Vikan


Vikan - 15.10.1970, Side 12

Vikan - 15.10.1970, Side 12
Allt sem við viljum er boltann í mark. Og allir eru að tala um KR — ÍBV — Akureyri. Og staðan mun verða að vinna í dag. Þannig hljóðar einn af hvatn- ingar- og gleðisöngvum þeim, sem stúlkurnar ofan af Skaga hafa sungið fyrir knattspyrnulið sitt, sem sett hefur svo mjög svip á íslenzka knattspyrnu nú í sumar, eftir nokkurra ára öldu- dal. Ekki er hægt annað að segja, en liðsmenn hafi reynt sitt bezta til að verða við þessum óskum stúlknanna og fleiri aðdáenda liðsins. Og því til sönnunar geta þeir nú ánægðir státað af því að hafa nú nýverið fært íslands- bikarinn í sjöunda sinn heim til „knattspyrnubæjarins" við Faxa- flóa. Það var almennt álitið í vor, áður en I-deildarkeppnin hófst, að AkraneSliðið væri það lið, sem líklegast mætti teljast til að hreppa bikarinn úr höndum Keflvíkinga. En eftir óvænt tap í byrjun mótsins fór þeim fækk- andi, sem töldu að þetta væri möguiegt og jafnvel þeir svart- sýnustu þóttust sjá að liðið ætti fyrir höndum langa og erfiða baráttu til að halda sæti sínu í I-deild. Er rifjuð er upp útkoma hinna einstöku leikja liðsins í I-deild- inni í sumar sést strax hvers vegna þessarar svartsýni gætti, því eftir þrjár fyrstu umferðirn- ar hafði liðinu ekki tekizt að vinna neinn leik. í fyrsta leiknum biðu Akur- nesingar lægri hlut í viðureign gegn nýliðunum í I-deild, Vík- ingum á Melavellinum. Greini- legt var að Reykjavíkurliðið var sterkari aðilinn í þessari viður- eign, sérstaklega í fyrri hálfleik og unnu þeir réttlátlega með tveim mörkum gegn engu. Tveir næstu leikir voru gegn Val og KR og enduðu báðir með jafntefli. Sá fyrri var á útivelli og endaði með einu marki gegn einu, eftir að Valsmenn höfðu leitt leikinn í hálfleik. En Matt- 12 VIKAN 42 tbl

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.