Vikan


Vikan - 03.12.1970, Síða 4

Vikan - 03.12.1970, Síða 4
eykur fegurð augna yðar Augun búa yt'ir leyndum töfrum, sem þér getið auðveldlega framkallað Kynnist May- belline snyrtivörum. Byrjið með ULTRA* BRO W — litli línu burstinn gerir yður mögulegt að forma augabrúnirnar mjúkum eðlilegum línum. Næst notið þér ULTRA*SHADOW — mjúkur burstinn tryggir að liturinn verður jafnt borinn á. Með FLUID EYELINER (burstinn er í lokinu) virðast augun stærri og bjartari. Gleymið ekki hinum frábæru eiginleikum burstans (Duo-Taper Brush). sem fylgir ULTRA»LASH Mascara litunum. Með honum getið þér sveigt og aðskilið augnhárin þannig að þau virka þéttari og lengri. Það bezta i augnsnyrtingu á sanngjörnu verði. Heildverzlun Péturs Péturssonar Suðurgötu 14 - Sími 21020 Ræður ekki við skapið Svar til „Einnar í vanda“: Mjög- fáar manneskjur hafa svo mikla stjórn á skapi sínu, að þær reiðist aldrei. Og enginn getur alltaf verið í jafn góðu skapi. Það er því ekkert óeðli- legt, þótt unnusti þinn sé stund- um í slæmu skapi. Hann getur haft fyllstu ástæðu til þess. Hins vegar veltur á, hvort skap hans hitnar á þér alsaklausri eða ekki. Ef þér geðjast alls ekki að því, hvernig hann er skapi farinn, þá er ráðlegt fyrir þig að hugsa þig vel um, áður en þú tengist hon- um traustari böndum. Hins veg- ar skaltu ekki kippa þér upp við það, þótt hann sé stundum I góðu skapi og stundum í slæmu. Þannig eru allir — að örfáum mönnum undanteknum. Ævintýri Ágæti Póstur! Þar sem ég hef ekki séð dóma eða myndir frá hljómleikum sem voru haldnir í Háskólabíói 30. sept. sl., þá langar mig að biðja um mynd, heimilisfang og einhverjar upplýsingar um gít- arleikarann í Ævintýri. Eg var svo yfir mig hrifin af því sem hann spilaði til minningar um Jimi Hendix, að ég á ekki orð til að lýsa því. Eg er nefnilega nýkomin frá Bandaríkjunum og veit ekkert um þessar „pop- groups“ hérna á Fróni, en mér kom ekki til hugar að við ætt- um gítarleikara sem gæti gert „such a beautiful thing“. Bless, Z. Hann heitir Arnar Sigurbjörns- son, er 21 árs og lærir símvirkj- un. Hann byrjaði að spila með skólahljómsveit í Verknáminu, sem hét STRENGIR, þaðan fór hann í „Toxic", þá „Flowers“ og að lokum í „Ævintýri". Hann hefur samið eitt lag (í félagi við Karl Sighvatsson) sem var á EP-pIötu Flowers, og einnig hef- ur hann samið fyrir Ævintýri. Hann á heima á Skeiðarvogi 132. Annars voru lausleg skrif um þessa hljómleika í blaðinu sem kom út 29. október, í þættinum „Heyra má . . .“ Sjónvarpið o? við, sem sitjum alltaf heima Kæri Póstur! Eg hef tekið eftir, að lesend- ■ ur þínir skrifa þér um sjónvarp- ið, hvernig þeim líki þetta og hitt í því, enda er það ekki nema von. Sjónvarpið er orðið svo fyrirferðarmikið í lífi okkar, að menn hljóta að minnast eitthvað á það, þegar þeir setjast niður og skrifa þér bréf. Og það ætla ég einmitt að gera núna, fyrvt ég hef komið því í verk að hripa þér nokkur orð. Þeir sem horfa á sjónvarpið að staðaldri, taka strax eftir því, að dagskráin er langbezt á mánudögum og þriðjudögum. Þegar til lengdar lætur, sér maður, að þetta getur ekki ver- ið nein tilviljun. Beztu þættirn- ir, eins og Forsyte-sagan og nú Churchill-ættin eru sýndir á mánudögum, og hið æsispenn- andi danska sakamálaleikrit, „Finnast yður góðar ostrur“ er á þriðjudögum. Hins vegar kemur oft fyrir, að dagskráin er lap- þunn og nauðaómerkileg á laug- ardögum og sunnudögum. Það er því bersýnilegt, að þeir sjón- varpsmenn hafa viljandi dag- skrána lakari en hún gæti verið um helgar og hafa þá líklega í huga, að margir bregði sér eitt- hvað út að skemmta sér um helgar. Þetta er að vísu ekki óskynsamlega ályktað, en mjög vafasamt, hvort réttlátt sé að gera þeim sem hafa efni á og tíma til að fara út að skemmta sér hærra undir höfði en hin- um, sem verða að láta sér nægja að dúsa alltaf heima. Og hvor hópurinn skyldi vera stærri? Þeir sem fara mikið út að skemmta sér hafa miklu minni þörf fyrir dægrastyttingu, og þess vegna vil ég eindregið hvetja sjónvarpið til að vanda betur dagskrána á laugardögum og sunnudögum en hingað til hefur verið gert. Við, sem alltaf sitjum heima um helgar jafnt sem aðra daga, eigum líka kröfu á að um okkur sé hugsað. Eg hef oft orðið bálreið, þegar ég hef hangið yfir leiðinlegu sjónvarpi bæði á laugardögum og sunnu- dögum og hugsað með öfund til þeirra, sem fara þá út að skemmta sér, án þess að missa af neinu skemmtilegu í sjón- varpinu. Eg vil að lokum biðja þig, Póstur sæll, að koma því á fram- færi við sjónvarpsmenn, að þeir hugsi fyrst og fremst um okkur, sem sitjum alltaf heima — í stað þess að stjana við þá, sem hafa nóga peninga og nógan tíma til að skemmta sér sjálfir. Er það ekki í anda hins svokall- aða lýðræðis og kærleikans fræga, sem prestarnir eru alltaf að tala um, að hjálpa þeim, sem hjálpar eru þurfi? Með beztu kveðju og von um birtingu fljótt. Heimasæta. 4 VIKAN-JÓLABLAÐ
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.