Vikan


Vikan - 15.10.1970, Side 23

Vikan - 15.10.1970, Side 23
them! eins og Ameríkanar segja. Þú skalt ekki koma af stað bylt- ingu, Willie, þú skalt heldur stunda hagkvæm viðskipti! Hann varð eiginlega undrandi á því hve auðvelt það var. Hann vann án þess að svíkja lit. For- sjónin hafði bent honum á hvar hentugast var að setja spilin. Hann var hikandi fyrst í stað, en svo kom þetta allt af. sjálfu sér. Sama var að segja um kvenna- málin. Hann gekk að þeim jafn kaldur og rólegur og án þess að hika, enda fékk hann alltaf vilja sínum framgengt. Það var reynd- ar þess vegna sem hann leigði þessa íbúð fyrir fimm árum. Þegar leigusamningurinn var undirritaður, þá fékk hann arki- tekt frá Danmörku, til að inn- rétta íbúðina og sjá um öll inn- kaup því viðvíkjandi. Þetta var íbúð, sem minningar hafði að geyma engar Þann- : ; ig vildi hann hafa það, enda hélt hann sig mest á þessum stað, hann notaði ‘einbýlishúsið á Warmdö aðallega til að halda matarveizlur og önnur sam- kvæmi fyrir viðskiptavini sína. Willie Samson hafði náð tak- marki sínu, en hann var ekki viss um að það færði honum nokkra sanna gleði. Hann var orðinn svo auðugur, að raunar þurfti hann ekki að vinna neitt, hann gat auðveldlega lifað á rentum eigna sinna. Hann hafði líka duglegt fólk í þjónustu sinni og þurfti ekki að hafa daglegt eftirlit með ferðaskrifstofum sín- um, þetta gekk allt af sjálfu sér. Wil'ie Samson hafði ekki leng- ur áhuga á frama. Auðvitað sló hann ekki hendinni, á móti hag- kvæmum viðskiptum, ef þau komu upp í hendur hans, og enn- þá fann hann hvar von var um gróða, en nú vildi hann frekar vera áhorfandi. Þetta hafði það í för með sér að hann þurfti ekki að hitta fólk og nú var hann farinn að verða nokkuð einmana. . Það var auðvitað allt annað með kvennamálin, en aðstaða hans til þeirra var líka breytt. Svo var það Katja. Hann hitti hana rétt fyrir utan dyrnar hjá sér eitt kvöldið, þegar hann kom heim. Hún kom þjótandi upp stigann, dökkhærð, grannvaxin, með stór og hræðsluleg augu. Hann hafði sagt henni að eng- inn byggi á efri hæðunum og hún sagðist hafa farið húsavillt, reyndi að skýra það fyrir hon um á mjög lélegri sænsku. Það tók hann nokkrar mínútur að fá hana inn fyrir dyrnar og róa hana. Það varð upphafið. Hún var allt öðruvísi en aðr- ar stúlkur, sem hann hafði hitt fram að þessu, og hún hreif hann svo að hann bað hana um að hitta sig aftur. Hún var eins og hræddur fugl og ennþá hafði honum ekki tek- izt að komast að eftirnafni henn- ar eða hvar hún byggi. Það var hún sem ákvað stefnumótin og þau voru alltaf seint á kvöldin. Fyrstu sex mánuðina kom hún mjög oft og hann fann að hann var ekki haldinn sinni venjulegu yfirgangssemi. Hún var svo ein- læg og full trúnaðartrausts að honum var ekki ljóst hvað var að ske með hann, hann var orð- inn ástfanginn af henni. Hann varð sjálfur undrandi, þegar honum varð þetta ljóst. Hann hafði á unga aldri afskrif- að hugtök eins og ástfanginn“ og „hrifinn", fannst það ímyndunar- veiki, og nú, þegar honum var þetta ljóst, varð hann ráðþrota. Það hafði heldur ekki nein áhrif á tilfinningar hans, þótt hann kæmist að því að hún var hálf- gerð götustelpa. En í vetur hvarf hún. Hún hætti að koma. Hann reyndi að hafa úpp á henni en það bar eng- an árangur. Hann reyndi að líta á þetta raunsæjum augum, telja sjálfum sér trú um að þessi svo- kallaða ást væri sjúkdómur, eins og kvef, sem batnaði með tíman- um. En í þetta sinn bar það eng- an árangur. Hann gat ekki gleymt henni. Hann leit á sjálfan sig í spegli. Hvað skyldi fólk sem þekkti hann í viðskiptaheiminum segja, ef það vissi að Willie Samson, sem svo oft hafði töfrað glæsi- legar konur, sæti nú fastur í neti lítillar götustúlku? Og að það hafi verið hún seni sveik hann. Það yrðu ábyggilega margir til að hlæja illgirnislega. Skyndilega greip hann svo fast í brúnina á barborðinu að hnúar hans hvítnuðu og í nokk- ur augnablik starði hann sem töfraður í spegil, áður en hann gat snúið sér við. Hún stóð í svefnherbergisdyr- unum og brosti þessu feimnis- lega brosi, sem hann mundi svo vel eftir. Katja, Katja! Hvenær komstu og hvernig komstu inn? — Manstu ekki að þú fékkst mér lykla? Þegar ég heyrði að það var einhver hjá þér. þá faldi ég mig hér í svefnherberginu. Þú ert vonandi einn núna? Hún talaði töluvert betur sænskuna núna. — Hvar hefur þú verið í allt sumar? Hún brosti og lagði fingur á munninn. Það var gamla merkið um að hún vildi ekki svara spurningum hans. — En hvers vegna fórstu frá mér? Og hvers vegna kemurðu nú? Hún varð alvarleg á svipinn. — 5£g hef vandamál, sem ég get ekki leyst sjálf. Þú gætir kann- ske hjálpað mér. Ég þarfnast þess. Framhald á bls. 46

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.