Vikan


Vikan - 15.10.1970, Síða 46

Vikan - 15.10.1970, Síða 46
Á næstunni verður hægt að fara að skipuleggja betur til- raunir á þessu sviði og fá svo samanburð á niðurstöðum. Til þessa hefur það háð okkur að við höfum haft of fátt starfs- fólk, en það fer nú vonandi fjölgandi. Til okkar hefur ráð- izt nýr fiskifræðingur, Árni ís- aksson, og tilraunir með fiskeldi verða aðalverkefni hans. Við gerum okkur semsagt vonir um að geta beint miklu meiri at- hygli að þessum málum í fram- tíðinni en hægt hefur verið að gera til þessa. — Hvað er að segja um rækt- un á öðrum vatnafiskum en laxi? — Við höfum mjög mikinn áhuga á að silungseldi verði bú- skapargrein á sveitabæjum. Komið yrði þá upp tjörnum við sveitabæi, og mundi bleikjan þar henta bezt til eldis. Við verðum að vísu að leysa viss vandamál í sambandi við þetta áður en hægt er að mæla með að almenningur taki upp sil- ungseldi. Hér þarf að athuga ýmis atriði, þar á meðal fram- leiðslu á ódýru og hollu fiski- fóðri. f Kollafirði höfum við í nokk- ur ár gert tilraunir með fisk- fóður. Nú nýlega hefur dr. Jón- as Bjarnason fengið það verk- efni á vegum Rannsóknarstofn- unar sjávarútvegsins að athuga með framleiðslu á fóðri úr ís- lenzkum hráefnum handa sil- ungi og laxi. í Kollafirði er byrj- ar á tilraunum með fóður, er dr. Jónas hefur sett saman. Fyrsta tilraun gaf mjög góðar vonir. Ef svo tekst til, sem á horfir ætti í framtíðinni að vera hægt að framleiða hér á landi heilnæmt fiskfóður. — Hvernig er í meginatriðum samsetning þess fóðurs, sem þið hafið gert tilraunir með? — Fiskfóður inniheldur mik- ið af eggjahvítuefni og er fiski- mjöl uppistaðan í því. Þar að auki eru sett í fóðrið vítamín og önnur efni, sem talin eru fisk- inum holl. Það er nýlega byrjað á sér- stakri tilraun með silungafóður, sem dr. Jónas Bjarnason og Árni ísaksson vinna að í Kollafirði. Þar er notað annars vegar ís- lenzka fóðrið, sem dr. Jónas Bjarnason er að setja saman, og svo sænskt fóður, sem hefur reynzt mjög vel. Fóðurtilraun- inni mun verða haldið áfram langan tíma, vegna þess að stutt- ar tilraunir með fóður gefa ekki rétta mynd af gæðum þess. Að endingu, sagði veiðimála- stjóri. —- vildi ég. öðru sinni leggja áherzlu á, að ég tel mikla möguleika vera fólgna í hugsan- legri sölu á íslenzkum afurðum á Mallorca, og ber sérstaklega að þakka ferðaskrifstofunni Sunnu fyrir framtakssemi við að gera þessa tilraun. Á það má benda að til Mallorca koma um fjórar milljónir ferðamanna ár- lega; það er auðvitað fólk í öll- um tekjuflokkum og margt vel fjáð og kaupir dýran mat. Það er því áreiðanlegt að þarna mætti skapa mikinn markað fyr- ir islenzkan varning, bæði mat- ' vörur eins og lax og lambakjöt, og einnig ef til vill ýmiss konar vörur aðrar. dþ. OSKILABARNIÐ Framhald af bls. 23. — Auðvitað, Katja! En við getum látið það bíða. Nú skulum við ekki hugsa um vandamál eða áhyggjur! Cissi fékk martröð. Hana dreymdi að hún gengi með barnið í örmum sér yfir snævi þakta sléttu. Langt úti í auðn- inni kom hún auga á gríðarstór- an ránfugl, sem elti hana og myndi þá og þegar kasta sér yfir hana til að rífa af henni barnið. Rétt í því að hann bjó sig undir að steypa sér niður, vaknaði hún og settist upp í rúminu. Áhrifin af draumnum voru það sterk að hún beygði sig fram til að þreifa eftir barninu, var hrædd um að það væri ekki ennþá í körfunni. Svo sat hún kyrr með hend- urnar um hnén og hvíldi hök- una á þeim. Höfðu þau gert rétt í því að halda barninu? Var það ekki skyldi þeirra að tilkynna lögreglunni að þau hefðu fund- ið barnið í stigaganginum? Að líkinndum, en þó. . . . Hún var svo viss um að barnið þyrfti á traustri vernd að halda. Ekki eingöngu fyrir kulda og sulti heldur líka gagnvar þjóðfélag- inu. Um leið og drengurinn yrði afhentur lögreglunni, yrði úlfa- þytur um hann, bæði í blöðum og sjónvarpi. Hann yrði óskila- barn og það yrði einskis freist- að að gizka á uppruna hans og það gæti fylgt honum til ævi- loka. Ég fer að bera móðurtilfinn- ingar fyrir honum, hugsaði Cissi. Skyldi það vera þannig, þegar maður eignast barn sjálfur? Nýj- ar áhyggjur, nýjar kröfur. Þann- ig hafði Sten útmálað þetta fyr- ir henni. Þess vegna var ekkert vit fyrir þau að gifta sig og eignast börn fyrr en síðar, þeg- ar allt væri komið í „lag“, og þau sjálf undir það búin. Honum fannst að þau ættu alltaf að vera „frjáls“. Já, það var frelsi eigingirn- innar og pillualdarinnar. Það var miklu einfaldara að vera ekki bundin neinum siðferðileg- um böndum, einfaldara að geta komið og farið.... Það lá við að þau skildu að skiptum síðastliðið haust, þegar þau voru að þrátta um framtíð- ina. Sten krafðist þess að þau hefðu fullkomið frjálsræði, en Cissi vildi að þau hétu hvort öðru trúnaði. Þá bjuggu þau sitt í hvoru lagi, og það hefur líklega haft sín áhrif, en Cissi hafði sagt að það væri bezt að þau skildu að skiptum og þau höfðu ekki sézt í heilan, óendanlega langan mánuð. Svo kom hann og gekk inn á hennar skilyrði. Cissi fór nú að hlusta eftir andardrætti Stens. Hún heyrði að hann var vakandi. — Sten, ertu vakandi? Já. — Ert þú líka að velta þessu fyrir þér, þessu með barnið? Hann svaraði ekki strax, en sagði svo lágt og hljómlaust: — Já, meðal annars. — Hvað eigum við að gera á morgun? Eigum við að hringja í lögregluna, eða eigum við að reyna að finna móður barnsins sjálf? Það yrði örugglega það bezta fyrir hana og aðra sem kunna að blandast inn í málið. — Heldurðu það, sagði hann og nú var röddin hörkuleg. Svo bætti hann við, hlýlegri í rödd- inni: — Það getur verið. En hef- ur þú hugsað um afleiðingarnar? Hvernig eigum við að skýra það að við séum með barn hérna? Og höfum við ráð á því? — Heldurðu ekki að við gæt- um skrapað saman fyrir kostn- aðinum? -— Kannske. Nú, þegar við er- um komin til borgarinnar, get ég eflaust fengið að spila í ein- hverri kirkju við brúðkaup og jarðarfarir, og leysa af á ein- hverju veitingahúsinu á kvöld- in. Og ég er líka búinn að sækja um styrk. Cissi lá kyrr um stund, án þess að svara .— Ég veit ekki hvað er bezt, Sten. Það getur verið að við séum of þreytt til að hugsa rökrétt, enda getum við ekkert gert fyrr en á morg- un, þá getur verið að þetta leys- ist af sjálfu sér. Hún hafði snúið sér frá hon- um, þegar hann reyndi að nálg- ast hana, en það hafði hann ekki gert síðustu vikurnar, en nú var hann svo ástríðufullur að hún varð undrandi. Hún strauk blíð- lega andlit hans og hvíslaði í eyra hans: — Þetta verður allt í lagi, ást- in mín. Hún vissi ekki sjálf hvað hún átti við, fann aðeins að hann þurfti á trúnaðartrausti að halda. Otto van der Heft konsúll ætlaði aðeins í skyndiheimsókn til tengdadóttur sinnar. — Það sagði hann að minnsta kosti konu sinni, þegar þau komu til Ryttmástergötu, rétt fyrir klukk- an níu um kvöldið. Þegar eng- inn svaraði hringingu hans, þá tók hann lykil upp úr vasa sín- um, ósköp rólega, eins og ekk- N V T T - NÝTT HÁRLAKK unga fólksins JUGEND 77 — er fyrir hár sem sindrar af lífi. JUGEND 77 — klessir ekki hárið. JUGENÐ 77 — fitar ekki hárið. JUGEND 77 — burstast leikandi létt úr hárinu. JUGEND 77 með einkennilegu og góðu lyktinni. Heildsölubirgðir: FARMASIA HF. Sími 25385 og I. KONRÁÐSSON & HAFSTEIN, sími 11325. 46 VIKAN «. tbi.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.