Vikan


Vikan - 15.10.1970, Síða 3

Vikan - 15.10.1970, Síða 3
42. tölublað - 15. október 1970 - 32. árgangur VIKAN í ÞESSARI VIKU Hið unga knattspyrnulið frá Akranesi fór ekki vel af stað, þegar íslandsmótið hófst s.l. vor. Lengi vel var liðið neðst, en svo fór að lokum, að það bar sigur úr býtum og hlaut hinn eftirsótta íslandsmeistaratitil i knattspyrnu. í þessu blaði kynnum við Akranesliðið með því að birta mynd af hverjum liðsmanni og auk þess spjall um hina ýmsu leiki liðsins í mótinu. Við birtum einnig forsíðumynd í litum af hinu vinsæla Akranesliði. Ný framhaldssaga hefst í þessu blaði og nefnist hún Þar til augu þín opnast. Hún segir frá ungri, brezkri stúlku, sem kemur ein til San Francisco og ætlar sér að freista gæf- unnar í Ameríku. Hún er ekki fyrr stigin út úr flugvélinni en hún lendir i ótal ævin- týrum. Þetta er nútímasaga um ungt fólk í stórborg, og hún er spennandi frá upphafi til enda. í næstsíðasta blaði heimsótti VIKAN sjónvarps þulinn Sólveigu Thorarensen, en nú er röðin komin að Bryndísi Schram. Hún er reyndar að hætta starfi sinu í bili og flytjast til Isafjarðar, en maður hennar, Jón B. Hannibalsson, er skólastjóri hins nýskipaða menntaskóla þar. í NÆSTU VIKU Norðmaðurinn Roald Amundsen er einn mesti landkönnuður, sem uppi hefur verið. Hann var ramur að afli og gæddur óvenjulegu þreki, bæði til sálar og líkama. Eins og kunnugt er komst hann fyrstur til suðurpólsins, en nánar verður sagt frá afrekum hans í næstu Viku. Loftur Guðmundsson rithöfundur hef>|r tekið saman skemmtilega grein um þennan mikla afreksmann. Allir vilja vita eitthvað um framtíðina, þótt vissulega væri lítið spennandi að lifa, ef maður vissi nákvæmlega hvað gerðist. í næsta blaði birtir VIKAN ítarlega kennslu í lófalestri, svo að hver og einn geti iðkað þessa spádómslist, sem tíðkast hefur frá aldaöðli. Sumar hvert, þegar menn aka út á land í bifreiðum sínum sér til skemmtunar, beinist athyglin að hinum slæmu vegum okkar. Auðvitað kysu allir, að fá steypta og góða vegi um land allt og það sem allra fyrst. Sverrir Runólfsson hefur ýmsar hugmyndir í þessu sambandi og segir frá þeim í viðtali við Vikuna, sem birtist í næsta blaði. FORSÍÐAN Akurnesingar urðu íslandsmeistarar í knattspyrnu í ár. Sjá kynningu á einstökum liðsmönnum og sitthvað fleira um Akranes og íslandsmótið á bls. 12—15. (Ljósm. Egill Sigurðsson). í FULLRI ALVÖRU ÁHRIFARÍK FANGAHJÁLP Alkunna er, hversu afbrotamönnum hættir til að lenda á sömu glapstigunum aftur, jafnskjótt og þeir hafa afplánað fangelsisdóm og öðlazt frelsi. Þjóðfélagið tekur ekki fyrrverandi afbrota- mönnum opnum örmum, svo að þeim gefast oft lítil tækifæri til að hefja nýtt og betra líf, þótt þeir hafi strengt þess heit í betrunarvistinni. Raunar eru í flestum löndum starfandi stofnanir, sem hafa það að markmiði að reyna að greiða götu fyrrverandi fanga og hjálpa þeim að gerast aftur nýtir þjóðfélagsþegnar. Hér á landi eru til dæmis tvær slíkar stofnanir, Fangahjálpin og Vernd, sem hafa unnið hið ágætasta starf, innan þeirra marka, sem þau hafa sett sér. En nú hefur mjög rutt sér til rúms erlendis undanfarin ár ný aðferð við fangahjálp, sem borið hefur ríkulegan ávöxt. Aðferð þessi er fólgin í því, að komið er á fót umfangsmiklu kerfi sjálfboðaliða, sem hver um sig tekur að sér einn fanga. Hjálpin byrjar ekki eftir að fang- inn er sloppinn úr fangelsinu, heldur strax með- an hann dvelst þar. Sjálfboðaliðinn heimsækir þann fanga, sem honum hefur verið falið að annast, þegar skömmu eftir að hann hefur verið lokaður á bak við lás og slá, og hefur síðan stöðugt samband við hann, þar til hann öðlast frelsi á ný. Reynt er að vanda sem allrabezt val sjálfboðaliðans og sótzt eftir að fá til að gegna þessu vandasama starfi menn, sem mega sín nokkurs í þjóðfélaginu, til dæmis atvinnurek- endur eða áhrifamenn á einhverju sviði. Slíkir menn hafa aðstöðu til að hjálpa afbrotamönn- um, og þess eru mörg dæmi, að það hafi tekizt giftusamlega. Þessi nýja aðferð á rætur sínar að rekja til Hollands, og hefur borið slíkan árangur þar, að 90% af fyrrverandi afbrotamönnum lenda ekki í kasti við lögregluna á nýjan leik. Ungur banda- rískur klerkur, Simmons að nafni, kynntist þess- ari óvenjulegu fangahjálp Hollendinga og varð svo hrifinn af henni, að hann ákvað að koma á fót slíkri starfsemi í heimalandi sínu, en í Bandaríkjunum er helmingur afbrotamanna tal- inn óforbetranlegur. Hann lét ekki sitja við orðin tóm, heldur hófst þegar handa og hefur nú kom- ið upp öflugum hópi sjálfboðaliða. Þessi nýja og árangursríka fangahjálp er vissu- lega athyglisverð. Hjálparstofnanir eru góðra gjalda verðar, en ná miklu skemmra en aðstoð hins almenna borgara, sem af fúsum vilja tekst á herðar að hjálpa vegvilltum samborgara sin- um og vísa honum rétta leið. G.Gr. VIIVMI'I Útgefandi: Hilmir hf. Ritstjóri: Gylfi Gröndal. Blaöamenn: Dagur Þorleifsson, Matthildur Edwald og Ómar Valdimarsson. Útlitsteikning: Hall- dóra Halldórsdóttir. Auglýsingastjórar: Sigríður Þorvaldsdóttir og Sigríður Ólafsdóttir. — Ritstjórn, auglýsingar, afgreiðsla og dreifing: Skipholti 33. Símar: 35320 — 35323. Pósthólf 533. Verð i lausa- sölu kr. 60,00. Áskriftarverð er 575 kr. fyrir 13 tölu- blöð ársfjórðungslega, 1100 kr. fyrir 26 blöð miss- erislega. Áskriftargjaldið greiðist fyrirfram. Gjald- dagar eru: nóvember, febrúar, mai og ágúst. 42. tbl. VIKAN 3

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.