Vikan - 15.10.1970, Síða 33
• tOKh'l>*iUUkrr
Jóhann snnonr meó Tölupum
Þegar eitthvað heyrist frá Tötur-
um er það yfirleitt svo merkilegt, að
fiðringur um mann fasrist allan. I
fyrrahaust var það Tataraherferðin,
í sumar var það platan þeirra frá-
bæra og Janis Carol, og nú er það
Jóhann G. Jóhannsson, bassaleikari
Óðmanna, sem hefur gengið í lið
með Töturum og verður söngvari
hljómsveitarinnar, auk þess að grípa
í munnhörpu við og við. Bassaleikari
verður eftir sem áður Jón Ólafsson,
og er hann nú að byrja f Tónlistar-
skólanum þar sem hann leggur
stund á nám í klarinettleik. Þegar að
því kemur að Jón getur farið að
leika á það hljóðfæri með Töturum
er aldrei að vita nema Jóhann grípi
í bassann. Sagði Jón að þeir félagar
væru yfir sig hrifnir af þessari nýju
ráðstöfun, en því miður gat ég ekki
náð í Jóhann sjálfan áður en blaðið
fór í prentun.
Óðmenn eru þar með hættir. Finn-
ur hyggst snúa sér algjörlega að
náminu, en hann les lögfræði við
Háskóla íslands, en hvað Reynir ætl-
ar að gera er óráðið — ótrúlegt er
að hann verði í vandræðum. Eins og
kunnugt er þá er væntanleg á mark-
aðinn LP-plata, eða tvær réttara sagt,
svokallað „double-album" með
hljómsveitinni, og þar með hefur
draumur Jóhanns rætzt; eins og
menn muna sagði hann f viðtali við
þáttinn í sumar, að það sem héldi
Óðmönnum saman væri löngunin til
að láta eitthvað liggja eftir. TIL
HAMINGJU, TATARAR & JÓHANN!
^Hljómplötu
gagnrýni
EnoM.
Ellv oo Vilhiálmiir
Á meðan Engilbert Jensen hefur verið í vinsælli hljómsveit hefur
hann verið talinn frábær söngvari, en um leið og hann hefur hrapað
niður um eitt sæti á vinsældalistanum, þegar hann hefur hætt í
Hljómum sálugu, hafa háværar raddir lýst því yfir að Engilbert geti
sko ekkert sungið. Síðan Hljómar liðu undir lok fyrir rúmu ári síðan,
hefur lítið borið á Engilbert, en nú er ekki loku fyrir það skotið að
hann sé að hefja það sem á útlendu máli heitir „solo career“. Eftir
5—6 ár er ekki hægt að taka því á annan hátt en fagnandi, því Engil-
bert Jensen hefur í gegnum árin sannað það og sýnt, að hann er svo
sannarlega betri en enginn.
Fyrsta sjálfstæða plata has kom nýlega á markaðinn og hefur að
geyma tvö lög. Á A-hlið er lagið „Regndropar falla (við hvert fet)“,
lag Burt Bacharach's við lélegan texta Þorsteins Eggertssonar. Lag
þetta náði miklum vinsældum hér sem víðar um heim fyrr á þessu
ári, enda hvorki meira né minna en Óskarsverðlaunalag fyrir árið
1970. Engilbert gerir þessu lagi mjög góð skil, þó svo að textinn
dragi nokkuð úr áheyrnaránægju manns. Það sem einkennir þessa
plötu er hversu einlægur Engilbert er í flutningi sínum og túlkun,
jafnframt því sem hann gerir þetta á sinn eigin, sjálfstæða hátt.
Undirleikur er af erlendum toga spunninn, en hinn góðkuni hljóm-
sveitarstjóri og útsetjari, Jón Sigurðsson, blæs í rompet í millikafla.
í endann vottar fyrir skemmtilegum tvísöng, a la Engilbert Jensen.
Hinum megin er lag þeirra stórbítla Lennons og McCartneys, „Let
it be“, sem við íslenzkan texta Jóhönnu Erlingson hefur hlotið nafn-
ið „Fylgdu mér“. Það skemmir töluvert fyrir Engilbert í þessu lagi
að textinn er ekki nægilega þjáll, og því virðist sem Engilbert sé of
andstuttur. Ef til vill er það raunin — en ekki hitt. Textinn er í
þessum hálfgerða tilbeiðslustíl Jóhönnu, og hef ég þá skoðun að
síðar eigi eftir að viðurkenna það að hún hefur haft mikil og góð
áhrif á íslenzka dægurtónlistarljóðagerð — og hvað hefur meiri
áhrif á almenning? Gunnar Þórðarson leikur einleik á gítar á kafla,
og gerir það á frábæran hátt, með öryggi og melódísku sjálfstæði;
þessi umsögn er hugsuð út frá sama hlutverki Georges Harrisonar,
í útgáfu Beatles. Annar undirleikur er útlendur.
Plata þessi er mjög vel hepnuð, en umslag er ekki nægilega frum-
legt —- Engilbert sjálfur var með betri hugmynd, sem fékkst ekki í
gegn. Og í guðanna bænum, hljómplötuútgefendur, hættið að gefa
út nýleg topplög. Bíðið a. m. k. með það í nokkur ár, þar til það fer
að vekja þægilegar endurminningar. Upptaka plötunnar er góð og
pressun sömuleiðis. Fálkinn gaf út. Framhald á bls. 49
42. tbi. VIKAN 33