Vikan


Vikan - 15.10.1970, Page 13

Vikan - 15.10.1970, Page 13
híasi tókst að jafna metin í síð- ari hálfleiknum. í leiknum gegn KR-ingum, höguðu veðurguðirnir sér þann- ig að vart var hægt að ætlast til þess að liðin léku knattspyrnu af nokkru viti og lauk þeim leik með marklausu jafntefli. Eftir fyrstu umferð keppninn- ar sýndi tafla sem eitt dagblað- anna birti af stöðunni í deild- inni að Akranesliðið var í neðsta sæti. En er liðið hafði leikið þrjá leiki var staðan í mótinu þessi: Keflavík 2 2 0 0 5:1 4 K.R. 3 1 2 0 2:1 4 Valur 3 1 1 1 4:4 3 Fram 2 1 0 1 2:2 2 Víkingur 3 1 0 2 2:4 2 Akranes 3 0 2 1 1:3 2 Akureyri 1 0 1 0 1:1 1 l.B.V. 1 0 0 1 2:3 0 Eins og sést eru lið Akureyr- inga og Vestmannaeyinga þau einu sem eru fyrir neðan Akra- nesliðið er hér er komið sögu, og bæði höfðu leikið tveim leikj- um færri, en lið Akurnesinga. Qobá tr bikaríno aítur ktHm ipp á Skna Texti: Ólafur Brynjólfsson Ljósmyndir: Egili SigurSsson. En hér verða þáttaskil á frammi- stöðu liðsins og ísinn brotnar í fjórða leik keppninnar er það vinnur Fram á Melavellinum með tveim mörkum gegn einu, en Eyleifi hafði tekizt að gera sigurmarkið á síðustu mínútum leiksins og átti það eftir að hafa örlagaríkari afleiðingar en marg- an grunaði þá. Upp frá þessu breyttist hagur iiðsins mjög til batnaðar og í fimmta leik sínum vinna Akur- nesingar sjálfa íslandsmeistar- ana frá Keflavík með fjórum mörkum gegn tveimur í mjög skemmtilegum leik, sem fram fór á Akranesi. Var þetta fyrsti tapleikur Keflvíkinga í keppn- inni. Eftir þennan leik er liðið far- ið að nálgast efsta sætið, einr, og sést á töflunni hér fyrir neð- K.R. Akranes Keflavík Fram Vikingur Valur Akureyri Í.B.V. 5 2 3 0 6:1 7 5 2 2 1 7:6 6 4 2 1 1 7:5 5 4 2 0 2 5:5 4 4 2 0 2 5:5 4 4 1 1 2 5:7 3 2 0 1 1 2:3 1 2 0 0 2 2:7 0 Og enn heldur liðið áfram sig- urgöngu sinni og vinnur hvern sigurinn öðrum glæsilegri. f sjötta leik sínum vinna Akurnes- ingar Akureyringa fyrir norð- an, en skömmu áður höfðu Akur- eyringar burstað Vestmannaey- inga í bæjarkeppni og var álitið að vart tækist Akurnesingum að sækja nema annað stigið norður. En raunin varð önnur og unnu þeir leikinn örugglega 3—1. Næstu tvo leiki vann Akra- nesliðið einnig: Vestmannaeyinga með fjórum mörkum eegn einu. í hreinum einstefnuleik og þá hefndi liðið ófaranna frá fyrsta leik sínum í keppninni og vann Víkinga með tveim mörkum gegn engu. Er hér var komið sögu, var mótið liðlega hálfnað og liðinu hafði tekizt að ná fyrsta sæti, eins og taflan sýnir. Ak^anes Keflavík Fram K.R. Í.B.V. Akureyri Vikingur Valur 8 5 2 1 8 5 12 8 5 0 3 8 3 3 2 7 3 0 4 6 2 13 8 2 0 6 7 115 16:8 12 13:8 11 13:10 10 11:9 9 8:14 6 13:11 5 8:16 4 5:11 3 Þá kom marklaus leikur gegn Akureyringum á Akranesi og síðan stórkostlegur leikur gegn KR á Laugardalsvellinum sem lengi mun í minnum hafður fyrir falleg mörk, mikla spennu sem ríkti frá fyrstu mínútu hans til hinnar síðustu og þá ekki sízt frá- bæran leik Eyleifs, sem vart hef- ur í annan tíma leikið betur en þarna. KR-ingar byrjuðu þennan leik af þvílikum krafti og dugnaði, að það leit helzt út fyrir að þeir ætluðu að gera út um leikinn þegar í byrjun og skoruðu þeir strax á annarri mínútu glæsilegt mark og héldu nokkru eftir það þungri pressu á mark Akurnes- inga. En smátt og smátt komst lið þeirra í gang með sitt netta Framhald á bls. 49 Á árunum frá 1951 til 1960 unnu Akurnesingar IslandsmótiS sex sinn- um. Þá lék Ríkharður Jónsson stórt hlutverk í þeim sigrum og í íslenzkri knattspyrnu almennt. Ekki er hlut- verk Ríkharðs minna i dag, þvi óhætt er að fullyrða að enginn þjálfari hafi náð jafn góðum árangri sem hann i sumar. Akurnesingar nú nýorðnir Is- landsmeistarar og islenzka landslið- ið, undir stjórn Rikharðs náði mun betri árangri í sumar, en oftast ^ður. 42. tbi. viJvAN 13

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.