfin!
Þetta hafði þá ekki verið
ímyndun, einhver hafði tekið
körfuna meðan hún var inni í
íbúðinni sinni. En hvers vegna?
Þetta var tóm og algerlega verð-
laus karfa!
Skelfingin greip hana. Átti
hún að kveikja ljósið og fara
upp stigann til að athuga þetta?
Nei, það var bezt að bíða þar
til Hans kæmi heim. Og Sara
flýtti sér aftur inn í íbúð sína.
Að koma frá skerjagarðinum
til Stokkhólms síðast í júlí, var
eins og að lenda í bakarofni.
Cissi stóð á glóðheitu asfaltinu
og beið eftir Sten. Hann var að
tala við piltinn í gula blaða-
turninum innan við hliðið, sem
lokaði bryggjunum.
Cissi var blaut af svita. Hún
var leið yfir að þurfa að, fara til
borgarinnar aftur á miðju
sumri, en lán var lán, þau fengu
bátinn aðeins þangað til eigand-
inn þurfti sjálfur á honum að
halda og báturinn varð að vera
kominn á ákveðinn stað, áður en
hann ætlaði sjálfur í sumarfrí.
Það var fallega gert af honum
að lána þeim bátinn, enda var
þetta góður vinur Stens.
Hliðið skall aftur og Sten kom
til hennar með töskurnar. Hár
hans hafði upplitazt og augun
virtust ljósari í dökku andlitinu.
Sem betur fór náðu þau strax í
leigubíl, svo þau þurftu ekki að
rogast með töskurnar í þessum
hita.
Jæja, sumarið var þá búið hjá
þeim, hugsaði Cissi á leiðinni.
Það var frekar lítil umferð, enda
var klukkan að verða sex um
eftirmiðdaginn. Nú jæja, þótt
enginn af vinum þeirra væru í
borginni, þá var það þó ljós
punktur að hafa íbúð, fimm her-
bergja íbúð við Ryttmestergötu.
Hún var eiginlega ekki búin
að átta sig á því að þau hefðu
þessa íbúð. Sten hlaut að hafa
40. tbi. VIKAN 47