Vikan


Vikan - 03.12.1970, Blaðsíða 5

Vikan - 03.12.1970, Blaðsíða 5
Það er laukrétt, að sjónvarpið er oftast betra á mánndögnm og þriðjudögum en um helgar. Póst- inum finnst þessi bréfritari hafa mikið til sins máls og kemur því umkvörtun hans á framfæri með mestu ánægju. Grýlan í Dimmalimm Kæri Póstur! Eg get ekki orða bundizt í sambandi við barnaleikritið um hana Dimmalimm kóngsdóttur. Ég vil byrja á því að taka skýrt fram, að ævintýrið um Dimma- limm, eins og Muggur skrifaði það, er eitthvert fallegasta og hugljúfasta ævintýri, sem ég hef lesið. En mikil urðu von- brigði mín, þegar ég sá leikrit- ið, sem gert er eftir sögunni, fyrst í Þjóðleikhúsinu og síðan í sjónvarpinu. Ég vil alls ekki lasta leikritið í heild; margt er gott um það. En það hefur einn stóran ókost, sem barnaleikrit mega alls ekki hafa: börnin verða hrædd meðan þau horfa á það. — Mér er alveg óskiljan- legt, hvers vegna höfundur tel- ur ástæðu til að gera svona mik- ið úr hinu illa í þessu fallega ævintýri. Grýlan er alltof hrika- leg. Ég veit um lítil böm, sem hafa orðið svo hrædd við hana, að þau hafa ekki beðið þess bæt- ur lengi á eftir. — Þegar ég fór með börnin mín í leikhúsið til þess að sjá Dimmalimm, var ég búin að lesa fyrir þau söguna áður og hafði haft mörg orð um það, hvað þetta væri fallegt æv- intýri og þar fram eftir götun- um. En hvað gerist svo? Þegar allt kemur til alls er grýlan alls- ráðandi á sviðinu og leyfi ég mér að vitna í orð litlu dóttur minnar: —- Þú sagðir, að þetta væri fallegt leikrit, en svo er það bara tóm grýla! Það má ekki gera okkur full- orðna fólkið að ómerkingum. Slíkt eiga börn erfitt með að fyrirgefa. Að lokum vil ég enn spyrja og það í fullri hrein- skilni: Var ástæða til að fara svona með Söguna um hana Dimmalimm kóngsdóttur? S. B., Hafnarfirði. Ef við munum rétt var nokkuð kvartað yfir grimmd grýlunnar, á meðan Dimmalimm var sýnd í Þjóðleikhúsinu. Endurnýjuð kynni við þetta verk í sjónvarp- inu hafa endurvakið þessar um- ræður. Mega þingmenn skipta um flokk? Ágæti Póstur! Mig langar til að beina til þín fyrirspurn: Hafa þeir alþingis- menn sem við kjósum á þing sem fulltrúa einhvers ákveðins flokks rétt til að lýsa því yfir einn góðan veðurdag að þeir séu bara hættir og farnir að vinna fyrir annaðhvort sjálfan sig eða engan flokk án þess að segja af sér þingmennsku? Nú er það vitað mál, að fólk hér kýs ekki um menn, heldur lista, enda gerir kosningaskipu- lagið ráð fyrir því. Þess vegna finnst mér einhvern veginn að þessir alþingismenn, sem þetta dæmi á við, hafi forsmáð það traust sem kjósendur hafa sýnt þeim með því að yfirgefa þann flokk sem þeir voru kjörnir til að starfa á Alþingi fyrir. , Og þar sem það er mjög ólík- legt að hérlendur þingmaður fá- ist til að segja af sér ótilneydd- ur, þá hefðu þessir háu herrar allavega getað hangið við flokk- inn að forminu til fram á vor; annaðhvort að gera hvoru- tveggja eða hvorugt. Nú má líka vel vera að þeir Hannibal, Björn og Karl hafi gert allra manna mest fyrir íslenzka alþýðu — en fjandinn hafi það, ég held að það séu einhver takmörk fyrir því sem alþýðan vill láta gera „fyrir“ sig. ó.v. Það mun ekkert vera í lögum, sem neyffir þingmenn til að hverfa af þingi, þótt þeir skipti um flokk. Það var sagt frá því í fréttum nýlega, að svipað kom fyrir í Þýzkalandi, þegar þrír þingmenn sögðu sig úr flokki sínum og veiktu þar með stöðu stjórnarinnar til mikilla muna. — f umræddu dæmi er aðeins um stuttan tíma að ræða, því að eftir fáeina mánuði gefst kjós- endum viðkomandi þingmanns tækifæri til að láta í ljós skoð- un sína á framkomu hans. Ævintýri enn ... Kæri Póstur! Ég hef aldrei skrifað þér áð- ur, en vona nú að ég fái svar við spurningum mínum. Það sem mig langar til að spyrja þig um er hvað hann Biggi í Ævintýri heitir fullu nafni, hvað hann er gamall, hvert heimilisfang hans er og hvart hann sé trúlofaður. Með fyrirfram þakklæti. Ein ástfangin á Skaganum. P.S. Er það satt sem ég heyri, að þeir í Ævintýri svari öllum bréfum sem þeir fá? Sama. „Biggi“ heitir fullu nafni Birg- ir Hrafnsson og er fæddur 9. júlí 1951. Hann á heima á Reyni- mel 72 og vinnur í tízkuverzlun- inni Adam. Hann er trúlofaður og eignaðist son 2. nóvember P.S. Reyndu að skrifa og sjáðu hvað skeður! SEM ERU SífiiLDAR PFAFF Skólavörðustíg 1-3, sími 13725. "AD DELEYMDDM PFflFF SAUMAVÉLUNUM, Dfi UT frystikistur í úrvali - sérstaklega hagkvæm kjör Gulir - rauðir grænir — bláir hvítir - Ijósbrúnir GOTTIIERO Ódýrustu sjáífvírku þvottavéíarnar cHaa SKÖLAVÖRÐUSTlG la. SlMAR; 13725 OG 15054 kæliskápar Dfi DELKAMA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.