Vikan


Vikan - 15.10.1970, Síða 10

Vikan - 15.10.1970, Síða 10
Hræðslukenndir o Richard Burton er hræddur við dauð- ann og mikinn mannfjölda. — Hræðsl- an við að verða gleymdur, við að hverfa, heldur mér vakandi á nótt- unni. En ég er líklega ekki einn um þetta 0 Howard Hughes var einu sinni heims- frægur flugmaður og flugvélaverk- fræðingur, en hann fer í felur. Jafn- vel einkaritari hans hefur ekki séð hann í mörg ár. e Hvað er Brigitte Bardot að segja við fyrrverandi eiginmann sinn? Hún bað hann að setja upp arin í dagstofunni, en hann varð dauðskelkaður. Hann er sjúklega eldhræddur. O Hinn auðugi skipaeigandi Onassis er hræddur við morgundaginn, — hann er ekki hræddur við að eyða pening- um, en lifir í eilífri angist fyrir því sem bíður hans á næstu krossgötum. •— Ég er hræddur við tvennt, segir Richard Burton. Mann- þröng og dauðann. Þetta byrjaði fyrir alvöru, þegar ég kvæntist Elisabeth Taylor. Fólk hópaðist að okkur, hvar sem við komum fram. Stundum varð þetta alger hrollvekja. Þegar ég lék Hamlet á Broadway, varð ég að fá að- stoð lögreglunnar til að komast til lsikhússins og frá því. Ef ég hefði ekki fengið þá aðstoð, hefði ég aldrei komizt í nám- unda við leiksviðið. Ég viður- kenni að é<* var hræddur og ég er ennþá dauðhræddur um að einhver stingi hnífi í bakið á mér, þegar ég er í mannþröng. Það er stöðugt verið að hóta okkur lífláti, bæði í síma og bréflega og rétt áður en Hamlet var frumsýndur, þá fékk leik- hússtjórnin tilkynningu um að það yrði fleygt sprengju í mig, meðan á sýningu stæði. Ég vakna á miðjum nóttum og þreifa eftir sígarettupakkanum og meðan ég ligg reykjandi í myrkrinu hugleiði ég hvað um mig verði. Ég er hræddur við að deyja, að verða skilinn einn eftir, verða að engu. Og ég verð andvaka alla nóttina vegna þess- arar hræðslu. En ég býst ekki við að ég sé einn um þetta. . . . Richard Burton er kvalinn af hræðslukennd, tvöfaldri hræðslu- kennd, hann er hræddur í mann- þröng og hræddur við dauðann. Það er rétt hjá honum, hann er ekki einn um þetta. Við þekkj- um öll fólk, sem á einn eða ann- an hátt er haldið einhverri hræðslukennd, eins og innilok- unarkennd eða hræðslu við auð svæði. Svo eru aðrir sem hafa ein- kennilegar hræðslukenndir, eins og sjúklega hræðslu við óhrein- indi. Og margir óttast töluna 13. Sú hræðsla er svo algeng að mörg hótel nota ekki herbergi númer 13 eða 13. hæð. En það versta hlýtur að vera hræðslan við allt. Tsjaikovski þjáðist af allsherj- ar hræðslukennd. Hann var sjúk- lega þunglyndur, hræddur við kynferði, konur og dauðann. Hann var stöðugt hræddur um að höfuðið dytti af honum og þess vegna studdi hann við það með vinstri hendi, þegar hann hélt á taktstokknum í þeirri hægri. Okkur finnst þetta hlægilegt, en það hefur honum ábyggilega ekki fundizt sjálfum. Hræð'slukennd frú „Corn Flakes“ er eiginlega frekar sérvizka. Það er athyglisvert að áber- andi hræðslukenndir gera frek- ast vart við sig hjá auðugu fólki. 10 VIKAN 42 tbl-

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.