Vikan


Vikan - 12.11.1970, Qupperneq 49

Vikan - 12.11.1970, Qupperneq 49
Þeir, sem fylgdust með vinsælu fram- haldsmyndinni Saltkrákan í barna- tíma sjónvarpsins, kannast vel við Louise Edlind, en hún lék hina fögru Malin. Nú freistar hún þess að verða kvikmyndaleikkona á ,heimsmæli- kvarða. Hún lék aðallilutverkið í bainamyndinni vinsælu, Saltkrákunni, sem sýnd var í Stundinni oldcar liér á dög- unum. Þetta er fyrsta starf liennar, síðan hún lauk námi í leikskóla Dramatens í Stokkliólmi. Hún var komin níu mánuði á leið, þegar hún gekk undir prófið. Síðan eignaðist hún sitt barn og annaðist ]iað um skeið, unz henni barst tilboð í pósti einn góðan veðurdag um að láta reyna sig sem mótleik- ara ekki ófrægari persónu en Steve McQueen. Þriðja sænska stúlkan er Christel Johansson, en hún varð númer tvö í keppninni um titilinn Ungfrú Svíþjóð í ár. Henni var boðið að láta prófa sig, þegar handarísk- ur kvikmyndasérfræðingur i leit að nýjum stjörnum var viðstaddur keppnina um fal- legustu stúlku Sviþjóðar. — Sagt er, að Christel hafi mesta möguleika á að hreppa hnossið. Steve McQueen segir, að þetta verði vonandi siðasta stórmyndin, sem hann leiki í. Þessi mynd er íburðarmik- il og kostar offjár og lítil líkindi til að nokkur veru- legur hagnaður verði af henni. Eins og kunnugt er eru slíkar stórmyndir nú óð- um að syngja sitt síðasta. Nýir menn hafa sýnt fram á það i verki, að listrænn ár- angur krefst alls ekki jafn mikilla peninga og iburðar og hingað til liefur verið álit- ið. „Eg er orðinn dauðþrevtt- ur á öllu þessu prjáli og pir- umpári,“ segir SteVe. „Næst ætla ég að leika i mynd, sem er sjálf meira virði en allt umstangið í kringum hana.“ TOSTAO PEU JARIZINHO Einn kafli KNATTSPYRNUHANDBÓKARINNAR segir frá Heimsmeist- arakeppninni og úrslitum leikja hennar frá upphafi. I bókinni er að finna flest það, sem knattspyrnu varðar, m.a. er rakin saga knatt- spyrnunnar, rætt um fótknetti og knattspyrnuskó, tækni, leikaðferðir, þjálfun knattspyrnumanna, skipulagningu knattspyrnustarfsins, meiðsl, einkenni þeirra og meðhöndlun og ótalmargt fleira. Þetta er bókin, sem knattspyrnumenn og áhugamenn um knattspyrnu hafa beðið eftir í aldarfjórðung. Fæst hjá næsta bóksala HILMIR HF. SKIPHOLTI 33 PÖSTHÖLF 533 SÍMI 35320 REYKJAVÍK 46. tbi. VIK'AN 49

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.