Vikan


Vikan - 15.10.1970, Side 47

Vikan - 15.10.1970, Side 47
Vinsælar gjafir til vina og ættingja erlendis Gærur - Gæruteppi - Gærupúðar ★ Húfur - Töskur - Kragar - Treflar úr gæruskinnum ★ Gæruvesti og jakkar ★ Allt framleitt í eigin verksmiðjum Framtíðin Laugavegi 45 - Sími 13060 ★ SENDUM UM ALLAN HEIM ert væri eðlilegra, stakk honum í skrána, þótt kona hans mót- mælti ennþá einu sinni. — Otto, þetta geturðu ekki gert. Það er þó Sylvia, sem hef- ur íbúðina á leigu. En hann svaraði ekki, opnaði dyrnar og gekk inn. f rauninni var þetta fyrirfram ákveðið hjá honum, bæði tíminn og það að koma henni á óvart, var með í ráðagerð hans. Að skjóta upp kollinum hjá persónu, sem hann hafði ekki séð í fjóra mánuði og að gera það svo seint, að við- komandi áliti daginn á enda, var bezta ráðið til að mótparturinn væri ekki á verði áður en hann gengi til samninga. Fyrir Otto van der Heft voru allir mótpart- ar og öll samtöl samningar. Emma var með honum, aðeins til að þetta gæti litið út sem fjöl- skylduheimsókn. Það kom sér bara betur að Sylvia var ekki heima. Það gaf honum tíma til að líta í kringum sig í íbúðinni áður en hún kæmi heim. En hann varð einskis vísari. Þarna var allt eins og hann mundi eftir því og allt mjög snyrtilegt. En það var greinilegt að hún var nýbúin að fjarlægja allt sem minnti á Leo, ekki ein- göngu persónulega muni, heldur líka allt sem hann hafði haft með sér heim frá ferðum sínum. En það var ekki hægt að lá henni bað, því að Leo hafði haft furðu- legan smekk. Siálfur hefði kon- súllinn fjarlægt minjagripi frá veiðiferfðum og skrautmuni, sem sonur hans hafði sannast sagna rankað að sér á miður smekkleg- an hátt. En það sem hann furð- aði sig mest á, var að hún hafði fjarlægt allar myndir af Leo. Emma tók líka eftir þessu. — Það er nú ósmekklegt af henni að fjarlægja stóru mynd- ina af Leo, það er bezta mynd sem hefur verið tekin af honum! — En hún hefur ekki sett mynd af öðrum manni í hennar stað. — Það vantaði bara! — Væri það svo undarlegt? Hún er ung og lagleg. Auðvirðileg ævintýramann- eskja. Ég skil ekki að þú skyldir koma í veg fyrir þetta hiónaband, Otto! Þú lézt Leo taka þessa stelpu, svo að segja upp af götunni, og veita henni nafnið van der Heft. — Það var ekki auðvelt að koma vitinu fyrir Leo, ef hann fékk einhverja flugu í hausinn. Það veizt þú jafnvel og ég. Drengurinn var svolítið einráður, en hann hafði góða dómgreind og hann hefði eflaust hlustað á þig. Nei, það hefði hann ekki gert, hugsaði konsúllinn. Það var langt síðan hann hafði gefið upp alla von um að hafa áhrif á Leo. Strákurinn hafði ekki minnstu hugmynd um fjármál og konsúll- inn hafði aldrei látið sér detta í hug að fá honum mál fyrirtækis- ins í hendur, þótt hann væri sá síðasti með þessu nafni. En aft- ur á móti hafði hann vonazt til að Leo eignaðist son. . . . Konsúllinn gretti sig við til- hugsunina um það hve grimmi- lega örlögin hefðu tekið í taum- ana. En hann gat varla dulið það hve feginn hann var yfir því að sú hefði ekki orðið raunin, það hefði verið reiðarslag fyrir hann, eins og nú var um hnútana búið. — Við getum verið þakklát fyrir að þau áttu ekkert barn. Það er allt auðveldara nú, þegar Sylvia er ein, hún getur gift sig aftur. — Hún gerir það líka ábyggi- lega, það verður auðvelt fyrir hana, með alla peningana sem hún erfir eftir Leo. . . . — Þar skjátlast þér, Emma. f fyrsta lagi var Leo ekki auðug- ur, hann átti aðeins fjölskyldu- hlutabréfin, sem faðir minn arf- leiddi hann að. Það var ég sem sá fyrir honum. Svo er líka til kaupmáli og erfðaskrá. Sylvia á ekkert sjálf, við erum erfingjar hans eftir erfðaskránni. Emma van der Heft var stund- arkorn að melta þessar upplýs- ingar. Svo sagði hún: — En hvers vegna býr hún þá hér? Hvers vegna tekur hún ekki dót- ið sitt og kemur sér í burtu? Og hvers vegna sér þú henni fyrir uppihaldi? Nú, þegar Leo er dáinn, þurfum við ekki að hugsa um hana.... — Það er nú einmitt lóðið, Emma, Leo er ekki dáinn. Hún starði á hann, en hann varð fyrri til að svara sjálfum sér: — Lagalega séð er Leo ekki dáinn, ekki fyrr en einhverjar jarðneskar leifar finnast. En það vita allir að hann hlýtur að vera dáinn, flugvélin hefur örugglega hrapað. Jafnvel ég, sjálf móðir hans, efast ekki um það. Og hvað skeður svo, ef flakið finnst aldrei? Þá verða dómstólarnir að skera úr því og lýsa hann látinn. Það tekur venjulega tíu ár, en hvað Leo viðkemur, getur það gengið fyrir sig á þrem árum, vegna aðstæðna við lát hans. Konsúllinn sá að kona hans skildi þetta ekki, svo hann hélt áfram. — Þangað til er Sylvia lögleg eiginkona hans, rétt eins og hann væri lifandi. Það þýðir að hún getur ekki gift sig aftur og sömuleiðis að hún hefur full ráð yfir heimilinu og öllu sem hann lætur eftir sig. Þetta eru ástæðurnar fyrir því að kaup- máli og erfðaskrá standa óbreytt. — Getur hún gert það sem hún vill með okkar eigur? — Já, í raun og veru. Þess vegna borga ég húsaleiguna og sé henni fyrir lífsviðurværi. Við neyðumst til að láta ekki koma til ósamkomulags milli okkar og hennar. — En er þá ekkert hægt. . . . — Kannske með lagi. Ef hægt er að sanna að hún eyðileggi viljandi eignir búsins, lifi hátt með öðrum karlmönnum, noti eiturlyf eða eitthvað þess háttar, þá getum við. . . . Konsúllinn var um það bil að segja „þvingað hana“, en hætti við. . . . þá er —- hm — kannske auðveldara að fá hana til að af- sala sér með góðu réttinum til að ráða yfir eignum Leos.... Hann þagnaði aftur, en í þetta sinn vegna þess að hann heyrði að bíil var stöðvaður fyrir utan húsið. Hann gekk að glugganum og leit út. Koinsúllinn var óheppinn, því að þetta var Sylvia, sem var að koma í leigubíl; hún leit einmitt í þessu upp eftir húshliðinni. Augu þeirra mættust andartak, og þótt konsúllinn hörfaði fljótt undan, þá vissi hann að hún hafði komið auga á hann. Hann var því búinn að missa af því að koma henni á óvart og bræð- in sauð í honum. Það var rétt svo að hann heyrði til konu sinn- ar. — En ef það þarf að sanna að Sylvia hagi sér ósiðlega, þá þarf einhver að hafa gát á henni, ég á við hér í húsinu. Þú getur ekki gert það sjálfur. Ég hef séð um það, svaraði konsúllinn snoggt og eftir andar- taks þögn, hló Emma van der Heft hátt. — Þú gengur út og inn um annarra manna íbúðir eins og þig lystir, og þú hefur leynilega njósnara hér. Það er rétt eins og þú eigir þetta hús. — Sú er nú einmitt raunin! Þessar furðulegu upplýsingar gerðu hana þögla stundarkorn, og konsúllinn, sem hafði ætt um pólfið. nam snögglega staðar og leit á klukkuna. Hvað var eigin- lega orðið af Sylviu? Hún hefði átt að vera komin upp fyrir löngu. Hafði hún ekið áfram með bílnum, eftir að hún kom auga á hann? Emma var nú búin að hugsa 42. tw. VIIvAN 47

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.