Vikan


Vikan - 03.12.1970, Page 18

Vikan - 03.12.1970, Page 18
„Heims um ból, helg eru jól,“ er sungið um hver jól í flestum kristnum löndum og hefur verið gert lengur en flestir hafa hugmynd um. í þessari grein segir nokkuð frá höfundum þessa vinsælasta jólasálms sem um getur. j ■1111 o Þannig lítur Oberndorf út í dag og hefur varla breytzt mikið síðan Heims um ból var í fyrsta sinn leikið og sungið í St. Niklas- kirkjunni, sem sést á myndinni miðri. 0 Franz Xaver Gruber, höfundur lagsins. Sjálf- um datt honum ekki í hug að þetta verk hans væri nokkurt afbragð. © Á hverju ári um jólin safnast skólabörnin í Wagrein saman við gröf Josephs Mohrs og syngja Heims um ból, sem Mohr samdi text- ann við. © Herbergi Grubers í skólanum í Arnsdorf. Þar samdi hann lagið við Heims um ból. © Skólinn í Arnsdorf, sem Gruber kenndi við. Börnin á myndinni „bera ljósið“ í hvert hús í þorpinu, en það er helgisiður sem er um hönd hafður um hver jól. 18 VIKAN-JÓLABLAÐ Heimsins frægasti og vinsælasti sálmur, Heims um ból, var í fyrsta sinn sunginn á jólakvöldið 1819 í litlu St. Niklaskirkjunni í Obern- dorf í Austurríki. Söfnuður- inn varð hálfhvumsa, því að leikið var undir sönginn á gítar, sem var nokkuð veraldlegt hljóðfæri sam- kvæmt skilningi þeirrar tíðar. Engu að síður vakti sálmurinn hrifningu kirkjugestanna við miðnæturguðs- þjónustuna, en ekki datt aðstoðar- prestinum Joseph Mohr, sem samið hafði textann, og orqanistanum Franz Xaver Gruber, sem samið hafði lagið í hug, að verk þeirra ætti eftir að fara slíka sigurför um heiminn sem síðar kom á daginn. Mörg ár áttu eftir að iiða frá miðnæturmessu þessari uns sálm- urinn náði heimsfrægð og farið var að halda árlegar minningarhátíðir um höfundana. Hvert ár um jóla- leytið safnast skólabörnin í smá- þorpinu Wagrein saman við gröf Josephs Mohrs, og i Oberndorf safnast þau saman í St. Niklas-kirkj- unni, þar sem Gruber um skeið var orgelleikari. Þegar söngur Mohrs og Grubers fyrst fór að breiðast út, var hann talinn með Týrólasöngvum. Það var að kenna orgelsmið að nafni Maruacher. Hann átti heima í Ziller- tal í Týról, en kom til Oberndorf síðla vetrar 1819 til að gera við orgelið, sem hafði verið í ólagi ein- mitt síðan á jólakvöldið veturinn áð- ur. Hann lærði sálminn og fór með hann fyrir fólk í heimabyggð sinni, þar á meðal bræður að nafni Strass- er. Þeir áttu drjúgan þátt í útbreiðslu sálmsins. Bræðurnir voru sem sé hanskasaumarar og fóru á hverju vori með varninq sinn á markaði í Norður-Þýskalandi. Þeir bræður voru séðir kaupsýslumenn og í næstu ferð létu þeir börn sín syngja sálminn við söluskýlin. Varð söngur sá miög til að auka aðstrevmi huos- anlegra viðskiptavina. Þetta leiddi til bess að sálmurinn varð þekktur í Neðra-Saxlandi oq umhverfis Lu- beck. Dag einn náði sálmurinn fyrir tilviljun eyrum tónlistarmanns eins við orússnesku hirðina, er hann var á leið vfir markaðstorq. Hann nam staðar, hlustaði, líkaði það sem hann
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.