Vikan


Vikan - 15.10.1970, Blaðsíða 25

Vikan - 15.10.1970, Blaðsíða 25
Emil enn einn af fimm full- trúum kjördæmisins, en Jón Ármann taldist i hópi lands- kjörinna þingmanna Alþýðu- flokksins. Ókunnugir veita Jóni Ár- manni Héðinssyni varla sér- staka athygli. Hann er ekki mikill fyrir mann að sjá í fljótu bragði, hæglátur og virðist jafnvel feiminn í margmenni Ekki kveður iieldur svo að lionum í ræðu- stóli, að um liann muni öðr- um fremur í orðasennum. Eigi að síður má liann sín nokkurs. Jón er glöggur á málefni, hugkvæmur og skarpskyggn og miklu fram- gjarnari en ráðið verði af prúðmennsku hans og var- færni, þegar hann bíður átekta og sætir færi. Hann þekkir ágætlega til íslenzkra atvinnuvega og lætur sig einkum varða sjávarútveg og fiskiðju. Andstæðingar telja hann fulltrúa útgerðar- manna og atvinnurekenda, og Jón kýs gjarnan að sjá hag sinum borgið, en þó vill hann jafnframt hlut sjó- mannastéttarinnar góðan og skilur vel þarfir liennar og kröfur. Jón Ármann man uppruna sinn og þann lær- dóm, sem fæst i skóla reynsl- unnar. Honum má ekki verða hugsað til fátæktar eða annarrar óliamingju, sem stafar af skipulagsleysi og vanrækslu. Hann er því drjúgum róttækari en sum- ir mun háværari flokksbræð- ur lians, sem. telja sig ekki hafa neinna harma að liefna og láta sér kjör bágstaddra iðulega í léttu rúmi Hggja. Jón rifjar oft upp söguna af ömmu sinni og afa, sem unnu liörðum höndum, en létu aldrei baslið smækka sig og komu á legg stórum hópi efnilegri barna í kröpp- um kjörum. Jafnaðarstefn- an er honum ekki aðeins ut- anhókarlærð fræðikenning hcldur eigi siður sú fagnað- arríka hugsjón, að heilhrigt einstaklingsframtak njóti sín bezt i æðra veldi félags- hyggju og samhjálpar. Hins vegar skortir hann víðfeðma gleði, er ljái bjartsýni lians og drenglund vængi og lyfti skoðunum hans á flug. Jón Ármann er einrænn i skapi og gerist fremur þrjózkur en vígreifur, ef hann á i úti- stöðum. Foringjar hans ætla hann þvi seintekinn en við- ráðanlegan, en þeim getur orðið hált á að vanmeta eða misskilja tilfinningar lians. Tryggð Jóns Ármanns við menn er miklu svipulli en hollusta hans gagnvart mál- efnum. Hann reiðist ekki þannig, að honum svelli móð- ur, en getur orðið svo fyrir vonbrigðum, að eftirminni- legt verði. Sennilega telst hann sá af þingmönnum Al- þýðuflolcksins, sem von- sviknastur er og þreyttastur á stjórnarsamvinnunni við Sjálfslæðisflokkinn. Jón Ár- mann Héðinsson sættir sig illa við að hanga á, ef liann ætlar með. Hann vill setja skilyrði fyrir samfylgd og ná árangri af samstarfi. Jón Ármann stendur höll- um fæti í sólskinsbrekkunni, þar sem hann er nú staddur. Fylgi Alþýðuflokksins i Kójjavogi reyndist ekki slikt, að langt hrökkvi til þing- mennsku, og aðrir staðir í kjördæminu gætu talið sig betur komna að öðru sæti framboðslistans. Hins vegar er .Tóni styrkur að því að liafa setið á al])ingi siðasta kjörtímabil. Alþýðuflokkur- inn tekur fáum nýliðum tveim höndum eins og Jóni Ármanni Héðinssyni, þegar velja þurfti eftirmann Guð- mundar í. Guðmundssonar, en liann ris ekki heldur gegn málsvörum sínum og fulltrúum, nema í odda sker- ist. Jón hefur komizt hjá þvílíkum atburðum, þó að sérstaða hans í þingliði Al- þýðuflokksins dyljist varla. Aðferð hans er sú að fara sér hægt. Kjósendur Alþýðu- flokksins i Reykjaneskjör- dæmi ætla hann ráðsettan og stilltan. Þeim blöskrar eng- an veginn lipur hugkvæmni og seig róttækni þessa jafn- væga manns, en foringjana í höfuðborginni grunar ekki kapp hans og skapfestu. Hann er þvi talinn flokki sínum dyggur þegn og auð- sveijnir. Jón læzt og hógvær og þakklátur, en myndi sitja fast, ef toga ætti hann úr þægilegu og hugstæðu sæti. Hins vegar gerir hann sér þess grein, að veraldargengi er valt og duttlungar örlag- anna eins og snögg veðra- brigði. .Tón Ármann Héðinsson Framhald á bls. 48 42. tw. VIKAN 25

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.