Vikan


Vikan - 15.10.1970, Qupperneq 4

Vikan - 15.10.1970, Qupperneq 4
Flestum minnkar jrelsi, þá jeng- in er kona. íslenzkur málsháttur. " Hált er lífið á hestbaki... Candice Bergen, 24 ára gömul bandarísk leikkona, datt af hest- baki við kvikmyndatöku í Mexi- kó í sumar og kom niður beint á sitjandann, eins og þessar skemmtilegu myndir sýna. Leik- konan er þaulvön hestum, en misbauð skapsmunum klársins við myndatökuna. Bergen hefur leikið í nokkrum kvikmyndum, en frægust varð hún hér um árið, þegar sá kvittur komst á kreik, að hún ætti vingott við Robert Kennedy. Hús úr eintómum pappa Margir hafa látið sig dreyma um, að nýjar byggingaraðferðir gerðu það að verkum, að allir gætu eignazt sitt eigið hús, án þess að þurfa að vinna baki brotnu meira en helming ævinn- ar. Nú eru taldar nokkrar líkur á, að Bandaríkjamönnum hafi tekizt þetta. Þeir hafa smíðað hús, sem gert er úr eintómum pappa og er þar af leiðandi hræ- ódýrt. Hver sem er getur keypt það tilbúið og reist það sjálfur á fimm klukkustundum. Stríðið við handverksmennina er þar með úr sögunni og allar fjárhagsáhyggj- ur sömuleiðis. Fjörutíu fermetra hús úr pappa kostar ekki nema rúmar 70 þús- und krónur, og 130 fermetra ein- býlishús kostar tæpar 300 þúsund krónur. Fyrstu pappahúsin hafa staðið í Kaliforníu í sumar til reynslu. Framleiðendurnir gera sér vonir um, að pappahúsin eigi að geta staðið hvar sem er í heiminum í hvaða loftslagi sem er að minnsta kosti í tuttugu ár. Veggirnir eru þaktir glertrefjahúð og eiga að vera fullkomlega vatnsheldir. Burðarásar eru einnig úr pappa og þakið er sagt svo sterkt, að tveir menn geti hlaupið á því, án þess að það brotni. Allt húsið vegur ekki nema um 500 pund og það kemst fyrir í tveimur kössum. Ef engir gallar koma fram, verður hafin fjölda- framleiðsla á pappahúsunum innan skamms. Þá pantar maður bara húsið sitt og fær það sent heim í pósti! Kvikmynd um Sharon Tate Sharon Tate lék hvert hlut- verkið á fætur öðru á skömmum en glæsilegum ferli sínum. Nú er líf hennar og dauði orðið hlut- verk í kvikmynd. Það er ítalski leikstjórinn Gian Vittorio Baldi sem hyggst gera kvikmynd um ævi Sharon Tate. Undirbúning- ur myndarinnar er þegar hafinn, en erfiðlega hefur gengið að finna leikkonu í titilhlutverkið. Tvær þykja aðallega koma til greina: Sænska leikkonan Ewa Aulin og franska leikkonan Macha Meril. Ewa er álitin líkj- ast Sharon meir, en Macha hefur einn kost fram yfir keppinaut sinn: Hún er eiginkona leik- stjórans. . . . 4 VIKAN 42. tbl.

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.