Vikan - 03.12.1970, Qupperneq 14
Marie að taka hana til sín. Henni þótti ekki
vænt um dóttur sína og var hreinlega vond
við hana. Telpan lifði í stöðugri angist. Hún
hefur mjög fljótt sýnt mikla tónlistarhæfi-
leika og er smásaga frá æsku hennar til
merkis um það. Þegar Jenny var fjögurra
ára, heyrði hún á hverjum morgni lúðurþyt
lífvarðanna. Einn morgun heyrði móður-
amma hennar, sem var henni mjög góð, ein-
hvern spila lagið þeirra á slaghörpuna. Þeg-
ar hún kom inn, sá hún ekki nokkurn mann
og skildi ekki, hver hafði verið að spila. En
þá heyrði hún skrjáf undir hljóðfærinu. Það
var Jenny, sem hafði skriðið þangað af
hræðslu. Gömlu konunni fannst þetta furðu-
legt, en telpan sagði einfaldlega: — Ég finn
tónana í fingurgómunum.
Það var ekki fyrr en Jenny var 15 ára,
að foreldrar hennar giftu sig; móður hennar
hafði fundizt það syndsamlegt að gifta sig
aftur, meðan fyrri maðurinn var á lífi.
Jenny dvaldi mest á „ekkjuheimilinu", þar
sem amma hennar var vistuð. Húsvörðurinn
þar og konan hans voru góð við telpuna og
hjá þeim var hún langdvölum. Þar sat hún
oft í glugga móti Jakobskirkjunni og söng.
Rödd hennar var þá strax búin að fá þenn-
an hreina klukkuhljóm, sem alltaf einkenndi
hana. Fólkið í nágrenninu stanzaði fyrir neð-
an gluggann, til að hlusta á telpuna syngja.
Ein þeirra sem heyrði til hennar, var þjón-
ustustúlka einnar dansmeyjarinnar við óper-
una og hún sagði húsmóður sinni að hún
yrði að hlusta á þessa telpu. Mademoiselle
Lundberg gerði það og fór svo til móður
Jennyar, og hvatti hana til að setja Jenny
í óperuskólann. Anne-Marie tók þessu
dræmt; hún sagði, að það væri hneykslan-
legt að vera í sambandi við leikara og leik-
hús, og hún var búin að fá nóg af því eina
hneyksli að fæða óskilgetið barn. En að
lokum var þó farið með telpuna til óperu-
skólans, þar sem söngkennarinn, herra Croe-
lius, hlustaði á hana. Jenny söng aríu úr
gleymdri óperu eftir Winter. Enginn vissi,
hvar hún hafði náð í hana. En þegar hún
hafði lokið söng sínum, gerðist nokkuð furðu-
legt: herra Croelius hágrét. Þetta varð tákn-
rænt fyrir Jenny um alla framtíð: Áheyr-
endur hennar gátu aldrei tára bundizt.
I áratugi grétu menn þegar Jenny Lind
söng. Almenningur grét, kóngar og drottn-
ingar grétu og réttu hinni guðdómlegu Jenny
skartgripi og dýrar gjafir.
Þegar Jenny var niu ára, varð hún nem-
andi í „leikaraskólanum", enda þótt móðir
hennar hefði á því mestu andstyggð. Og 7.
marz árið 1883, var hún tilbúin undir frum-
14 VIKAN-JÓLABLAÐ
raun sína, sem var hlutverk Agöthu í
„Skyttunum“ eftir Weber. Söngkennari
hennar, madame Eriksson, sagði við hana:
— Barnið mitt, ég get ekki kennt þér
meira. Héðan af verðurðu að fara eftir þínu
eigin eðli.
Sigur Jennyar var alger. Áheyrendur risu
úr sætum sínum og hrópuðu og klöppuðu,
og fjöldinn ruddist bak við sviðið, til að
óska henni til hamingju, en hún fannst ekki.
— Hún er í herberginu sínu, sagði ma-
dame Eriksson. Ég leit þangað inn fyrir
nokkru og þá lá hún á hnjánum. ÍÉg held
hún hafi verið að biðja.
— Biðja! öskraði óperustjórinn, — og all-
ir Stokkhólmsbúar bíða eftir að óska henni
til hamingju!
Eftir þetta hélt Jenny Lind upp á 7. marz
sem annan afmælisdag sinn. „Ég var önn-
ur manneskja, þegar ég háttaði um kvöld-
ið, ég hafði fundið vald mitt.“
Þessi unglingur var nú „primadonna as-
soluta“ Stokkhólmsborgar, án þess að þess
gætti nokkuð í fari hennar og útliti. Sví-
arnir höfðu því ennþá meira dálæti á henni.
Og svo hittust þau. H. C. Andersen, sem
„ferðaðist til að lifa“, hafði heyrt henn-
ar getið í Stokkhólmi og mikið af henni
látið. Nú sá hann af tilviljun nafn hennar í
gestabók á hóteli. Hún var á skemmtiferð til
Kaupmannahafnar til að skoða borgina.
Hann var ekki lengi að hugsa sig um,
hann ákvað að heilsa upp á þessa stúlku,
sem söng eins og næturgali.
Það er aðeins háttvísi, hugsaði hann.
Hún tók á móti honum, kurteislega en
nokkuð kuldalega. Líklega hefur það verið
fas hans, sem kom henni á óvart. Hann hafði
reynt sig við leiklist á yngri árum og lært
ýmsa takta og dans og hann bar þess merki
alla ævi, enda hafði hann dálæti á skringi-
legum hreyfingum og klæðaburði.
Hinn viðkvæmi Andersen var mjög von-
svikinn, þegar hann hvarf af fundi hennar,
særður að hjartarótum. Hann reyndi að telja
sjálfum sér trú um, að hún væri ósköp
venjuleg stúlka. ...
rjú ár liðu. Þá sá hann aftur nafn hennar
í gestabók hótels. Á þeim tíma hafði
Jenny Lind oft heyrt hans getið og nú
var hún komin til Kaupmannahafnar til að
syngja. Hún var eins hengd upp á þráð. Hún
hafði verið hafin til skýjanna, nú mátti hún
ekki bregðast.
Andersen var sokkinn niður í hugsanir
sínar, þegar hann gekk út úr hótelinu, en
þá rakst hann af tilviljun á góðan vin sinn,
August Bournonville, ballettmeistara.
— Ertu nú að hugsa um eitthvert ævin-
týrið, Andersen? sagði Bournonville.
Já, það fegursta sem til er. .. . Jenny
Lind.
Og alveg eins og í ævintýri, var Bournon-
ville einmitt á leið til að hitta „næturgal-
ann“.
Nú var Jenny Lind ekkert annað en elsku-
legheitin, lék á als oddi. Hún sagðist hafa
lesið mörg af ævintýrum hans og henni
fannst þau dásamleg. Þau töluðu mikið um
Frederiku Bremer, sem var sameiginleg vin-
kona þeirra.
Frá þeirri stundu var Andersen glataður
maður. Tilbeiðsla hans á henni, bæði sem
konu og listamanni, var takmarkalaus. Hann
var alveg utan við sig, þegar hann sagði:
— Hún opinberaði fyrir mér helgidóm
listarinnar.
Hann var í algeru uppnámi; hann tilbað
hana.
Hann gerðist nú stöðugur fylgdarsveinn
hennar og jós yfir hana blómum. Hann stóð
við hlið hennar, þegar danskir stúdentar
sungu serenöður undir glugganum hennar og
hann gaut afbrýðisömum augum til allra
þeirra manna, sem flögruðu kringum nætur-
galann, — og þeir voru margir!
Dálætið á Jenny Lind var líkast farsótt,
sem brauzt út aftur og aftur
Jenny leiddist á hótelinu, svo að hún
flutti heim til Bournonville-fjölskyld-
unnar. Frú Bournonville var sænsk að
uppruna, Helena Hakansson frá Landskrona.
Á hverjum morgni skaut Andersen upp
kollinum á hinu gestrisna heimili. Börnin
voru mörg og þau voru fyrstu börnin, sem
fengu að heyra ævintýri hans, en hann sagði
þau eingöngu vegna Jennyar.
Ef hún var ekki komin inn í herbergið,
þegar hann settist niður til að segja ævin-
týri, þá starði hann á dyrnar. Þegar hún
kom inn, létti honum sýnilega, hann var
hamingjusamur yfir nærveru hennar og ást-
in skein úr augum hans.
Á hverjum morgni spurði hann börnin:
Hefur Jenny ekki talað um mig? Segir
hún aldrei, að hún sé hrifin af mér?
Og ein af hinum ungu dætrum Bournon-
villes svaraði með sinni barnslegu grimmd
og hugsunarleysi:
— Nei, það er hún sannarlega ekki.
En hún nefndi hann oft á nafn, en aðeins
sem góðan vin.
Einn daginn kallaði hún hann „kæra
bróður". Hún vissi ekki, hve djúpt hún
særði hann. Jenny sem einlæg systir. Hví-
lík auðmýking! Hann hugsaði sér hana
sannarlega ekki sem systur; hann þráði
hana sem elskandi eiginkonu, einlæga ást-
mær.
Hann bað hennar í hvert sinn er hann
fékk tækifæri til þess. Hann virti hana fyr-
ir sér með athygli, til að vita hvort hann
gæti ekki séð einhvern lítinn vott ástar, —
eitthvert andsvar, en árangurslaust. Það leit
jafnvel út fyrir, að vinir þeirra beggja gætu
ekki tekið þessari tilbeiðslu hans með al-
vöru.
Hún átti eftir að særa hann oft, þessa
hlýju sumardaga, þegar ást hans brann heit-
ast. Bæði viljandi og óviljandi. . . .
Dag nokkurn gaf hún honum spegil í
skrautlegum ramma. Hann átti sem sé
að skoða sjálfan sig í spegli til að sjá,
að hann væri svo Ijótur, að hann gæti ekki
gert sér nokkrar vonir; hann var ljótari en