Vikan


Vikan - 03.12.1970, Qupperneq 8

Vikan - 03.12.1970, Qupperneq 8
Far þú vel, svo jóru jólin. íslenzkur málsháttur. „Kemur til minna kasta...“ Samkvæmt þjóðtrúnni voru jólin hættulegur tími með hlið- sjón af baráttunni um sálir manna milli himnaföðursins og þess í neðra. Hér fer á eftir ofur- lítil frásögn af trylltum dans á jólanótt og er hún sótt í Þjóðsög- ur Jóns Árnasonar: „Þar bar við eina jólanótt á Bakkastað, að presturinn og allt fólkið, sem kirkjuna sótti, tók til að dansa í kirkjugarðinum, hélzt í hendur með söng og hávaða mklum og ýmsum illum látum, allt í kringum kirkjuna. Móðir prestsins var inni í bænum og vissi ekki, hvað fram fór úti. En þegar hún heyrði hvað um var að vera, fór hún út og bað son sinn fyrir alla muni að hætta þessum leik. Hann gaf því engan gaum. í annað sinn fór hún út og bað hann með mörgum orðum að gá að sér og minnti hann á tím- ann, sem yfir stóð. Hann sinnti því ekki heldur. í þriðja sinn fór hún út. Sá hún þá, hvar maður stóð. Hann hélt í hringinn í kirkjuhurðinni og var að raula þetta fyrir munni sér dimmri röddu: Held ég mér í hurðarhring, hver sem það vill lasta, hér hafa kappar kveðið í kring, kemur til kasta, kemur til minna kasta. Þegar hér var komið sögunni, var liðið að miðri nótt. Móðir prestsins varð hrædd við sýn þessa og sá, að sonur hennar var ær orðinn og fólkið allt. Tók hún þá reiðhest prestsins út úr húsi, lagði upp á Fljótsdalsheiði og kom að Valþjófsdal fyrir dag og bað prestinn þar að bregðast skjótt við, koma með sér og reyna að hjálpa fólkinu. Prestur brást við í skyndi og fór með henni, og komu þau í dögun að Bakkastað. Sáu þau þá, að utarlega í krikju- garðinum hafði jörðin sprungið sundur og fólkið sokkið þar nið- ur. En presturinn og meðhjálpar- inn voru hálfir komnir í jörð nið- ur, þegar þau komu, og varð þeim bjargað. Lengi heyrðist ómurinn af gleðilátum fólksins niðri í jörðinni. Eftir þetta lagðist Bakkastaður í eyði. En það segja kunnugir menn, að kirkjugarð- urinn sjáist ennþá, og í honum utarlega sé pyttur einn furðu djúpur. ý? STUTT OG LAG- GOTT Maður mundi áldrei gera neitt, ef hann œtlaði að bíða, þangað til hann gœti gert það svo vel, að enginn gœti sett út á það. Þar er hula-hula dansað á jólunum Á Hawaiieyjum er jólahátíðin mjög frábrugðin því, sem við eigum að venjast. Við skulum líta andartak á venjulega fjöl- skyldu á einni eynni. Þetta er um hádegisbil á jóladag, og ver- ið er að opna sérkennilegan steikarofn, sem kallast imu á máli þarlendra. Öldungur geng- ur að hlóðunum og tautar á ha- waisku gamla bæn til sjávar- guðanna og síðan aðra bæn á ensku til þess guðs, sem nú drottnar yfir eyjunum. Nú er moidinni mokað af hlóðunum og upp spretta litlir, hvæsandi gufustrókar frá matnum niðri í ofninum. Og nú er hin þykka strigamotta, sem lá yfir matn- um, dregin burtu, og í ljós kem- ur glóðarsteikt svín, gómsætt á að líta, með kviðinn fullan af glóðheitum steinum, sem sáu um steikinguna. Nú taka menn áspart til jóla- matarins. Eftir máltíðina tekur einhver upp gítarinn sinn, ann- ar ukulele, og áður en langt um líður er farið að dansa hula- hula. Þegar líða tekur á daginn, þyrpast allir niður að strönd- inni, þar sem strákarnir reyna nýja brimfleka, sem þeir hafa fengið í jólagjöf. ☆ 8 VIKAN-JÓLABLAÐ
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.