Vikan - 15.10.1970, Qupperneq 42
einnig af móður og barni. Þessar
myndir hafði hann tekið sjálfur, en
mitt á meðal þeirra hafði hann
hengt gamla Ijósmynd af sjálfum
sér sem barni i fangi móður sinn-
ar. A öllum veggnum hægra meg-
in voru myndir af börnum að leik.
Við dyrnar voru hins vegar allt aðr-
ar myndir: nasrmyndir af ungu fólki
við mótmælaaðgerðir. Þessar mynd-
ir sýndu, hvernig lögreglan beitti
valdi sínu miskunnarlaust.
Fyrir utan eigin Ijósmyndir áfti
hann lítið annað en Ijósmyndatæki
sín. A bak við spegilinn hafði
verið stungið nokkrum happdrætt-
ismiðum. Þeir minntu hann óþyrmi-
lega á, að gæfunni hafði enn ekki
þóknazt að brosa við honum
Eða hafði hún kannski gert það
þrátt fyrir allt? Ef til vill um leið
og hann hitti Cathy? Klukkan var
níu, og nú ætlaði hann að hringja
til hennar. Skyndilega var hann
orðinn sannfærður um, að hún
mundi marka þáttaskil í lífi hans.
í fyrsta skipti í langan tíma langaði
hann til að hefjast verulega handa
og reyna að koma Ijósmyndunum
slnum á framfæri; reyna að selia
stórblöðunum „Life" eða „Look"
þær, eða að minnsta kosti einhverj-
um dagblöðum. Hann leit á stækk-
uðu myndina af nöktu ungu móð-
urinni með barnið í kjöltu sér. Þeg-
ar hann kipraði saman augun, sá
hann Cathy I hlutverki móðurinn-
ar. Hann hló, opnaði augun aftur
til fulls og teygði sig eftir síman-
um.
Cathy kom út úr baðherberginu.
Vatnsdropar glitruðu enn á nökt-
um líkama hennar eftir baðið. Hún
leit andartak á sjálfa sig í speglin-
um og hugsaði með sér, að horuð
væri hún alls ekki. Grönn, en alls
ekki horuð.
A rúminu lá dagblað útbreitt.
Hún tók það upp til að athuga
betur smáauglýsingarnar. í sama
bili hringdi síminn. Hún teygði sig
eftir símtólinu, en dró skyndilega
höndina að sér aftur. Á borðinu,
þar sem síminn stóð, hafði hún
einnig stillt upp lítilli mynd af Mal-
colm. Þvert yfir hana hafði hann
skrifað: Gangi þér vel og gleymdu
mér ei.
Síminn hringdi aftur, en Cathy
snerti hann ekki. Þetta hlaut að
vera Ken Daly, og henni fannst hún
vera að svíkja Malcolm, ef hún
gæfi honum undir fótinn. Hún
mundi allt í einu eftir því, að hún
var allsnakin og hraðaði sér inn
í baðherbergið að sækja handklæði
til að skýla sér. Síminn hringdi án
afláts og loks gat Cathy ekki hlust-
að á hann lengur, svo að hún á-
kvað að svara hringingunni.
Ken sagðist hringja til að bjóða
henni í hádegisverð og sýna henni
San Francisco. Hann lagði til, að
þau borðuðu á „Top of the Mark",
jafnvel þótt það væri eingöngu stað-
ur fyrir ferðamenn. En hann lofaði,
að hún skyldi þar fá að sjá útsýni,
svo stórkostlegt, að hún hefði aldrei
séð neitt því líkt áður. Hann var
svo viðfelldinn í símanum og tal-
aði svo skemmtilega, að Cathy þáði
boðið að lokum.
Hádegisverðurinn heppnaðist með
afbrigðum vel. Og útsýnið yfir
borgina var sannarlega þess virði
að sjá það. Veitingahúsið var stað-
sett ofarlega í skýjakljúf. Þau sáu
vel yfir allan flóann, brúna, San
Quentin og strandlengjuna mót
norðri, þar sem hvítar, dýrindis vill-
ur stóðu í röðum á bakkanum.
Cathy fannst auðvelt að tala við
Ken. Eftir að hafa drukkið eitt glas
af Bloody Mary, var feimni hennar
horfin með öllu og þau töluðu sam-
an eins og þau hefðu þekkzt allt
lífíð. Hún sagði frá uppvexti sín-
um í Lundúnum; frá föður sínum,
sem hafði unnið sem sölumaður hjá
sömu skóverksmiðjunni allt sitt líf
og var nú, aðeins fjörutíu og fimm
ára, orðinn slitinn og gamall langt
um aldur fram. Hún sagði frá móð-
ur sinni, sem á sínum tíma hafði
þótt undrafögur og var nú löngu
hætt að elska manninn, sem hún
giftist. Hún sagði Ken frá því, að
faðir hennar hefði alltaf fyrirlitið
vinnu sína; að hann hefði haft list-
ræna hæfileika og hve stoltur hann
varð, þegar í Ijós kom, að Cathy
hafði erft þá. Hann hafði stritað
baki brotnu til að geta kostað mennt-
un hennar, en það hafði verið móð-
ir hennar, sem hvatti hana til að
freista gæfunnar í Ameríku. Móður
hennar dreymdi um fé og frama
og hún hélt, að tækifærin væru
miklu meiri í Ameríku en Englandi.
Þjónn kom með matseðil. Þau
pöntuðu einn drykk til viðbótar.
Og yfir öðru glasi sínu af Blody
Mary sagði Cathy honum frá Mal-
colm. Hún hafði verið með honum
næstum í heilt ár. Hann var ást-
fanginn af henni og vildi kvænast
henni, það er að segja samkvæmt
þeim skilningi, sem hann lagði í
giftingu og hjónaband. Malcolm var
brezkur hippi, útskýrði hún fyrir
Ken.
— En hann er þrjátíu oq eins
árs. Ég held, að hann sé óþrosk-
aður eftir aldri. Er hann ekki orð-
inn of gamall til að vera hipoi?
— Jú, áreiðanlega, sagði Ken. —
Hann er orðinn hundgamall.
— En hugsaðu þér, hve öfund-
sjúkur hann mundi verða, ef hann
vissi um þig.
— Vissi hvað um mig?
— Að þú býrð í Haight-Ashbury,
auðvitað.
Ken varð undrandi:
— Hvað veizt þú um Haight-Ash-
burv?
— Það er jú hippahverfi San
Francisco-borgar. Alla hippa í Lund-
únum dreymir um að komast þang-
að I þeirra augum er það líkt og
fvrir múhammeðstrúarmenn að
komast til Mekka.
Ken hló.
— Ég hafði ekki hugmynd um,
að Haight-Ashbury væri svona
frægt í Evrópu.
— Jújú. Mig dauðlangar til að
koma í þetta fræga hverfi. „Make
love. not war". Hippar, sem koma
og gefa manni blóm og svoleiðis.
— Þannig er þetta bara ekki
lengur. Blómin eru löngu horfin og
LSD komið í staðinn.
Cathy varð svo vonsvikin á svip-
inn, að Ken lagði hönd sína yfir
hennar í huggunarskyni.
— En ég skal samt fara með þér
þangað, lofaði hann. — Þér er öllu
óhætt, á meðan þú ert í fylgd með
mér.
Vana sínum trú hafði Cathy tek-
ið upp blýant og rissað á serviett-
una, á meðan hún talaði. Ken tók
serviettuna og virti fyrir sér það,
sem hún hafði teiknað.
— En þetta er gott, Cathy. Veru-
lega gott.
— Finnst þér það? Heldurðu, að
það verði erfift fyrir mig að fá
vinnu hér?
— Alls ekki. Ég skal hjálpa þér
til þess eins og ég get. Ég hef
ýmis sambönd á þessu sviði, skil-
urðu. Onnur hver auglýsingastofa
í borginni er á höttunum eftir mér.
En ég vil ekki taka auglýsinga-
myndir. Ég hef sett mér miklu æðra
takmark.
— Það hef ég hins vegar ekki.
Ekki strax að minnsta kosti. Maður
verður jú að hafa peninga til að
geta lifað.
— Hreinn misskilningur, sagði
Ken. Maður á að byrja á toppinum
en ekki botninum. Aldrei að selja
sig ódýrt. Ertu búin að borða? Þá
ætla ég að sýna þér útsýnið bet-
ur.
Hann borgaði reikninginn, tók í
höndina á Cathy og leiddi hana út
úr veitingahúsinu, á svalir fyrir utan.
í einu horninu voru litlar dyr með
stóru skilti, sem á stóð: Neyðar-
útgangur. Hann opnaði dyrnar og
dró hana með sér inn. Fyrirvara-
laust fann Cathy, að hún stóð á
litlum járnpalli, sem var að því er
virtist i lausu lofti. Járnstigi lá upp
að þaki skýjakljúfsins. Cathy leit
niður og greip andann á lofti. Þau
voru stödd ótrúlega hátt uppi og
stóðu þarna á litlum járnpalli og
höfðu ekkert til að halda sér í. Hún
greip eldsnöggt í eitt þrep járn-
st'gans og hélt sér þar dauðahaldi.
— Þú skalt ekki horfa niður, sagði
Ken.
Að svo mæltu tók hann að klifra
upp stigann.
— Ken, hrópaði Cathy skelfingu
lostin.
Hann leit niður til hennar:
— Hvað er að? Komdu upp!
— Ertu vitlaus? Mig dauðsvim-
ar.
— Erfiðleikarnir eru til þess að
sigrast á þeim. Komdu nú, Cathv!
Hann teygði höndina niður í átt-
ina til hennar.
— Upp með þig, upp á efsta
tindinn!
— En, guð á himnum, góði Ken
— Himnum, það var rétta orðið.
Við förum alla leið til himna, upp
í sjöunda himin. Komdu!
Hún þorði varla að llta upp til
hans. Stiginn riðaði allur, þegar
hann steig í þrepin. En loks tók
hún samt að fikra sig upp eftir
honum, hægt og hægt
NÆSTI DAGUR Á EFTIR var mánu-
dagur. Klukkan tíu um morgun-
inn, hringdi Ken og sagðist hafa
þefað uppi atvinnu, sem Cathy átti
eindregið að sækja um. Þetta var
einmitt starf við hennar hæfi, á
auglýsingastofu. Hún átti að taka
leigubil til Alcoa Building, snúa
sér til afgreiðslunnar á fjórtándu
hæð og spyrja eftir Meg Stone.
Hann sagði, að Meg þessi væri góð
vinkona sín. Hann hafði hringt til
hennar í gærkveldi og sagt henni
frá Cathy. Meg taldi ekki fráleitt,
að hún gæti fengið vinnu hjá fyrir-
tækinu, sem hún vann hjá sjálf og
sagði honum að senda Cathy til
sín fyrir klukkan tólf.
Cathy fann til hlýju og þakklætis
í garð Ken. Hann er í einu orði sagt
töfrandi, hugsaði hún með sér þar
sem hún sat í leigubíl á leið til
Alcoa Building. Hann hafði eitthvað
við sig, sem minnti á Malcolm. En
hann var miklu staðfastari. Stað-
fastur? Hún hló með sjálfri sér,
þegar henni varð hugsað til snjó-
boltans og hvernig hann hafði feng-
ið hana til að klifra upp á þakið á
skýjakljúfinum. Nei, staðfastur var
ekki rétta orðið. En hann var
skemmtilegur, mjög skemmtilegur.
Það var einkennilegt, hve minn-
ingin um Malcolm hafði fölnað. En
hún hafði aldrei verið verulega hrif-
in af Malcolm, — ekki jafn hrifin
og hún gæti orðið af Ken
I afgreiðslunni spurði hún um
Meg Stone og var boðið að fá sér
sæti og bíða. Hún fann til tauga-
óstyrks. Hún var orðin rök á hönd-
unum og vonaði, að hún þyrfti ekki
að heilsa neinum með handabandi.
Meg Stone reyndist líka vera ó-
venjulega falleg og smekklega
klædd, þegar hún birtist loks. Hún
var klædd í maxikjól með leður-
belti, sem var prýtt málmskrauti.
Cathy fannst hún vera eins og herfa
útlits í örstuttri, aðskorinni kápunni
sinni. En Meg brosti vingjarnlega
til hennar.
— Eruð þér Cathy Palmer? Ken
hringdi til mín í gær og sagði mér
frá yður. Ég skil nú hvers vegna
hann gerði það, bætti hún við og
virti Cathy fyrir sér frá toppi til
táar í einni svipan.
Cathy roðnaði:
— Það var mjög vingjarnlegt af
yður að taka á móti mér, sagði
hún.
— O, ekkert að þakka. Komið,
ég skal kynna yður fyrir J.J. John-
son. Hann er deiIdarstjóri. Þér eruð
vonandi með sýnishorn með yður?
Gott, þér skuluð sýna honum þau
og síðan sjáum við hvað setur.
Meg Stone geðjaðist vel að Cathy
allt frá fyrstu stundu. Hún hafði
þekkt Ken frá því að hann kom til
San Francisco. í fyrstu höfðu þau
farið oft út saman, en sambandið
milli þeirra hafði aldrei orðið veru-
lega náið. Þó nóg til þess, að Ken
reyndi til við hana. Kvöld nokkurt
í herberginu hans hafði honum
næstum tekizt að sigra hana. En
Meg hafði ekki látið að vilja hans;
hvers vegna vissi hún ekki. Henni
leizt vel á Ken, en það var eitthvað
42 VIKAN 42. tbi.