Vikan


Vikan - 15.10.1970, Side 26

Vikan - 15.10.1970, Side 26
wMmWmWwMm>w, EG ER FIISKARI - ÞAB El ALLT OG VIKAN spjallar við Bryndísi Schram Myndír: Egill Sigurðsson Texti: Ómar Valdimarsson Síðasta sjónvarpsþulan sem VIKAN spjallar við í bili, er Hryndís Scliram. Nú er Bryndís flutt vest- ur á ísafjörð, og er viðtalið var lekið var hún rétt að ljúka við að pakka niður sín- um föggum, svo við hittumst á veilingahúsi i veslurhæn- um. Þar gátum við selið og Iiaft það huggulegt, en á heimili hennar og manns liénnar, Jóns Baldvins Hanni- halssonar, var ekki svo mik- ið sem einn pappakassi til að sitja á. Bryndís er löngu nafn- kunn. Hún er leikkona, var til skamms tíma listdansari - svo frainarlega scm svo- leiðis nokkuð er lil á tslandi og liefur verið ófeimin að láta skoðanir sínar í Ijósi á opinberum vettvangi, og væri synd að kalla það „pahba- pólitík“. Nú á liún fjögur hörn, þar af eitt aðeins nokk- urra daga gamalt, og að sjálf- sögðu hefur það i för með sér að hún er húsmóðir jafn- framt öllu því öðru sem hún tekur sér fyrir hendur. hig gel alls ekki fallizt 26 VIKAN 42. tw. á, að þetta sé erfitt, sagði hún. — Ég hef að minnsta kosli alllaf fundið mér tíma til að gera allt, sem mig hef- ur langað til Ég er kannski svona óskaplega „energisk“. Ég var húin að vera starf- andi í Ieikhúsi frá þvi að ég var krakki, og einhvern veg- inn breytti engu, þótt mér fæddist harn. Annars hef ég liklega fengizt við alltof margt án þess að taka nokkuð veru- lega föstum tökum. Ég er fúskari . . það er allt og sumt. — En á hverju byrjað- irðu, var það ekki fegurðar- samkeppnin? — Minnstu ekki á hana. — Nú, er þér illa við það? — Já. — Af hverju varstu þá að láta hafa þig í það? — Ja, ég veit það ekki. Ég var átján ára, og sennilega hef ég hara verið svona vit- laus. Tómt húmhúkk. En auðvitað er maður liégóm- legur, sennilega eru það all- ir. Það er sjálfsagt hégóm- leikinn, sem hrindir manni lit í alla skapaða hluti. Feg- urðarsamkeppni undirstrik- ar aðeins þá staðreynd, að á hjónabandsmarkaðnum eru konur fyrst og fremst metn- ar eftir lilliti. —- Hvers vegna fórstu út í leiklistina? Ég byrjaði að dansa sem smástelpa og liafði af- skaplega gamaji af. Ég gat opnað mig algjörlega og naut þess í rikurn mæli að ... ja, hreinlega að sleppa fram af mér beizlinu. En hiér kom aldrei til greina að lifa af dansi — ekki nema þá við kennslu — og það var ekki svo stórt stökk yfir í leik- listina, því að ég vildi vera á sviðinu. Og í sjálfu sér er dans- og leiklist mjög skyld, aðeins mismunandi tjáning- arform. En í leilclistinni er auðvitað miklu meiri sam- keppni; í dansinum var þetta svo gott sem átakalausl og bein leið. — Nú las ég einhvern tíma grein eftir þig, þar sem þú talaðir um konur sem „hina ósýnilegu stétt“. Nú hefur mér fundizt bera töluvert á konum hér. —- Já, konum á aldrinum 14—20. Það eru þær, sem setja svip á aðalgötur horg- arinnar, þær svífa um í nýj ustu tízku og njóta' þess að vera til. Þær eru á hjóna- bandsmarkaðnum, húa hjá pahba og mömmu, sem ekk- ert spara til að gera þær verðmeiri og eftirsóknar- verðari. En livað svo? Eftir tvítugt eða fyrr giftast þær, hverfa af götunum og láta — taktu eftir að ég segi láta — múra sig inni í blokk í einhverju úthverfanna. Þar dúsa þær og reyna að sann- færa sjálfa sig um, að pottar og pönnur, prjónles og þvott- ar veiti þeim einhverja full- nægingu í lífinu. Lokkandi næturlif Austurstrætis er fvrir hí, og nú er baslið hyrj- að. Og þær sætta sig við þelta, það finnst mér svo skrítið. Þær sætta sig við lífs- form, sem er í rauninni löngu úrelt og stcingelt. Og eru þær hamingjusamar? Spurðu lækna og sálfræð- inga borgarinnar. Föt og slikur munaður er bara fyr- ir unglinga. Sjáum hara, hvað hefur gerzt hér á und- anförnum árum. Það spretta upp fataverzlanir . . . ein- göngu fyrir unglinga. Ég held þær séu orðnar fjórar núna, svo að eitthvað virð- ast kaupmennirnir græða. Giftar konur leyfa sér ekki slíkt. — En hvað verður þá um peningana? Ekki eyðir eigin- maðurinn þeim öllum. — Nei, en þú veizt, að það er enginn leikur að byggja á Islandi. Það er nauðsynlegt að vinna 24 tíma á sólar- hring, en hins vegar er ekki Framhald á bls. 47 42. tbl. VIKAN 27

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.