Vikan - 12.11.1970, Side 13
að þreifa fyrir sér til vinstri
lokuðum augum. Jón veit,
hvað liann vill, og stefnir
hiklaust að settu marki, en
snýr þegar við og tekur sér
nýtt verkefni fyrir hendur,
ef honum lízt ekki á ferða-
lag eða geðjast eigi förunaut-
ar. Hégómaskapur lítilmót-
legra sálna er honum and-
styggð. Maðurinn er raunar
værukær i dagfari, en hann
bælir sig aldrei í augsýn
fjöldans og kýs fremur að
berjast og mæðast í tvisýn-
um leik en skipa bekk með
feitum og stroknum þræl-
um. Ormstungurnar í Al-
þýðuflokknum bera Jóni, að
hann dugi af þvi að honum
megi ekki verða til þess
liugsað að drepast. Hann læt-
ur ógert að sýnast og tala
gegn belri vitund. Þess vegna
nýtur hann trausts og virð-
ingar fyrir sjálfstæði og ein-
urð. Svo ræður miklu um
gengi Jóns Þorsteinssonar,
að hann er stórvirkur i átök-
um, hugkvæmur í bezta lagi
og sér ýmis úrræði, sem öðr-
um dvljast. Hann átti til
dæmis hugmyndina að fram-
kvæmdinni á launajafnrétti
kvenna og karla og fletti þar
með blaði í merkum sögu-
kafla íslenzkra félagsmála.
Minnir Jón i þeim efnum
helzt á Emil Jónsson ernan
og ungan.
Jón Þorsteinsson hefur
ekki átl almennum vinsæld-
um að fagna á landsmæli-
kvarða. Opinberir starfs-
menn muna honum að hann
reyndist óþjáll og jafnvel
ósanngjarn í samningum um
iaun þeirra og kjör, og bygg-
ingaframkvæmdirnar í
Breiðholtshverfinu í Reykja-
vík hafa knúið Jón til and-
stöðu við verktalca og iðnað-
armenn annars vegar, en
valdið ýmsum ihúðakaup-
endum vonhrigðum hins
vegar. Þetta er þó léttvægt
að dómi Jóns Þorsteinsson-
ar í samanburði við traust
það, er hann nýtur meðal
kjósenda sinna í Norður-
landskjördæmi vestra. Aftur
á móti skiptir miklu, hvað
Siglufjörður á erfitt upp-
dráttar eftir að síldin hætti
að vaða á Húnaflóa, Gríms-
eyjarsundi og Skjálfanda.
„Silfur hafsins“ rennur ekki
lengur í stríðum straumum
í bræðslur og tunnur þar og
þvi er einnig vant skotsilf-
urs í vösum Siglfirðinga.
Margir þeirra ganga atvinnu-
lausir mánuðum saman ár
hvert og ætlast til fulltingis
af stjórnvöldum landsins.
Hafa Siglfirðingar smám
saman misst allt sálarþrek í
mótlæti og vonleysi nema
heimtufrekjuna. Þeir munu
þess vegna erfiðustu kjós-
endur á gervöllu Islandi.
Þetta hitnar eigi sízt á Jóni
Þorsteinssyni og ergir lund
hans. Nauðleytamenn eru
lionum næsta hvimleiðir.
Kveinstafir láta illa í eyrum
hans, og honum er móti
skapi að þveitast milli stjórn-
arskrifstofa, banka og
nefnda í Reykjavík að biðja
valdsherra og gæzlumenn
sjóða ásjár í auðmjúkri
lotningu. Jón Þorsteinsson
kaupir aldrei aðgöngumiða
að alþingishúsinu þvilíku
verði. Hins vegar áliti liann
hag umbjóðenda sinna á
Norðurlandi bezt borgið, ef
hann ríkti i stjórnarráðinu
og segði þar fyrir verkum,
en honum stendur sú bæki-
stöð engan veginn til boða.
Það kynni að vera skýring
þess, að Jón Þorsteinsson
kveður og læzt þakka fyrir
sig, en vafalaust leikur kalt
glott um varir lians, þegar
hurðin dýra á alþingishúsinu
skellur i lás að baki honum
á vori komanda.
Fljótt á litið virðist ástæða
að ætla, að þátttöku Jóns
Þorsteinssonar í íslenzkum
stjórnmálum muni brátt lok-
ið, en það er ólikt honum að
víkja bljúgur af vettvangi og
gerast einn af þegnum þagn-
arinnar, þó að hann geti átt
von á, að honum græðist fé
við hætt aflaskilyrði. Jón er
í hópi slyngustu og liarð-
skeyttustu skákmanna á Is-
landi og litur iðulega á þjóð-
málabaráttuna eins og sókn
og vörn og mannakaup á
hvitum og svörtum reitum.
Fræg er kenning hans, að
eigi sé áhorfsmál að fórna
peði til að fá betri stöðu í
pólitisku tafli. Nú er því lík-
ast, að hann hafi allt i einu
fórnað drottningunni, en
þess ber að minnast, að jafn-
vel slík fórn fær stundum
staðizt og leitt til sigurs að
lokum, þegar snilldarlega er
leikið og reiknað rökrétt
langt fram í timann. Hitt er
sennilegt, að Jón sé að tefla
upp á annað en mannafor-
ráð þau, sem fást með at-
lcvæðum Siglfirðinga, Skag-
firðinga og Húnvetninga.
Lúpus.
46. tbi. VIKAN 13