Vikan


Vikan - 15.10.1970, Síða 9

Vikan - 15.10.1970, Síða 9
Liljur Kæri draumráðandi! Mér fannst ég vera heima hjá mér, og sá ég út á götuna. Úti fyrir fannst mér veðrið vera gott, sólskin og logn. Allt í einu sá ég hempuklæddan prest koma gangandi með hatt á höfði og í hattinum voru tvær stórar og fallegar páskaliljur. Mér fannst hann ganga beint inn í húsið á móti og hverfa þar inn en ekki lokaði hann dyrunum. Eftir and- artak finnst mér eldri dóttir konunnar í húsinu koma út og kalla til litlu systur sinnar (sem ég sá ekki) og segja að hún væri að fara. Svo fer hún inn og rétt á eftir kemur presturinn út, stúlkan með honum og tvær aðr- ar unglingsstelpur. Gengu þau niður tröppurnar — og vaknaði ég í sama mund við vekjara- klukkuna. Kona í Grindavík. Draumnr þessi er ákaflega hag- stæffur og boffar þér gott eitt, hamingju og hagsæld. Innan skamms kynnistu kvenmanni, og frekar tveim en einum, og verff- ur þaff þér til mikilla heilla, því dugnaffurinn og kærleikurinn skín út úr hverju tilliti og verki þessa manneskja. Hringurinn brotnaði Kæri draumráðandi! Mig dreymdi þennan leiðin- lega draum um daginn: Mér varð litið á hönd mína og sé að giftingarhringurinn er sokkinn inn í hendina á mér. Eg fór að reyna að ná honum af, og við það spíttist gröftur úr fingr- inum á mér. Að lokum náði ég honum þó af mér, en þá var hann svo þunnur að þegar ég skoðaði hann betur þá brotnaði hann í marga parta. Vonast eftir ráðningu sem fyrst. Kona á Stokkseyri. Þetta boðar þér óvænt happ, sem þú gætir auffveldlega misnotaff þér. Sennilegast byrjar þú á því aff misnota þér þaff á einlivern hátt, lítilvægan, og ef þú ekki gáir aff þér, þá mun happ úr hendi þér sleppa mjög auðveld- lega og eftir á ertu verr á þig komin en áffur. Sterkir litir Kæra Vika! Mér fannst ég vera ásamt vin- konu minni í dökkum bíl og ríkti þar algjört hljóð. Mér fannst ég vera orðin Ijóshærð, en er dökkhærð í rauninni og vinkona mín, sem sat við hlið- ina á mér í bílnum, var í alveg snjóhvítum fötum. Svo fannst mér ég líta í aftur- sætið, og þá var það fullt af hvítum eggjum. Þaðan leit ég á stýrið og var það eldrautt, hend- urnar sem héldu utan um það snjóhvítar og maðurinn sjálfur sem keyrði mjög dökkur. Ég ætlaði út úr bílnum en þá voru engin handföng á hurðinni, en maðurinn rétti mér gulan lyk- il sem ég opnaði með. Síða gekk ég eftir breiðum, steyptum vegi og var ég alein á veginum. Framhjá stórum blokk- um fór ég, að sjoppu og þar keypti ég blað. Þá kom hvítur Volkswagen sem stoppar og við stýrið er ljóshærður maður sem skipar mér inn í bílinn. Keyrði hann mig heim. Draumadís. Þetta er öllum sem hlut eiga aff máli fyrir einhverjum vandræff- um, sennilega veikindum. Hlut- verk mannsins sem keyrði fyrri bílinn í draumnum, er sennileg- ast það aff vara ykkur viff, en einhvern veginn virffist allt velt- ast þannig aff þiff takiff lítiff mark á honum •— eða læknum. Allir í jarSarför Kæri draumráðandi! Mig langar til að biðja þig að ráða fyrir mig draum sem mig dreymdi núna fyrir skömmu. -— Hann var þannig: Mig dreymdi að ég væri barna- pía hjá mömmu vinkonu minn- ar, en hún tekur börn í gæzlu. Mamma hennar (vinkonu minn- ar) sem heitir X og fyrrverandi vinkona hennar sem heitir Z, talast ekki lengur við, en nú hringir hún og biður X að koma með sér til Keflavíkur til að vera við jarðarför móður sinnar. X segir já, og spyr hvort ég og frændi vinkonu minnar sem býr sjá þeim megi ekki koma með, hvað Z kveður já við, og segist þá ætla að taka frænda sinn með líka. En einhvern veginn fer það svo að frændinn B og ég verðum eftir en hin fjögur fara. Þá kem- ur það upp úr kafinu að þetta var allt ráðabrugg af hálfu B frændans og Z vinkonunnar, því vinkona mín er nýfarin að vera hrifin af strák og þetta var ein- mitt hann sem fór með þeim. B frændinn sem er búinn að vera með sömu stelpunni nokkuð lengi (og ætlaði hún að koma til hans þetta kvöld) biður hana að koma ekki. Ég er pínulítið hrif- in af þessum strák, en hef eng- an séns í hann. Kæri draumráðandi! Þessi draumur hefur sótt svo á mig að ef þú vildir gjöra svo vel og ráða hann fyrir mig, yrði ég allra þakklátust. Með fyrirfram þakklæti. Gúddý. Ef eitthvaff, þá boðar þessi draumur þér þaff aff þú átt ein- hvern séns í þennan frænda B. Annars hef ég ekki mikla trú á aff þessi draumur boffi nein sér- stök straumlivörf í lífi þínu effa annarra, en einhverja gleffi átt þú í vændum. Ty-Phoo teið bragðgóða fæst nú í flestöllum verzlunum borgarinnar. Reynið næst TY RHOO 42. tbi. VIKAN 9

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.