Vikan


Vikan - 15.10.1970, Blaðsíða 39

Vikan - 15.10.1970, Blaðsíða 39
FRÁ RAFHA 56 LÍTRA OFN MEÐ LJÓSI, yfir og undirhita stýrt með hitastilli. Sérstakt glóðarsteikar element (grill). Klukka með Timer. Heimkeyrsla og Rafha ábyrgð. VIÐ ÖÐINSTORG - SIMI 10322 Tennesee Williams er illa hald- inn af hræðslukennd. Hann er hræddur við eggjárn og oddmjó verkfæri og lifir í stöðugum ótta fyrir því að eitrað verði fyrir honum. Hann þolir ekki að borða með hníf. (Það fylgir ekki sögunni hvernig hann ber sig til, ef hann fær seigt buff). — Ég er dauðhræddur við hnífa, segir hann. — Öðrum finnst það kannske einkennilegt, en fyrir mér er þetta alvara. Hann kom upp um eitur- hræðslu sína þegar bróðir hans fékk bréf, þar sem sagt var frá samsæri gegn rithöfundinum, sem fannst hvergi. Bróðirinn gerði strax lögreglunni viðvart og það var hafin leit. En Tenne- see Williams fannst á heimili sínu. - Þetta var misskilningur, ég fékk þunglyndiskast. Enginn vissi hvað hann átti við og hann fékkst ekki til að segja hvort nokkur hefði sýnt honum banatilræði. En hann stóð á því fastar en fótunum að ein- hver hefði sett glermulning í vodkað hans. Það vissi hann fyr- ir víst. Þegar bróðir hans andmælti honum hristi Williams höfuðið, sorgmæddur á svipinn og sagði: - — Ég hef alltaf verið svolítið úr jafnvægi. . . . Hvað segja vísindamenn um hræðslukennd? — Enginn er algerlega nor- mal, segja sálfræðingar, sem hafa athugað þetta eins og ann- að í mannlegu' eðli. — Við erum öll eitthvað smáskrítin, en við megum ekki gleyma því að það er eðlilegt að hafa einhver sér- kenni og ekki væri skemmtilegt að allir væru skornir um einn kamb. Auðvitað er alltaf hætta á að hræðslukennd geti orðið að því sem kallað er geðsjúkdómur, en yfirleitt er ekki ástæða til að óttast það. Nema að maður sé haldinn hræðslukennd gagnvart því.... ÞAÐ SEM EG EINN SA Framhald af bls. 29. Við vorum nú komin inn ! Erm- arsund, en þar gerðust ýmsir harm- leikir í sögum Klásens skipstióra. Það var liðið á kvöldið og ég var farinn að finna til þreytu. Eg ætl- aði einmitt að fara að rísa á fætur og bjóða góða nótt og ganga til hvílu, þegar minn þögli vinur birt- ist í einum dyrunum, gekk þvert yfir gólfið og hvarf fram í gang- inn! Enn leit hann til mín dapur- leou augnaráði. Án þess að gera mér grein fyrir því hafði ég lagt höndina á arm Þóru. Ég fylgdi manninum með augunum, en Þóra ýtti mér niður í stólinn aftur með hægð. Ég dró stól minn nær sæti hennar. Ekki heyrði ég, að hún gerði hið sama, en ég fann það greinilega. Eftir þetta lítilf jörlega atvik var sem við hefðum bundizt sterkari bönd- um en áður. Það var næstum eins og í fyrri daga. Allt í einu rann það upp fyrir mér, að Þóra var miklu fallegri en mig hafði dreymt um síðastliðið misseri. Ég var víst farinn að gefa eftir. Mikið hlýt ég að hafa hugsað um hana á þess.u hálfa ári. Ég var að bera kaffibollann upp að vörum mér, þegar hinn þögli farþegi gekk aftur yfir herbergið. En að þessu sinni nam hann staðar í dyrunum. Nú gat ég ekki orða bundizt: — Heyrðu mig, Klásen skipstjóri, sagði ég svo hátt, að allar sam- ræður hljóðnuðu. — Hvern fjárann er þessi piltur að gera hér á skip- inu? Ég hef ekki séð hann við morgunverðarborðið og — Hvern? spurði Klásen skip- stjóri og laut snöggt áfram. Ég benti og hann fylgdi vísi- fingri mínum með augunum. Allir viðstaddir teygðu sig til að sjá sem bezt við hvern ég ætti. — Það er enginn, hvíslaði Þóra. Klásen skipstjóri mælti hugsandi: — Nei, það hefur enginn kom- ið inn um þessar dyr síðustu tíu mínúturnar. Ég sit nefnilega hér, vegna þess að ég er að bíða eftir stýrimanninum og hef þv! haft aug- un á dyrunum allan tímann. Allir hlógu og ég reyndi að hlæja með þeim. Litlu síðar fórum við Þóra úr salnum og gengum út á þilfarið. Það var hið ágætasta veð- ur og við fundum okkur friðsælan afkima, þar sem við gátum rætt saman í ró og næði. Hún settist á þilfarið, en ég fór úr jakkanum og breiddi yfir hana, svo að henni yrði ekki kalt, en lagðist síðan við hliðina á henni. Það var síður en svo þörf á að eyða mörgum orð- um. Við skildum hvort annað bet- ur en nokkru sinni fyrr. En eigi að síður fundum við bæði, að ein- hverju þurftum við að gera okkur grein fyrir, skýrt og ákveðið, áður en við tækjum aftur til við að tala um húsgögn og dreyma nýja drauma. Ég kyssti hana. Þennan koss hafði ég þráð, eins og þyrstur ferðamað- ur á eyðimörk þráir skuggsæla vin. En um leið og varir okkar mættust, skaut manninum upp við hlið Þóru. Þóra var andartak á báðum átt- um. Svo hvarf hún til mín með ótta- svip: — Hvað gengur að þér, spurði hún. — Hvað er það, sem þú starir svona á? — Maðurinn þarna, hrópaði ég. — Sérðu hann ekki? Ég sneri mér fokreiður að þess- um þögla áhorfanda okkar og jós yfir hann öllum verstu skammar- yrðupn tungunnar: 42. tbi. VIKAN 39

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.