Vikan


Vikan - 01.10.1970, Síða 50

Vikan - 01.10.1970, Síða 50
Ef þér bjargið syni... Framhald af bls. 33. sjálfur í hættu. Það jók á hollustu hans, þótt hann væri ekki alveg viss um hvernig þetta hékk allt saman. Það snerist allt við í höfðinu á honum. Það eina sem honum var ljóst var að Enrico hafði bjargað honum tvisvar og að hann var ör- uggur í návist hans. — Þú mátt hjálpa mér ef þú vilt, sagði Enrico. Drengurinn tók öxina úr bílnum og gekk í humátt á eftir hetjunni sinni. Marinu létti, þegar hún heyrði til þeirra. — Eg vona að þetta hafi ekki verið of óþægilegt, sagði Enrico, þegar hann leysti hana. — Ég er ekki að kvarta, sagði hún og nuddaði úlnliðina. Litlu síðar sagði hún: — Þér eruð hugaður, sterkur og áræðinn. Hversvegna eyðileggið þér slíka hæfileika á þennan hátt? Maður á borð við yður gæti sigrað sinn eigin heim. -— Sögðuðu þér sinn eigin heim? — Já, það sagði ég. Það getur enginn sigr- að heiminn, aðeins sinn eigin heim. — Hvað vitið þér um minn heim? Ég er ekki eins upplýstur og þér, en svo mikið veit ég að minnsta kosti að allir heimar eru litlir og takmarkaðir, fullir af gígum. Maður þarf að vera línudansari, til að geta lifað, því allir vegir eru eins og mjóar línur. Ég fékk ekki að læra línudans, þessvegna féll ég í giginn. Er þetta nógu ljóst? Hann stakk ístungunni á rafmagnssöginni í tengilinn og sparkaði gólfteppinu frá. — Peningar! sagði hún með fyrirlitningu. — Og þér gerið þetta allt vegna peninga. Eins og peningar hafi nokkurn tíma veitt mönnum hamingju! — Eruð þér ekki að skrifa fyrir peninga, skrifa bækur? — Ég ímynda mer sjálf að ég nái ein- hverju takmarki með því, það er gott að hafa það hugfast. Hann svaraði ekki og á næsta augnabliki varð ærandi hávaði í stofunni. Flísar undan söginni þeyttust upp í loftið. Marina starði á hvernig hann tætti upp fallega viðargólfið hennar. Það var Tino sem horfði á vin sinn með mikiili aðdáun. í fyrsta sinn, þessa hryllilegu nótt, hló hann hátt. — Ef þér hjálpið mér, gengur þetta betur, sagði Enrico og lagði frá sér sögina. En Mar- ina hreyfði sig ekki. Hversvegna sló ég hann ekki í höfuðið með öxinni? hugsaði hún. — Réttu mér meitilinn, Tino! Drengurinn dró hann á eftir sér yfir gólfið. Þetta var miklu skemmtilegra en að horfa á sjónvarpið. Hann var ekki lengur að hugsa um peningaseðla, hann sá fyrir sér stóra kistu, fulla af gulli og dýrum steinum, perl- um og demöntum. Hann var fullur áhuga og hjálpaði til eftir beztu getu. En allan tímann var Marina að hugsa um hvernig hún gæti komið Enrico fyrir kattar- nef, ekki vegna peninganna, heldur til að bjarga drengnum. Hún var viss um að hann myndi ekki hika við að drepa drenginn, ef hann gæti bjargað sjálfum sér með því. Það mátti ekki ske. Hún varð að gera eitthvað til að bjarga barninu. En það var hræðilega erfitt, ekki sízt vegna þess að hún hafði mikla samúð með Enrico. Hann vakti hjá henni einhverjar tilfinningar, sem hún botnaði ekkert í. Hann sem var glæpamaður! Og allt í einu þreif hún þungan kertastjaka af arinhillunni og keyrði hann af alefli í höfuðið á honum! Hún varð skelfingu lostin, þegar hún sá öxina renna úr höndum hans og sá þennan þrekmikla mann hníga í gólfið. Þá sá hún að Tino varð stóreygður af skelf- ingu. — Hvað gerðir þú? öskraði hann, viti sínu fjær. — Hversvegna barðir þú hann? Þú ert vond, þú ert vond! — Komdu Tino, við verðum að flýta okkur. Hún tók í hönd hans og dró hann með sér, en hann barðist á móti eins og villidýr. Hann öskraði á Enrico, sparkaði í hana beit hana og sló. — Tino, ég vil bara hjálpa þér. Hann er glæpamaður, við verðum að flýta okkur héð- an. — Nei, ég vil ekki koma með þér! Hann er góður! Þú ert heimsk! Hún sá nú að drengurinn var hræddur við hana, það var hún sem hafði sent hann í þetta hyldýpi skelfingarinnar og hún var gráti nær af örvilnun. En hún varð að gera þetta, hún varð að beita hann hörðu til að bjarga honum frá þvi sem hann bar ekki skynbragð á. Hún komst loksins út í bílskúrinn, en þá sá hún, sér til skelfingar að lyklarnir voru ekki í bílnum, hann hlaut að vera með þá á sér. Þá missti hún alveg glóruna. Hún tók á rás með drenginn, vissi ekkert hvert hún átti að fara. Hún hljóp og hljóp og dró með sér drenginn, sem öskraði af öllum mætti. Þá datt henni báturinn í hug, svo hún hljóp aftur niður brattann, niður að ánni. Þetta var lítill róðrarbátur, en hann gæti ekki náð til þeirra, þegar þau væru komin út á ána. Þá væri þeim borgið... En Enrico var ekki meðvitundarlaus nema nokkrar sekúndur. Hann reis upp og staulað- ist á fætur. Honum var strax ljóst hvað hafði skeð. Hann heyrði hljóðin í Tino, beið svolitla stund, meðan verkurinn var að líða úr höfð- inu og svo lagði hann af stað til að elta þau uppi* Hann náði árbakkanum, þegar Marina var að ltoma Tino út í bátinn og þreif til hennar. Náföl og skjálfandi starði hún upp í reiði- legt andlitið. Nú drepur hann mig, hugsaði hún og lokaði augunum. Hún sá því ekki hvernig svipur hans breyttist á einu vetfangi, fann aðeins að hann þrýsti henni að sér og kyssti hana, fyrst frekjulega, en síðar með innileik, eins og maður, sem allt of lengi hefir farið á mis við ást og blíðu. Þetta hreif hana og þegar hann sleppti henni, skalf hún, en ekki lengur af hræðslu. En það sem ruglaði hana mest, var að hún veitti enga mótspyrnu, hafði heldur ekki óskað þess, en hafði algerlega gleymt sjálfri sér í augnabliks sælu, — og hann var glæpamaður. Hún reyndi að brosa til Tinos, sem þrýsti sér upp að Enrico, en drengurinn endurgalt ekki bros hennar. Augu hans voru full af tortrygnni og viðbjóði. — Komið þið, sagði Enrico snögglega og greip hönd drengsins, en hún fylgdi þeim eftir og sagði ekki orð. Henni var nú orðið alveg sama hvað hann gerði við húsið. Það var hægt að gera við það. En var hægt að gera við lifandi mann? Mann, sem hafði fallið í gíg, eins og hann hafði svo ljóslega lýst fyrir henni?* Var nokk- urn tíma hægt að bæta slíkt mein? í skugganum, tíu til tuttugu metrum frá þeim, stóð maður í felum, horfði á eftir þeim með sigurbrosi... Það var Carlo Cavallo. Hann hafði fylgt árbakkanum og heyrt veinin í drengnum, svo hann læddist nær. Hann hafði séð allt sem skeði. Hann hafði líka gefið sér tíma til að iíta inn um gluggann og hann sá hvað En- rico hafði hugsað sér. Cavallo brosti breitt. Hann ætlaði að iáta Enrico hafa fyrir því að ná í töskuna, láta hann hafa fyrir öllu erfiðinu. En svo, þegar milljónirnar voru komnar í dagsins ljós, þá ætlaði hann að koma þeim á óvart. Hann tók byssuna og losaði öryggislásinn, því næst læddist hann að húsinu og bak við það, svo hann sá að dyrnar voru ekki læstar — og hann hló með sjálfum sér. Framhald. 50 VIKAN . »i.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.